Fótbolti

Veigar skoraði tvö og lagði upp eitt - Ragnar fékk rautt

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Veigar Páll Gunnarsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri Stabæk á Hønefoss í norsku úrvaksdeildinni í knattspyrnu í dag.

Jon Inge Höiland skoraði fyrsta markið eftir sendingu Veigars sem skoraði svo sjálfur tveimur mínútum síðar í autt markið af stuttu færi.

Veigar skoraði svo þriðja markið áður en það fjórða leit dagsins ljós.

Bjarni Ólafur Eiríksson spilaði allan leikinn eins og Veigar en Pálmi Rafn Pálmason síðustu þrettán mínúturnar. Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Hønefoss.

Björn Bergmann Sigurðsson var í byrjunarliði Lilleström sem vann Aalasund 1-0 líkt og Stefán Logi Magnússon. Björn var tekinn af velli í seinni hálfleik.

Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Viking sem gerði 2-2 jafntefli við Start og Árni Gautur Arason fékk á sig þrjú mörk í 3-1 tapi Odd Grenland gegn Tromsö.

Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku í vörn IFK Gautaborg og Theodór Elmar Bjarnason á miðjunni þegar liðið tapaði fyrir Djurgarden, 2-0, í sænsku úrvalsdeildinni. Ragnar fékk tvö gul spjöld og þar með rautt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×