Íslenski boltinn

Duke fram­herjinn kominn heim til Ís­lands og fram­lengdi við FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfur Ágúst Björnsson verður áfram með FH-ingum næstu árin.
Úlfur Ágúst Björnsson verður áfram með FH-ingum næstu árin. Vísir/Hulda Margrét

FH-ingar eru að fá góðan liðstyrk eftir mjög dapra byrjun á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Úlfur Ágúst Björnsson er kominn heim og hélt upp á það með framlengja samning sinn við Hafnarfjarðarliðið.

Úlfur Ágúst hefur stundað nám við Duke háskólann í Bandaríkjunum og missti vegna þess af byrjun tímabilsins.

FH hefur spilað fjóra leiki án hans og ekki unnið neinn þeirra. Þrjú töp og einn þeirra tapleikja var í bikarnum.

Úlfur hefur framlengt samning sinn við FH út árið 2027 en þetta kemur fram á miðlum FH-inga.

Fyrsti leikur Úlfs ætti að vera á morgun þegar FH heimsækir KA til Akureyrar í Bestu deildinni.

Úlfur var með fimm mörk og þrjár stoðsendingar í þrettán deildarleikjum með FH síðasta sumar en missti af stórum hluta tímabilsins vegna náms síns í Bandaríkjunum.

Úlfur var með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 19 leikjum með Duke á síðasta skólatímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×