Guðmundur sagður taka við keflinu Guðmundur Ingi Kristinsson mun taka við af Ásthildi Lóu Þórsdóttur sem barna- og menntamálaráðherra, að sögn Rúv. Innlent 23.3.2025 11:12
Mál barnamálaráðherra og ofbeldisalda í Breiðholti Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Innlent 23.3.2025 09:58
Leita áfram við Kirkjusand Leit heldur áfram í dag að manni sem talið er að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar. Innlent 23.3.2025 09:44
„Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent 23.3.2025 00:23
Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Eigendum auglýsingaskiltis, sem hefur staðið í aldarfjórðung við norðurenda Hvalfjarðarganga, hefur verið gert að fjarlægja það. Skiltið hefur verið þrætuepli í Hvalfjarðarsveit um árabil. Innlent 22.3.2025 22:03
Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Stjórnsýslufræðingur segir ekkert athugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan geti ekki borið ábyrgð á tilfinningum fólks. Innlent 22.3.2025 21:32
Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Frans páfi verður útskrifaður af spítala á morgun eftir rúmlega tveggja mánaða spítalavist. Við tekur tveggja mánaða hvíld að læknisráði og mun hann þurfa að læra að tala upp á nýtt eftir að hafa misst röddina. Erlent 22.3.2025 21:24
„Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa haft samskipti við fjölmiðla vegna máls Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barnamálaráðherra. Hún telur nær að „þrautreyndir smjörklípumenn“ kalli eftir viðbrögðum úr eigin röðum. Innlent 22.3.2025 19:43
Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 var haldin laugardaginn 15. mars síðastliðinn í brakandi blíðu og logni við Þursaborg á Langjökli. Um 400 manns skráðu sig í ferðina, flestir frá höfuðborgarsvæðinu en stórir hópar frá Norður- og Suðurlandi og víðar að líka. Innlent 22.3.2025 19:03
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. Innlent 22.3.2025 19:01
Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist. Innlent 22.3.2025 18:34
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.3.2025 18:10
Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. Erlent 22.3.2025 17:35
Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins. Innlent 22.3.2025 16:44
Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi. Innlent 22.3.2025 16:43
Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland). Innlent 22.3.2025 16:25
Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025. Innlent 22.3.2025 15:43
Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er með til skoðunar að gera umfangsmiklar breytingar á yfirstjórn herafla Bandaríkjanna. Ein þeirra gæti verið að Bandaríkin afsali sér stjórn á herafla Atlantshafsbandalagsins og þykir það til marks um að mögulega ætli Bandaríkjamanna að draga úr umsvifum sínum innan bandalagsins. Erlent 22.3.2025 14:30
Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Innlent 22.3.2025 14:04
Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. Innlent 22.3.2025 13:10
Tveir ríkisráðsfundir á morgun Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun, sunnudaginn 23. mars. Sá fyrri verður klukkan 15:00 en sá síðari klukkan 15:15. Innlent 22.3.2025 11:53
Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. Innlent 22.3.2025 11:40
Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt. Innlent 22.3.2025 11:38
Heathrow aftur starfandi eftir brunann Starfsemi Heathrow-flugvallar er aftur komin í eðlilegt horf eftir að umfangsmikill bruni í rafstöð í Lundúnum olli rafmagnsleysi á flugvellinum. Erlent 22.3.2025 11:37
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. Innlent 22.3.2025 11:37