Fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. Innlent 6.2.2025 17:46 Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Innlent 6.2.2025 17:44 „Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. Innlent 6.2.2025 17:34 Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. Innlent 6.2.2025 17:26 Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Samgönguráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka þátt í pallborði á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinu streymi. Innlent 6.2.2025 16:00 „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Erlent 6.2.2025 15:39 Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Erlent 6.2.2025 15:37 Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Innlent 6.2.2025 15:15 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. Innlent 6.2.2025 15:10 Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Innlent 6.2.2025 14:55 Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 6.2.2025 14:54 Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja krefja forsætisráðherra um svör hvort menntamálaráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi skipt sér af kjaraviðræðum kennara við sveitarfélögin liðna helgi. Innlent 6.2.2025 14:49 Fengu óveðrið beint í æð Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi. Innlent 6.2.2025 14:06 Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Erlent 6.2.2025 14:06 „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Innlent 6.2.2025 13:28 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6.2.2025 13:26 Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Innlent 6.2.2025 12:13 Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. Erlent 6.2.2025 11:57 Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara, ríkis- og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt í dag en fundarhöld stóðu fram á níunda tímann í gærkvöldi. Innlent 6.2.2025 11:49 Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélögin náðu að landa kjarasamningi á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir langan og strembinn dag. Bjarna Ingimarssyni, formanni Landssambandsins, var að vonum létt yfir áfanganum. Innlent 6.2.2025 11:39 Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Innlent 6.2.2025 11:29 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6.2.2025 10:48 Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Innlent 6.2.2025 10:36 Þrjár í framboði formanns Fíh Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Innlent 6.2.2025 10:23 Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Innlent 6.2.2025 10:21 Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. Erlent 6.2.2025 09:52 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6.2.2025 09:51 Braut húsaleigulög með litavalinu Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Innlent 6.2.2025 08:56 Stefnuræðu frestað til mánudags Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs. Innlent 6.2.2025 08:50 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 334 ›
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. Innlent 6.2.2025 17:46
Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Ásthildur Lóa Þórsdóttir, menntamálaráðherra, tekur fyrir að hún eða starfsmaður ráðuneytisins hafi um helgina gefið kennurum vilyrði fyrir launahækkunum en síðan dregið loforðið til baka. Innlent 6.2.2025 17:44
„Það er allt á floti“ Hús Ingibjargar Ómarsdóttur á Stöðvarfirði hefur komið illa út úr óveðrinu sem hefur gengið yfir landið síðustu tvo daga. Innlent 6.2.2025 17:34
Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. Innlent 6.2.2025 17:26
Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Samgönguráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra sem taka þátt í pallborði á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar. Fundurinn hefst klukkan 17 og verður í beinu streymi. Innlent 6.2.2025 16:00
„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Erlent 6.2.2025 15:39
Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Norðurkóreskar skotflaugar sem Rússar skjóta nú reglulega að Úkraínu eru orðnar töluvert nákvæmari. Rússar hafa skotið þessum eldflaugum að skotmörkum í Úkraínu í rúm tvö ár en Úkraínumenn segja þær orðnar töluvert betri. Erlent 6.2.2025 15:37
Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Innlent 6.2.2025 15:15
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. Innlent 6.2.2025 15:10
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. Innlent 6.2.2025 14:55
Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra. Innlent 6.2.2025 14:54
Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna þriggja krefja forsætisráðherra um svör hvort menntamálaráðherra eða starfsmaður á hennar vegum hafi skipt sér af kjaraviðræðum kennara við sveitarfélögin liðna helgi. Innlent 6.2.2025 14:49
Fengu óveðrið beint í æð Ferðamenn létu óveðrið fyrir hádegi ekki stoppa sig í að kynna sér hvað Reykjavík og Seltjarnarnes hefðu upp á að bjóða. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á ferðinni og myndaði nokkra af þeim þúsund ferðamanna sem njóta lífsins hér á landi á óveðursdegi. Innlent 6.2.2025 14:06
Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Forsvarsmenn leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa sent Hvíta húsinu ódulkóðaðan tölvupóst sem inniheldur nöfn allra þeirra sem ráðnir hafa verið til starfa hjá stofnuninni undanfarin tvö ár. Með þessu vildu þeir verða við forsetatilskipun Donalds Trumps um undirbúning fyrir mögulegan niðurskurð. Erlent 6.2.2025 14:06
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Innlent 6.2.2025 13:28
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. Innlent 6.2.2025 13:26
Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Innlent 6.2.2025 12:13
Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. Erlent 6.2.2025 11:57
Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir kennara, ríkis- og sveitarfélaga til fundar klukkan eitt í dag en fundarhöld stóðu fram á níunda tímann í gærkvöldi. Innlent 6.2.2025 11:49
Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og sveitarfélögin náðu að landa kjarasamningi á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir langan og strembinn dag. Bjarna Ingimarssyni, formanni Landssambandsins, var að vonum létt yfir áfanganum. Innlent 6.2.2025 11:39
Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Innlent 6.2.2025 11:29
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Innlent 6.2.2025 10:48
Nýja hurðin sprakk upp Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Innlent 6.2.2025 10:36
Þrjár í framboði formanns Fíh Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Innlent 6.2.2025 10:23
Enginn Íslendingur í haldi ICE Hvorki borgaraþjónusta utanríkisráðuneytis Íslands, né sendiráð Íslands í Washington D.C. er með mál fimm Íslendinga sem eru á lista yfirvalda í Bandaríkjunum yfir fólk sem fengið hefur höfnun um dvalarleyfi og vísa á úr landi á sínu borði. Innlent 6.2.2025 10:23
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. Innlent 6.2.2025 10:21
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. Erlent 6.2.2025 09:52
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. Innlent 6.2.2025 09:51
Braut húsaleigulög með litavalinu Leigusala er heimilt að fá greiddar tíu þúsund krónur úr tryggingu fyrrverandi leigjanda síns sem hafði málað veggi í íbúðinni í dökkgráum lit í stað þess málarahvíta litar sem fyrir var og var sömuleiðis að finna á öðrum veggjum íbúðarinnar. Leigjandinn hafi með litavalinu brotið gegn ákvæðum húsaleigulaga. Innlent 6.2.2025 08:56
Stefnuræðu frestað til mánudags Stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra hefur verið frestað til mánudagsins 10. febrúar og hefjast regluleg þingstörf degi síðar. Ræðuna átti að halda í gærkvöldi en var frestað vegna rauðrar viðvörunar og hættustigs. Innlent 6.2.2025 08:50