Fréttir

Hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður

Vísindamenn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar spá því að hlýnun jarðar muni fara fram úr 1,5 gráðum á næstu fimm árum. Líkurnar á slíkri hlýnun eru í fyrsta skipti meiri en minni samkvæmt spám.

Erlent

Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn

Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um leiðtogafundinn í Reykjavík, opinbera yfirlýsingu fundarins, ávarp forsætisráðherra Úkraínu og hvernig fundargestir skemmtu sér í frítíma sínum.

Innlent

Neyðarástand að skapast í Evrópu

Yfirvöld í Suður-Evrópu standa frammi fyrir miklum þurrkum í sumar en vatn skortir nú þegar á nokkrum svæðum og bændur óttast mikinn uppskerubrest. Takmörkuð úrkoma í nokkur ár og aukinn hiti hefur dregið verulega úr stöðu vatnsbóla og grunnvatns í sunnanverðri Evrópu.

Erlent

Vara við saur í Laugarvatni

Sveitarfélagið Bláskógabyggð varar fólk við því að stunda böð eða leika sér í Laugarvatni þessa dagana. Ástæðan er sú að saurmengun hefur mælst í vatninu.

Innlent

Sendi utanríkisráðherra Lettlands leyndó í hamrinum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, afhenti Edgars Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands, sem tekur við forsæti Evrópuráðsins, útskorinn fundarhamar á blaðamannafundi í Hörpu sem markaði lok leiðtogafundar Evrópuráðsins í dag.

Innlent

Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu

Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum.

Erlent

Telja að maðurinn hafi kyrkt Emili­e Meng

Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni.

Erlent

Vel hefur gengið að verjast net­á­rásum

Svokallaðar álagsáraásir á netþjóna íslenskra fyrirtækja og stofnana hafa haldið áfram í dag en vefur Isavia lá niðri um skamma stund í morgun. Sviðsstjóri hjá netöryggissveitinni CERT-IS segir að vel hafi gengið að verjast þessum árásum.

Innlent

Katrín sökuð um að flissa með fas­istum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir móttöku sína á Girogiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. Vel fór á með þeim á móttöku Leiðtogafundarins í Hörpu í gær og hefur Katrín verið sökuð um að vingast við fasista.

Innlent

Snarpur við­snúningur í rekstri Sið­menntar eigi sér eðli­legar skýringar

Snarpur viðsnúningur á rekstri hjá mest ört vaxandi trú- og lífskoðunarfélagi landsins, Siðmennt, á sér eðlilegar skýringar að sögn formanns félagsins. Bregðast hafi þurft við aukinni starfsemi með fleira starfsfólki. Tap félagsins á síðasta ári voru rúmar 7,5 milljónir króna. Árið á undan var hagnaður félagsins um fimm milljónir króna. 

Innlent

Kviknaði í sánu eftir að ofn losnaði

Eldur kom upp í sánu í Vesturbæjarlaug í dag. Forstöðumaður sundlaugarinnar segir starfsmenn hafa brugðist fljótt við og slökkt eldinn. Hún er vongóð að sánan opni aftur á næstu dögum, jafnvel á morgun ef allt gengur upp.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Leiðtogafundur Evrópuráðsins verður fyrirferðamikill í hádegisfréttum Bylgjunnar en nú sitja leiðtogarnir á rökstólum og ræða málin í Hörpu. 

Innlent

Hertu lög um þungunarrof með auknum meirihluta

Repúblikanar á ríkisþingi Norður-Karólínu í Bandaríkjunum tóku í gær stórt skref í því að banna þungunarrof í flestum tilfellum eftir tólf vikna meðgöngu. Þingmennirnir flokksins nýttu aukinn meirihluta sinn til að ógilda neitunarvald ríkisstjóra ríkisins.

Erlent

Hol­mes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur

Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur.

Erlent

Loka­yfir­lýsingin stutt en nái vel utan um grund­vallar­at­riðin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að lokayfirlýsing leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík verði fremur stutt en nái vel utan um þau grundvallaratriði sem um umfjöllunar séu. Hún segir það flókið mál að koma sjónarmiðum 46 ríkja saman í eina yfirlýsingu og að hún hafi tekið breytingum fram á síðasta dag.

Innlent

„Þetta er eitthvað sem við ættum að gera oftar“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir leiðtogafundinn í Hörpu hafa gengið vel í gær. Hún segir gott að geta átt raunveruleg samtöl við leiðtogana í stað þess að skiptast á fyrirframskrifuðum ávörpum. Það sé eitthvað sem ætti að gera oftar.

Innlent

Sar­kozy tapar á­frýjun en sleppur við að sitja inni

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur tapað áfrýjun í spillingarmáli sínu. Dómstóllinn hefur þó úrskurðað að hann muni ekki þurfa að afplána fangelsisdóm heldur nægir fyrir hann að afplána heima hjá sér og vera með ökklaband.

Erlent