Fréttir Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Veður 30.12.2024 10:11 „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. Innlent 30.12.2024 10:08 María Kristjánsdóttir er látin María Kristjánsdóttir er látin áttræð að aldri. Hún lést á Landspítalanum 27. desember. Innlent 30.12.2024 09:55 Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Eldur í gömlu fiskvinnsluhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd kviknaði út frá flugeldum. Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir eldinn hafa virst meiri en hann var þegar slökkvilið kom á vettvang um miðnætti í nótt. Slökkvistarf tók um klukkutíma. Innlent 30.12.2024 09:08 Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 sem senn er á enda. Innlent 30.12.2024 09:02 Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. Veður 30.12.2024 08:00 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. Innlent 30.12.2024 07:50 Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 30.12.2024 07:37 Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Erlent 30.12.2024 06:56 Eldur og skemmdir vegna flugelda Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður. Innlent 30.12.2024 06:26 Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu í Vogum á Vatnsleysuströnd í kvöld. Innlent 30.12.2024 00:40 Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. Innlent 30.12.2024 00:16 Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin. Innlent 29.12.2024 23:01 Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Erlent 29.12.2024 21:32 Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Erlent 29.12.2024 21:23 Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Innlent 29.12.2024 20:31 Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Innlent 29.12.2024 20:04 „Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. Veður 29.12.2024 19:42 Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.12.2024 19:01 Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu klæðast svörtum slaufum. Innlent 29.12.2024 18:01 Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. Innlent 29.12.2024 17:45 Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Erlent 29.12.2024 17:38 Urðu úti við leit að Stórfæti Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi. Erlent 29.12.2024 17:00 Borgarísjaki utan við Blönduós Borgarísjaki birtist í Húnafirði um fjórum kílómetrum fyrir utan Blönduós í dag. Magnaðar myndir náðust af ísjakanum í sólarlaginu. Innlent 29.12.2024 16:15 Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu. Erlent 29.12.2024 15:22 Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. Innlent 29.12.2024 14:24 Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Innlent 29.12.2024 14:03 Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. Innlent 29.12.2024 13:13 Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29.12.2024 12:03 Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Enn hækkar tala látinna eftir flugslys á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu. Minnst 177 eru látin. Fjallað verður um slysið, sem er talið mannskæðasta flugslys í sögu landsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.12.2024 11:44 « ‹ 38 39 40 41 42 43 44 45 46 … 334 ›
Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið. Veður 30.12.2024 10:11
„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. Innlent 30.12.2024 10:08
María Kristjánsdóttir er látin María Kristjánsdóttir er látin áttræð að aldri. Hún lést á Landspítalanum 27. desember. Innlent 30.12.2024 09:55
Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Eldur í gömlu fiskvinnsluhúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd kviknaði út frá flugeldum. Rúnar Eyberg Árnason varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir eldinn hafa virst meiri en hann var þegar slökkvilið kom á vettvang um miðnætti í nótt. Slökkvistarf tók um klukkutíma. Innlent 30.12.2024 09:08
Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Fjölmargir þjóðþekktir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 sem senn er á enda. Innlent 30.12.2024 09:02
Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu í Reykjavíkurborg segir snjómokstur hafa gengið vel í morgun. Færðin sé tiltölulega góð í borginni. Veður 30.12.2024 08:00
Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Töluverð snjókoma blasti við íbúum höfuðborgarsvæðisins í morgun en viðbúið er að þar hætti að snjóa þegar líða tekur á morguninn. Veðurstofa hvetur vegfarendur til að kynna sér fréttir af færð og veðri áður en lagt er af stað í ferðalög en nýfallin snjór og hvassviðri gæti til að mynda valdið skafrenningi og lélegu skyggni, einkum í kvöld og í fyrramálið. Hætt er við að vegir teppist, einkum á Snæfellsnesi og í Dölum og víðar á Vesturlandi. Innlent 30.12.2024 07:50
Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla segir þegar hafa verið brugðist við mörgum ábendingum í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun Stuðla. Hann segir ljóst að margar þeirra athugasemda sem koma fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis um neyðarvistunin séu afleiðing þeirra aðstæðna sem starfseminni hefur verið búin og breytinga sem ráðist hefur verið í til að mæta viðameira hlutverki deildarinnar. Þetta segir Úlfur í skriflegu svari til fréttastofu. Innlent 30.12.2024 07:37
Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins. Erlent 30.12.2024 06:56
Eldur og skemmdir vegna flugelda Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður. Innlent 30.12.2024 06:26
Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hafnargötu í Vogum á Vatnsleysuströnd í kvöld. Innlent 30.12.2024 00:40
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. Innlent 30.12.2024 00:16
Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Ungur forritari hvetur fólk til að nota nýja vefsíðu sem segir til um hve mikil umferð er á höfuðborgarsvæðinu. Vefsíðan geti komið sér vel, nú þegar fólk er í óða önn að undirbúa áramótin. Innlent 29.12.2024 23:01
Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Erlent 29.12.2024 21:32
Jimmy Carter látinn Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er látinn. Hann varð hundrað ára gamall. Erlent 29.12.2024 21:23
Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. Innlent 29.12.2024 20:31
Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Innlent 29.12.2024 20:04
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. Veður 29.12.2024 19:42
Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. Innlent 29.12.2024 19:01
Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu klæðast svörtum slaufum. Innlent 29.12.2024 18:01
Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. Innlent 29.12.2024 17:45
Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur lýst yfir sjö daga þjóðarsorg vegna mannskæðs flugslyss sem varð í landinu í dag. Fánar verða dregnir í hálfa stöng og opinberir starfsmenn munu bera svartar slaufur. Erlent 29.12.2024 17:38
Urðu úti við leit að Stórfæti Tveir menn frá Oregon sem voru í leit að Stórfæti í skógi í Washington-ríki fundust látnir í dag eftir að hafa verið saknað frá jóladegi. Erlent 29.12.2024 17:00
Borgarísjaki utan við Blönduós Borgarísjaki birtist í Húnafirði um fjórum kílómetrum fyrir utan Blönduós í dag. Magnaðar myndir náðust af ísjakanum í sólarlaginu. Innlent 29.12.2024 16:15
Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Smábarn hljóp næstum því fram af kletti við virkt eldgos á Hawaii. Í kjölfarið hafa yfirvöld gefið út sérstaka viðvörun til ferðamanna á svæðinu. Erlent 29.12.2024 15:22
Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fyrirhuguðum landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Umræða um frestun fundarins fram á haust hefur verið áberandi síðustu daga. Innlent 29.12.2024 14:24
Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af nýju íbúðarhúsnæði í Hveragerði eins og á þessu ári enda fjölgar fólki ört í bæjarfélaginu. Bæjarstjórinn segir greinilegt að ungt fólk sé að horfa frá höfuðborgarsvæðinu austur fyrir fjall. Innlent 29.12.2024 14:03
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. Innlent 29.12.2024 13:13
Olivia Hussey er látin Breska leikkonan Olivia Hussey er látin 73 ára að aldri. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa leikið Júlíu í kvikmyndaaðlögun á Rómeu og Júlíu árið 1968. Erlent 29.12.2024 12:03
Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Enn hækkar tala látinna eftir flugslys á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu. Minnst 177 eru látin. Fjallað verður um slysið, sem er talið mannskæðasta flugslys í sögu landsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 29.12.2024 11:44