Fréttir „Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. Innlent 16.5.2023 11:15 Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. Innlent 16.5.2023 10:42 Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. Innlent 16.5.2023 10:36 Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Erlent 16.5.2023 10:23 Verið að fremja árásir á íslenska vefi Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Innlent 16.5.2023 10:19 Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. Innlent 16.5.2023 09:36 Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Innlent 16.5.2023 09:06 Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Erlent 16.5.2023 08:49 Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. Innlent 16.5.2023 08:00 Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. Innlent 16.5.2023 07:57 Sex látnir í eldsvoða á gistiheimili í Wellington Að minnsta kosti sex eru látnir og ellefu er saknað eftir að eldur braust út á gistiheimili í Wellington á Nýja-Sjálandi. Fleiri en 50 var bjargað úr byggingunni. Erlent 16.5.2023 07:38 Dálítil rigning sunnan- og vestanlands upp úr hádegi Yfir austanverðu landinu er nú hæðarhryggur sem fer austur, en skil nálgast úr vestri. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlæg átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu. Veður 16.5.2023 07:15 24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans. Innlent 16.5.2023 07:01 Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Innlent 16.5.2023 07:00 Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. Erlent 16.5.2023 06:32 Stúlkan sem auglýst var eftir er fundin Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Lögregla þakkar allar ábendingar og upplýsingar sem bárust. Innlent 16.5.2023 06:19 Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. Innlent 15.5.2023 23:15 Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. Innlent 15.5.2023 23:00 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. Erlent 15.5.2023 22:45 Segir starfmenn hafa hindrað starf fjölmiðla fyrir misskilning Dómsmálaráðherra segir að líklegasta skýringin á því að starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli trufluðu starf fjölmiðla, þegar flóttafólk var flutt úr landi af lögreglu í nóvember síðastliðnum, sé að þeir hafi misskilið beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Innlent 15.5.2023 22:00 Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. Innlent 15.5.2023 20:46 Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju. Innlent 15.5.2023 20:30 Ríkið mátti ekki lækka laun dómara Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari vann í dag mál á hendur íslenska ríkinu, sem hún höfðaði eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Innlent 15.5.2023 19:46 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Innlent 15.5.2023 19:15 Utrudnienia na drogach z powodu szczytu Rady Europy Z powodu szczytu Rady Europy, który obywa się w Reykjaviku, przez kolejne dwa dni zamknięte dla ruchu samochodowego zostaną ulice, które znajdują się w okolicy Harpy. Polski 15.5.2023 18:02 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um undirbúning leiðtogafundarins, en allt er að verða klárt í Hörpu. Þungvopnaðir lögreglumenn og leyniskyttur hafa komið sér fyrir og öryggisgæslan er af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð hér á landi. Innlent 15.5.2023 18:01 Rozpoczęła się akcja strajkowa członków BSRB O północy rozpoczęły się strajki członków związków, należących do federacji BSRB, którzy pracują w przedszkolach i szkołach podstawowych, poza Reykjavíkiem. Polski 15.5.2023 17:53 Mest áhrif á umferð síðdegis á þriðjudag Götulokanir í miðbænum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík næstu tvo daga munu hafa mikil áhrif á strætóferðir. Innlent 15.5.2023 17:38 Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Innlent 15.5.2023 16:39 Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. Innlent 15.5.2023 16:37 « ‹ ›
„Þetta er gamalt fangelsi, núna er þetta mitt fangelsi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra grínaðist með það þegar hún tók á móti forseta Litháen í Stjórnarráðinu í morgun að það væri hennar fangelsi. Húsið var frá byggingu til ársins 1813 tugthúsið í Reykjavík. Innlent 16.5.2023 11:15
Bændur ekki á einu máli um að afhenda féð Síðustu kindurnar sem átti að skera niður í Miðfirði vegna riðusmits sem þar kom upp hafa ekki enn verið afhentar. Bændur eru ekki á einu máli og tíminn er af skornum skammti. Innlent 16.5.2023 10:42
Almenningur sé ekki í hættu vegna netárása Nokkrir stjórnsýsluvefir, eins og vefir Alþingis og dómstóla, hafa legið niðri í morgun. Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir þá aðila sem hafa hótað netárásum af þessu tagi yfirleitt herja á slíka vefi. Almenningur sé ekki í hættu en þurfi að bíða af sér vesen sem fylgir árásunum. Innlent 16.5.2023 10:36
Birta myndir af Lúkasjenka til að kveða niður orðróm Nýjar myndir af Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, voru birtar í dag, að því er virðist til þess að kveða niður orðróm um að forsetinn sé alvarlega veikur. Þær eru þó sagðar vekja nýjar spurningar um heilsu forsetans. Erlent 16.5.2023 10:23
Verið að fremja árásir á íslenska vefi Verið er að fremja árásir á íslenska vefi að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Embættið telur sig hafa hugmynd um hvaðan árásirnar koma en ekkert hefur fengist staðfest. Innlent 16.5.2023 10:19
