Horfast í augu við fordóma kirkjunnar gegn HIV smituðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. maí 2023 21:01 Séra Sigurvin segir að kirkjan þurfi að horfast í augu við fordómana og kalla misgjörðir réttum nöfnum. Skjáskot Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun koma fram sátta- og minningarstund í Fríkirkjunni í Reykjavík og viðurkenna þá fordóma sem HIV jákvæðir og alnæmissjúkir urðu fyrir við upphaf faraldursins á níunda áratugnum. Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus. Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein Sigurvins Lárusar Jónssonar, prests hjá Fríkirkjunni, í dag. En greinin er unnin upp úr myndbandi sem kirkjan gaf út á Youtube. Í myndbandinu er einnig viðtal við Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóra HIV Ísland, um þennan tíma. „Öll þessi ár og þessa áratugi komum við alltaf aftur að þessari útskúfun sem við urðum fyrir. Ekki bara það að við værum með þessa drepsótt, heldur það hvernig okkur var útskúfað og hafnað,“ segir Einar í viðtalinu. „Ég sé fyrir mér að forsætisráðherrann komi til okkar hingað í kirkjuna og viðurkenni þetta, að það hafi verið þannig. Hvernig samfélagið brást okkur, hvernig við vorum skildir eftir. Hvernig stofnanir samfélagsins, löggjafarvaldið, heilbrigðisstofnanir og aðrir, í raun og veru létu okkur á margan hátt róa.“ Sjúkdómur og synd Meðal þess sem vísað er í eru skoðanagreinar frá níunda áratugnum þar sem alnæmi er lýst sem svari við „óeðlilegu kynlífi.“ „Sjúkdómurinn er enn þá lang algengastur meðal kynvillinga. Af þessu sést glöggt að ástæðan fyrir alnæmi er frjálst eða óeðlilegt kynlíf. Með öðrum orðum „synd“. Afleiðing syndar kallar alltaf á dauða,“ segir í grein í Morgunblaðinu frá árinu 1987. Ástin heilög Bendir Lárus einnig á áhrif bandaríska sjónvarpspredikarans Billy Graham, og Franklin Graham sonar hans, sem haldið hefur boðskapnum á lofti og meðal annars heimsótti Ísland árið 2013 á Hátíð vonar sem skipulögð var af mörgum kristnum söfnuðum, þar á meðal Þjóðkirkjunni. Áhrif predikarans Billy Graham og sonar hans Franklin eru mikil.Getty „Afstaða í garð hinsegin fólks og HIV jákvæðra hefur breyst mjög til batnaðar hér á landi en á heimsvísu er að eiga sér bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks,“ segir Lárus og bendir sérstaklega á þróunina í Afríkuríkinu Úganda. Þar hafi bandarískir evangelistar ýtti undir fordóma gegn samkynhneigðum með voveiflegum afleiðingum. Í sáttaferli sé nauðsynlegt að misgjörðir séu kallaðar réttum nöfnum og að ofbeldi sé fordæmt. „Mér ber jafnframt skylda sem prestur að játa að ástin er heilög í öllum þeim myndum sem hún birtist og að fordæma þá guðsmynd að Guð refsi þeim sem elska, með smitsjúkdómum,“ segir Lárus.
Trúmál Heilbrigðismál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Alnæmi og guðfræðiváin Í ár eru 40 ár liðin frá því að fyrsta HIV smitið var greint á Íslandi en mikið vatn er runnið til sjávar síðan alnæmisfaraldurinn geisaði fyrst hér á landi. 17. maí 2023 07:31