Fréttir

Skilur ör­væntinguna en segir málið flókið og í skoðun

Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en ákveðið var í morgun að hefja tafarlaust byggingu varnargarða við Grindavík. 

Innlent

Fimm­tán ára drengur lést í hákarlaárás

Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum.

Erlent

Leyni­legt geim­far á hærri spor­braut en áður

Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna.

Erlent

Koma upp nýju verk­lagi á lokunar­póstum

Lögregla á Suðurnesjum hefur tekið upp nýtt verklag á lokunarpóstum til Grindavíkur og þurfa þeir sem vilja komast í bæinn nú að gefa upp kennitölu, auk þess að bílnúmer er sérstaklega skráð niður.

Innlent

Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austur­velli

Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks.

Innlent

Trump ekki kjör­gengur í Maine

Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021.

Erlent

Disney kærir bílaþvottastöð í Síle

Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld.

Erlent

Stelpur moka fyrir gott mál­efni

Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Innlent

Ó­bæri­legt marg­menni vegna niður­skurðar

Fastagestir Vesturbæjarlaugar mótmæla því harðlega að sundlaugar borgarinnar skuli standa meira og minna lokaðar á hátíðisdögum þetta árið. Óbærilegt margmenni hafi verið í lauginni á annan í jólum og heilu vinahóparnir verði svo sviknir um áramótasundið.

Innlent

Fjöl­skylda fjór­tán ára drengs föst á Gasa

Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir.

Innlent

Mál Guð­mundu þyngra en tárum taki

Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við innviðaráðherra, sem telur skynsamlegt að byggja varnargarða norðan við Grindavíkurbæ. Framkvæmdin sé vissulega dýr en garðarnir komi til með að verja mun meiri verðmæti.

Innlent