Vefur Alþingis liggur niðri: „Málið er í athugun“ Vefur Alþingis liggur niðri. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, staðfestir í samtali við fréttastofu að bæði vefur þingsins og innri vefurinn liggi niðri sem stendur. Innlent 16.5.2023 09:36
Vanmátu aðstæður þegar þrír féllu útbyrðis í prufusiglingu slöngubáts Vanmat á aðstæðum er talin ástæða þess að tveir björgunarsveitarmenn og sölumaður slöngubáts féllu útbyrðis þegar verið var prufukeyra slöngubát af gerðinni SeaRanger í Víkurfjöru í nóvember síðastliðinn. Mennirnir komust allir í land af sjálfsdáðum. Innlent 16.5.2023 09:06
Sakar Giuliani um að þvinga sig til kynlífs Kona sem fullyrðir að hún hafi unnið fyrir Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Donalds Trump, sakar hann um að hafa þvingað sig til kynlífs og að skulda henni milljónir í launagreiðslur. Hún segir eiga upptökur af lögmanninum. Giuliani hafnar ásökununum alfarið. Erlent 16.5.2023 08:49
Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. Innlent 16.5.2023 08:00
Vaktin: Rishi Sunak farinn af landi brott Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst í Hörpu í dag. Víðtækar lokanir tóku gildi í gærkvöldi og er stór hluti miðbæjarins lokaður umferð og svæðið umhverfis Hörpu alfarið lokað almenningi. Innlent 16.5.2023 07:57
Sex látnir í eldsvoða á gistiheimili í Wellington Að minnsta kosti sex eru látnir og ellefu er saknað eftir að eldur braust út á gistiheimili í Wellington á Nýja-Sjálandi. Fleiri en 50 var bjargað úr byggingunni. Erlent 16.5.2023 07:38
Dálítil rigning sunnan- og vestanlands upp úr hádegi Yfir austanverðu landinu er nú hæðarhryggur sem fer austur, en skil nálgast úr vestri. Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlæg átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu. Veður 16.5.2023 07:15
24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans. Innlent 16.5.2023 07:01
Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Innlent 16.5.2023 07:00
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. Erlent 16.5.2023 06:32
Stúlkan sem auglýst var eftir er fundin Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Lögregla þakkar allar ábendingar og upplýsingar sem bárust. Innlent 16.5.2023 06:19
Harpa komin í búning alþjóðastofnunar Framkvæmdastjóri Leiðtogafundar Evrópuráðsins segir landsmenn geta verið stolta af fundinum sem hefst á morgun. Víðtækar lokanir hafa áhrif á veitingahúsaeigendur sem hafa undanfarna daga þurft að birgja sig upp. Innlent 15.5.2023 23:15
Bandaríkin vilja koma að tjónaskrá Evrópuráðsins Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin til þess að taka þátt í því að koma á sérstakri tjónaskrá sem kynnt verður á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík í vikunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandarískum yfirvöldum. Innlent 15.5.2023 23:00
Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. Erlent 15.5.2023 22:45
Segir starfmenn hafa hindrað starf fjölmiðla fyrir misskilning Dómsmálaráðherra segir að líklegasta skýringin á því að starfsmenn Isavia á Keflavíkurflugvelli trufluðu starf fjölmiðla, þegar flóttafólk var flutt úr landi af lögreglu í nóvember síðastliðnum, sé að þeir hafi misskilið beiðni stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Innlent 15.5.2023 22:00
Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. Innlent 15.5.2023 20:46
Bálfarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli Bálfarir færast mjög í vöxt en um 60 prósent útfara á höfuðborgarsvæðinu er bálför. Tveir gamlir brennsluofnar eru í landinu en þar eru oftast átta lík brennd á dag en það tekur um eina og hálfa klukkustund að brenna hverja manneskju. Innlent 15.5.2023 20:30
Ríkið mátti ekki lækka laun dómara Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari vann í dag mál á hendur íslenska ríkinu, sem hún höfðaði eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Innlent 15.5.2023 19:46
Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. Innlent 15.5.2023 19:15
Utrudnienia na drogach z powodu szczytu Rady Europy Z powodu szczytu Rady Europy, który obywa się w Reykjaviku, przez kolejne dwa dni zamknięte dla ruchu samochodowego zostaną ulice, które znajdują się w okolicy Harpy. Polski 15.5.2023 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í fréttatíma kvöldsins verður fjallað ítarlega um undirbúning leiðtogafundarins, en allt er að verða klárt í Hörpu. Þungvopnaðir lögreglumenn og leyniskyttur hafa komið sér fyrir og öryggisgæslan er af stærðargráðu sem við höfum aldrei séð hér á landi. Innlent 15.5.2023 18:01
Rozpoczęła się akcja strajkowa członków BSRB O północy rozpoczęły się strajki członków związków, należących do federacji BSRB, którzy pracują w przedszkolach i szkołach podstawowych, poza Reykjavíkiem. Polski 15.5.2023 17:53
Mest áhrif á umferð síðdegis á þriðjudag Götulokanir í miðbænum vegna leiðtogafundarins í Reykjavík næstu tvo daga munu hafa mikil áhrif á strætóferðir. Innlent 15.5.2023 17:38
Simmi Vill datt óvænt inn á þingveislu Alþingis Þingveisla Alþingis fór fram á föstudagskvöldið og mættu þingmenn prúðbúnir til leiks eins og vera ber. Óvænt var Sigmar Vilhjálmsson mættur, í miklu stuði og hleypti fjöri í samkomuna. Simmi telur ekki ólíklegt að hann fari fram í næstu kosningum. Innlent 15.5.2023 16:39
Mikilvægt að tæma dolluna Samskiptastjóri Sorpu segir það mikilvægt að tæma nikótínpúðadollur áður en þær eru settar í endurvinnslu. Púðarnir eru ekki endurvinnanlegir þrátt fyrir að dollan eigi að fara í plastruslið. Innlent 15.5.2023 16:37