Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Blikinn Andri Rafn Yeoman lék í kvöld sinn þrjú hundraðasta leik í efstu deild í fótbolta. Hann er sá fimmti sem nær þessum áfanga. Íslenski boltinn 23.4.2025 23:32
„Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var hundsvekktur í leikslok þegar hans konur í Keflavík töpuðu með þremur stigum gegn Njarðvík, 73-76, og eru lentar 2-0 undir í einvígi liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna. Körfubolti 23.4.2025 23:02
Hvergerðingar í úrslit umspilsins Hamar tryggði sér sæti í úrslitum umspils um sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili með sigri á Fjölni eftir framlengingu, 109-107, í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 22:16
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn 23.4.2025 18:32
„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Körfubolti 23.4.2025 21:08
„Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka Vals þegar liðið bar sigurð af KA, 3-1, í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Jónatan Ingi komst trekk í trekk í góðar stöður í þessum leik og hefði hæglega getað skorað þessu. Þessi leikni kantmaður kveðst ekki missa svefn þó þrennan hafi ekki litið dagsins ljós. Fótbolti 23.4.2025 20:55
Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arsenal og Crystal Palace skildu jöfn, 2-2, á Emirates í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Ef Palace hefði unnið leikinn hefði Liverpool orðið Englandsmeistari. Enski boltinn 23.4.2025 18:32
Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn. Íslenski boltinn 23.4.2025 17:18
„Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sagði leikmenn sína ekki hafa byrjað að spila eins og lagt var upp fyrr en um miðjan fyrri hálfleik þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Val í þriðju umferð Bestu-deildar karla í fótbolta í leik liðanna á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23.4.2025 20:42
„Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, stýrði liði sínu til síns fyrsta sigurs í Bestu-deild karla í fótbolta á yfirstandandi leiktíð þegar liðið lagði hans fyrrum félag, KA, að velli í þriðju umferð deildarinnar á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Fótbolti 23.4.2025 20:39
Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina San Pablo Burgos tryggði sér sæti í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með 87-74 sigri á Fuenlabrada í kvöld. Körfubolti 23.4.2025 20:35
„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ „Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans. Íslenski boltinn 23.4.2025 20:27
Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs FH og KR skildu jöfn í fjörugu jafntefli í fyrsta grasleik tímabilsins á Kaplakrikavelli í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn fór 2-2 en Hafnfirðingar spiluðu einum færri lungann af seinni hálfleik og vörðust pressu KR undir lok leiks. Íslenski boltinn 23.4.2025 17:18
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Keflavík tók á móti Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í kvöld en Keflavík hafði harma að hefna eftir að hafa tapað í Njarðvík í síðasta leik. Körfubolti 23.4.2025 17:28
Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Valsmenn unnu sannfærandi sigur, 3-1, þegar þeir fengu KA-menn í heimsókn á N1-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í þriðju umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Hvorugu liðinu hafði tekist að landa sigri í tveimur fyrstu tveimur umferðunum og sigurinn því kærkominn hjá Valsliðinu. Íslenski boltinn 23.4.2025 17:17
Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Bilbao Basket, sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með, varð í kvöld Evrópumeistari eftir þrátt fyrir 84-82 tap fyrir PAOK í Grikklandi í seinni leik liðanna í úrslitum Europe Cup. Körfubolti 23.4.2025 19:39
Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Elfsborg vann Sirius í sjö marka leik, 4-3, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Ari Sigurpálsson skoraði fyrsta mark Elfsborg. Fótbolti 23.4.2025 19:18
Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Albert Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Fiorentina sem vann 1-2 útisigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 23.4.2025 18:47
Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Fjórir íslenskir landsliðsmenn komu við sögu þegar Magdeburg og Veszprém gerðu jafntefli, 26-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 23.4.2025 18:31
Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Meistarar Kolstad töpuðu óvænt fyrir Nærbø, 32-38, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Handbolti 23.4.2025 18:05
Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrir ellefu árum var Michael Carter-Williams kosinn nýliði ársins í NBA deildinni í körfubolta. Í næsta mánuði reynir hann fyrir sér í allt annarri íþrótt. Körfubolti 23.4.2025 16:30
Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Mikel Arteta mun að eigin sögn ekki hvíla lykilmenn liðsins fyrir undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni. Enski boltinn 23.4.2025 15:17
Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir var bæði með mark og stoðsendingu í sigri Víkingskvenna í Garðabænum í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 23.4.2025 14:32
Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Arsenal er eina enska liðið sem er enn með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta og ef við horfum til baka á fótboltasöguna þá segir andlát páfans okkur það að þeir fari alla leið í ár. Enski boltinn 23.4.2025 12:31
Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Leikmenn og forráðamenn Real Madrid hafa vælt og skælt undan myndbandsdómgæslunni í allan vetur og kannski hafa menn þar á bæ eitthvað til síns máls. Fótbolti 23.4.2025 12:02