Umræðan

Utan­ríkis­stefna Trumps í lykilmálum og staða Ís­lands og annarra Norður­landa

Albert Jónsson skrifar

Verði Trump næsti forseti Bandaríkjanna mun það valda minni breytingum á utanríkisstefnu þeirra en margir virðast ætla, að mati sérfræðings í alþjóðastjórnmálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Hernaðarleg þýðing Íslands og Grænlands fyrir Bandaríkin og NATO er óbreytt og óháð því hver verður næsti forseti. Norður-Noregur hefur hins vegar fengið mjög aukið vægi. Þá hafa nýju NATO ríkin, Finnland og Svíþjóð, þegar mikla þýðingu fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og fælingargetu þeirra og NATO á norðurslóðum gegn Rússlandi.

Umræðan

Tíma­mót á fast­eigna­markaði

Jón Finnbogason skrifar

Með því að auka svigrúm lífeyrissjóða til að fjárfesta í félögum eða sjóðum sem eiga íbúðarhúsnæði er stuðlað að auknu framboði húsnæðis á leigumarkaði og frekara jafnvægi á fasteignamarkaði. Er það öllum til góðs, hvort sem litið er til leigjenda eða þeirra sem hafa hug á að fjárfesta í eigin húsnæði, segir framkvæmdastjóri Stefnis í aðsendri grein.

Umræðan

Lé­leg þjónusta á Kefla­víkur­flug­velli

Erlendur Magnússon skrifar

Þegar komið er að flugstöðvarbyggingunni með rútu er farþegum ætlað að troðast inn í bygginguna í gegnum þröngar dyr, líkt og um einhverskonar bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða. Í stuttu máli er einstaklega léleg þjónusta við farþega sem ferðast um Keflavíkurflugvöll.

Umræðan

Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?

Halldór Kristmannsson skrifar

Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.

Umræðan

Við trúum á kraft sann­leikans

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Ef fyrirtæki leggur áherslu á gildin fagmennsku, þjónustu og metnað, hvernig breytir það starfi fyrirtækis að gildi þessu séu hagkvæmni, samvinnu og jákvæðni? Væri fagmennskan minni eða þjónustan verri ef skilgreind gildi væru önnur?

Umræðan

Vaxtalækkanir ekki verð­lagðar inn hjá Heimum

Halldór Kristmannsson skrifar

Verðlagning fasteignafélaga virðist í engu samræmi við væntingar stjórnmálamanna, verkalýðshreyfingar, aðila vinnumarkaðarins, greiningadeilda og almennings um lækkun vaxta. Það er því aðeins tímaspursmál hvenær fjárfestar vakna til lífsins og hefja kaup á hlutabréfum fasteignafélaga af fullum þunga.

Umræðan

Trú­verðug­leiki skiptir máli

Diljá Matthíasardóttir skrifar

Það er því keppikefli heimila og fyrirtækja að staðinn sé vörður um trúverðugleika peningastefnunnar. Slíkur varnarleikur — sem er nægilega erfiður fyrir — verður aftur á móti þrautinni þyngri samhliða sífelldum óábyrgum ummælum hinna ýmsu kjörnu fulltrúa sem nú sitja á Alþingi, segir hagfræðingur.

Umræðan

Eftir­spurnar­sjokk á hús­næðis­markaðnum

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er.

Umræðan

Af skatt­lagningar­valdi Seðla­bankans

Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar

Með þeim breytingum sem peningastefnunefnd hefur gert á fastri bindiskyldu er einungis verið að fjármagna risa stóran (og vissulega mjög þarfan) gjaldeyrisforða Seðlabankans með dulinni skattheimtu, að sögn hagfræðings.

Umræðan

Væntingar skulda­bréfa­markaðar til stýri­vaxta

Örvar Snær Óskarsson skrifar

Væntingar til stýrivaxta og verðbólgu hafa mikil áhrif á skuldabréfaverð og því er eðlilegt að velta fyrir sér hvaða væntingar megi lesa út úr núverandi skuldabréfaverðum. Á smærri og óstöðugri mörkuðum eins og á Íslandi, stöndum við oft frammi fyrir öðruvísi vandamálum en á stærri og rótgrónari mörkuðum.

Umræðan

Fíll í postulíns­búð? Svig­rúm ríkisins til at­hafna á sam­keppnis­markaði

Dóra Sif Tynes skrifar

Þegar ríkisfyrirtæki kaupir eignir eða rekstur þarf að sama skapi að sýna fram á að ákvörðun standist prófið um skynsamlega hegðun markaðsaðila. Ef leiða má að því líkur að eignarhald ríkisins feli í sér einhvers konar forskot, til dæmis að því er varðar fjármögnun kaupanna eða arðsemiskröfu, fellur ríkið á prófinu og þá er um ríkisaðstoð í skilningi EES samningsins að ræða, að sögn lögmanns og sérfræðings í Evrópurétti.

