Íslenski boltinn

Fréttamynd

Sjáðu markaveislu KR og rot­högg KA gegn FH

KR-ingar slógu upp veislu í Laugardalnum í gær þegar þeir völtuðu yfir Skagamenn, 5-0. KA skoraði sigurmark nokkrum sekúndum eftir að FH jafnaði og Breiðablik kom sér yfir Vestra á toppinn. Mörkin úr Bestu deild karla í gær má nú sjá á Vísi.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“

„Við skulduðum heilsteypta frammistöðu, leikirnir búnir að vera frekar kaflaskiptir en mér fannst þetta bara níutíu mínútur af frábærum fótbolta, vinnusemi og liðsheild“ sagði fyrirliðinn Aron Sigurðarson eftir 5-0 sigur KR gegn ÍA. Hann sneri aftur úr leikbanni, í hörkuformi að eigin sögn, lagði upp mark og skoraði tvö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“

„Þetta var frábær leikur hjá Þrótturum. Sérstaklega hvernig Óli leggur þennan leik upp, hann var alveg búinn að vinna sína heimavinnu,“ sagði Mist Edvardsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, þegar farið var yfir stórleik 2. umferðar Bestu deildar kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn