Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stríðsástand ríkir á sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa eftir loftárásir Ísraelsmanna í dag, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna á vettvangi. Örvæntingin sé mun sárari en hann hafi áður séð í stríðinu. Ísraelsmenn segjast munu herða árásir sínar en varaforseti Bandaríkjanna segir þá ekki gera nóg til að hlífa almennum borgurum. Við fjöllum um ástandið á Gasa í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent

Særður eftir stunguárás í mið­bænum

Maður var stunginn í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hann slasaðist þónokkuð. Hann er kominn á slysadeild til aðhlynningar og er málið í rannsókn samkvæmt lögreglu.

Innlent

Mikil hægrisveifla á meðal ungs fólks í Evrópu

Uppgangur hægri öfgaflokka hefur verið mikill á síðustu misserum á meginlandi Evrópu. Ástæðan er ekki endilega andstaða við innflytjendur og þjóðernishyggja, heldur allt eins vonbrigði ungs fólks með ríkjandi stjórnmálaflokka.

Erlent

Um­mæli for­seta COP28 um jarðefnaeldsneyti vekja á­hyggjur

Al Jaber, forseti loftlagsráðstefnunnar COP28, segir vísindin ekki styðja fullyrðingar um það að ríki heims þurfi að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti til þess að koma í veg fyrir hlýnun jarðar um 1,5 gráður. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur af vísindamönnum sem segja fullyrðingar hans beinlínis rangar.

Erlent

Mál Eddu hljóti að vera eins­dæmi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær.

Innlent

Oddur ætt­fræðingur er látinn

Oddur F. Helgason, ættfræðingur og fyrrverandi sjómaður, er látinn, 82 ára að aldri. Oddur var einn þekktasti ættfræðingur landsins og stundaði rannsóknir undir merkjum ættfræðiþjónustunnar ORG ehf.

Innlent

Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Ís­lands

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi.

Innlent

Hussein yfir­gaf Ís­land á­samt fjöl­skyldu sinni

Hælisleitandinn Hussein Hussein, sem er í hjólastól, ákvað á síðustu stundu að yfirgefa Ísland og fór með fjölskyldu sinni til Grikklands í gær. Fjölskylduvinur segir að Hussein hafi ekki getað hugsað sér að dvelja hér án fjölskyldu sinnar, sem vísað var úr landi. Aðstæður séu ömurlegar hjá þeim úti.

Innlent

Mikill eldur í spítala í Sví­þjóð

Mikill eldur kom upp í gömlu sjúkrahúsi í smábænum Rävlanda skammt frá Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Segir í sænskum fjölmiðlum að um stórbruna sé að ræða og er grunur að um íkveikju sé að ræða.

Erlent

Búist við snjó­komu víða um land

Búist er við snjókomu á köflum víða um land í dag. Það á meðal annars við um höfuðborgarsvæðið, en sérstaklega er minnst á Reykjanesið varðandi snjókomuna.

Innlent

Vilja bjarga síðustu kanínunum í Elliða­ár­dal

Fólk vitjar enn kanína í Elliðaárdal, tæpum tveimur árum eftir að þeim var nánast öllum bjargað af dýravelferðarfélögum og Dýraþjónustu Reykjavíkur. Sjálfboðaliði Dýrahjálpar segir að enn séu eftir ellefu kanínur í dalnum en að um níutíu hafi verið bjargað. 47 þeirra vantar enn heimili.

Innlent

Fyrr­verandi for­seta neitað að fara úr landi

Landamæraverðir í Úkraínu neituðu fyrrum forseta landsins Petro Porosjenkó um að fara úr landi í gær vegna þess að hann ætlaði sér að fara á fund Viktors Orbáns Ungverjalandsforseta. Þetta segir SBU, öryggisþjónusta Úkraínu.

Erlent

Banda­ríkja­menn setja pressu á Kín­verja

Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag.

Erlent

Sprengjuregnið aldrei verið skæðara

Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand.

Erlent

Edda Björk í gæslu­varð­haldi

Edda Björk Arnardóttir, sem var framseld til Noregs í gær, hefur verið úrskurðuð í þrjátíu daga gæsluvarðhald í Þelamerkurfangelsi. Þetta staðfestir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu í samtali við fréttastofu.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir Eddu Bjarkar Arnardóttur segist ekkert hafa heyrt frá henni síðan hún var framseld til Noregs í gær. Hún hafi síðast vitað af systur sinni á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Óvissan sé afar erfið fyrir fjölskylduna. Barnamálaráðherra segir hug sinn allan hjá börnunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent