Fréttir

„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“

„Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“

Innlent

Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna lands­fundar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi mögulega frestun landsfundar flokksins sem á að fara fram í febrúar en verður mögulega færður fram á haust í Kryddsíld Stöðvar 2 sem stendur nú yfir. Hann sagðist ekki kannast við meinta ólgu innan Sjálfstæðisflokksins vegna málsins sem hann vísaði til sem „blaðamanna blaðurs“ og lenti í orðaskaki við ríkisstjórnina.

Innlent

Yazan Tamimi er maður ársins

Yazan Tamimi er maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Valið var kunngjört í beinni útsendingu í Kryddsíldinni rétt í þessu. 

Innlent

Hvar er opið um ára­mótin?

Gamlársdagur er runninn upp. Nú fer hver að verða síðastur að kaupa síðasta hráefnið í áramótakokteilinn eða síðustu flugeldatertuna. Verslanarekendur víða gefa starfsfólki sínu frí á nýársdag, en fréttastofa tók saman hvar er opið yfir áramótin og hve lengi. 

Innlent

Handtökuheimild á hendur for­setanum sam­þykkt

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 

Erlent

Köstuðu flug­eldum upp á svalir fólks

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum.

Innlent

Átt­ræð kona sakar bæinn um mis­munun vegna trúar

Kona á áttræðisaldri sem er íslamstrúar sakar Vestmannaeyjabæ um ólögmæta mismunun á grundvelli kynþáttar og trúar og um að hafa sent sér svínakjöt vísvitandi. Málið er nú komið fyrir kærunefnd jafnréttismála. Vestmannaeyjabær hafnar öllum ásökunum og segir engan fót fyrir málflutningnum.

Innlent

Hóta Hútum sömu „aumu ör­lögum“ og Hamas og Hezbollah

Hætti Hútar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael er hætt við því að þeir hljóti „sömu aumu örlög“ og Hamas, Hezbollah eða Bashar al-Assad. Þetta sagði sendiherra Ísrael hjá Sameinuðu þjóðunum í dag og kallaði hann það síðustu viðvörun Húta, sem stjórna stórum hluta Jemen og njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.

Erlent

Trump kemur John­son til bjargar

Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins.

Erlent

Nokkura bíla á­rekstur á Vatnaleið

Björgunarsveitarmenn frá Berserkjum í Stykkishólmi og Klakki í Grundarfirði aðstoðuðu í dag fjölda fólks eftir árekstur nokkurra bíla á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Vel mun hafa gengið að aðstoða fólk á heiðinni við erfiðar aðstæður og ófærð.

Innlent

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Erlent