Innlent

Harm­leikur í Garða­bæ, bílvelta í íbúðagötu og ó­væntir hlutir í veggjum

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vilhelm

Dóttir karlmanns um áttrætt sem lést á föstudag er í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar á andláti hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu var konan handtekin í heimahúsi í Garðabæ þar sem viðbragðsaðilar komu að föður hennar snemma á föstudagsmorgun. 

Farið verður yfir það sem fyrir liggur í málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá alvarlegum og mannskæðum árásum helgarinnar bæði í Úkraínu og á Gasa. Þá verður einnig rætt við móður í miðborginni sem kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötum, eftri að bíll valt fyrir utan heimili hennar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 13. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×