Innlent

Yfir­vofandi eld­gos og íslandsmeistarmót í Ól­sen ól­sen

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Tugir þúsunda mótmæla stjórnvöldum í Serbíu, í höfuðborginni Belgrad. Mótmælaalda hefur skekið landið síðan í nóvember og aldrei fleiri mótmælt í einu. Forsetinn varaði fólk við mómælum í gær og hótaði fjöldahandtökum.

Utanríkisráðherra Íslands segir áreiti, sem sendiráðsstarfsmenn urðu fyrir í Moskvu, hafa haft mikil áhrif á ákvörðun þáverandi ráðherra um að loka sendiráðinu. Dæmi eru um að starfsmenn hafi fundið augljós ummerki um að brotist hafi verið inn til þeirra.

Íslandsmeistaramótið í Olsen olsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.

Það er fjölmargt um að vera í íþróttunum. Strákarnir okkar tryggðu sér sæti á Evrópumótið í handbolta og spennan magnast í baráttunni um Meistaradeildarsæti í enska boltanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×