Sport

Tiote á leið til Newcastle

Newcastle United hefur komist að samkomulagi um kaupverð á Fílabeinsstrendingnum Cheick Tiote frá hollenska liðinu FC Twente. Talið er að kaupverð sé um 3.5 milljónir sterlingspunda.

Enski boltinn

Hafnar Adebayor Real Madrid fyrir City?

Emmanuel Adebayor ætlar að berjast fyrir sæti í liði Manchester City í stað þess að fara til Real Madrid eins og sögusagnir benda til. Hann útilokar þó ekki að hann sé á leiðinni frá City í framtíðinni.

Enski boltinn

Ancelotti: Erum að spila PlayStation fótbolta

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, er himinlifandi sem byrjun liðsins í ensku úrvalsldeilinni og segir að liðið sé að spila „PlayStaion fótbolta“. Chelsea hefur farið hamförum í fyrstu tveimur umferðunum í ensku deildinni og unnið báða leiki sína 6-0. Í gær niðurlægðu þeir Wigan á DW vellinum og það er eitthvað sem kætir Ítalann Ancelotti.

Enski boltinn

Áfangaleikur hjá þremur landsliðskonum

Þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins náðu áfanga í landsleikjafjölda á árinu. Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir léku sinn 25. A-landsleik og Hólmfríður Magnúsdóttir lék sinn 50. A-landsleik.

Fótbolti

Kuyt veit af tilboði Inter Milan

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, veit af áhuga Inter Milan að tryggja sér þjónustu hans áður en félagaskipaglugginn lokar í lok mánaðarins. Umboðsmaður Kuyt greindi frá áhuga Inter Milan fyrr í vikunni en það er fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, Rafa Benitez, sem nú er við stjórnartaumana hjá Inter.

Enski boltinn

Ferguson: Owen þarf ekki að hafa áhyggjur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur greint framherjanum Michael Owen frá því að hann sé mikilvægur hlekkur í liðinu og þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu sinni. Owen fékk ekki að spreyta sig gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Newcastle í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar þar sem United fór með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

Enski boltinn

Bradley færist nær Villa

Bob Bradley, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í knattspyrnu, segir að það væri heiður að fá að spjalla við Randy Lerner, eiganda Aston Villa, um að verða næsti þjálfari liðsins. Martin O‘Neil sagði stöðu sinni lausri á dögunum eftir ósætti við Lerner.

Enski boltinn

Chelsea vann aftur 6-0

Chelsea rótburstaði Wigan 6-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir það spilaði liðið illa á löngum köflum.

Enski boltinn