Umræðan

Heimurinn þarf Bitcoin

Daníel Jónsson skrifar

Það er ekkert gróðurhús, fyrirtæki eða heimili sem getur sætt sig við það að fá tölvupóst með tilkynningu um það að nú verði rafmagnslaust í viku frá og með miðnætti í kvöld. Það er nánast enginn stórnotandi sem gæti sætt sig við slíkt ástand, annar en þeir sem stunda Bitcoin vinnslu.

Umræðan

Hags­muna­á­rekstrar og traust fjár­festa á fjár­mála­fyrir­tæki

Andri Fannar Bergþórsson skrifar

Hagsmunir fjármálafyrirtækja sem veita fjárfestingarþjónustu og viðskiptavina þeirra geta skarast á ýmsan hátt. Þannig kann fyrirtæki að hafa hagsmuni af því að sem flestir viðskiptavinir þess sem eru með eignir í eignastýringu hjá því eigi viðskipti með hlutabréf eða skuldabréf sem það sjálft, eða aðili undir þess yfirráðum, hefur gefið út.

Umræðan

Lofts­lags­stefna Ís­lands er í ó­göngum

Albert Jónsson skrifar

Það hefur skort umræðu um hvaða áhrif og afleiðingar það hefur fyrir loftslagsstefnuna að Ísland er á allt öðrum stað en langflest önnur ríki hvað varðar hlutfall endurnýjanlegrar orku í orkubúskapnum. Á Íslandi er hlutfallið með því hæsta sem þekkist í heiminum. Loftslagsstefnan kostar íslenskt samfélag – einstaklinga, ríkissjóð og fyrirtæki – þegar háar fjárhæðir, svo nemur mörgum milljörðum á ári. Kostnaðurinn á að óbreyttu eftir að hækka mikið.

Umræðan

Til­nefningar­nefndir kjósa ekki stjórn

Agla Eir Vilhjálmsdóttir skrifar

Á undanförnum árum hefur orðið mikil og jákvæð þróun á sviði tilnefningarnefnda á Íslandi. Reynslan er í flestum tilvikum góð en þó ekki án áskorana, eins og mátti búast við. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að nefndirnar hafi í reynd tekið yfir vald hluthafafundar til að velja stjórnir félaga. Mikilvægt er í því samhengi að huga að hlutverki tilnefningarnefnda.

Umræðan

Fjár­mála­þjónusta og reglu­verk í 150 ár

Heiðrún Jónsdóttir og Jóna Björk Guðnadóttir skrifar

SFF eru fylgjandi því að hér á landi starfi fjármálafyrirtækin undir alþjóðlega viðurkenndu regluverki sem stuðlar að heilbrigðu fjármálaumhverfi og byggir um leið undir traust á starfseminni. En það eru engin efnisleg rök fyrir því að við í okkar litla hagkerfi búum við þrengri og stífari reglur sem auka flækjustig og þannig frekari áhættu og kostnað við að veita landsmönnum trausta fjármálaþjónustu.

Umræðan

Skil­virkara CAPE-hlut­fall eftir fjölgun fé­laga í Úr­vals­vísi­tölunni

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Með aðstoð Kóða og Nasdaq hafa janúar- og febrúargildi CAPE og VH-hlutfallsins verið birt fyrir Úrvalsvísitöluna OMXI15. Við lokun viðskipta á síðasta viðskiptadegi febrúar endaði virði Úrvalsvísitölunnar á móti hagsveifluleiðréttum hagnaði, svonefnt CAPE-hlutfall, í tæplega 28 og hefur því lækkað lítillega frá áramótum. 

Umræðan

Er sam­fé­lags­á­byrgð tísku­bylgja?

Eyþór Jónsson skrifar

Ég heyrði áhrifamann í íslensku atvinnulífi halda erindi nýlega þar sem hann sagði að áherslan á samfélagsábyrgð hefði minnkað á undanförnum árum og bætti við að þessi „tískubylgja“ hefði nú þegar náð hámarki. Flestir í salnum virtust kinka kolli frekar en að malda í móinn. Það sem ég velti fyrir mér er hvort að þetta sé ráðandi viðhorf á Íslandi, að samfélagsábyrgð sé tískubylgja!

Umræðan

Ó­tíma­bær birting inn­herja­upp­lýsinga

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Pólitísk samstaða náðist nýlega á vettvangi Evrópusambandsins um aðgerðir sem ætlað er að skjóta styrkari stoðum undir evrópska verðbréfamarkaði sem hafa átt erfitt uppdráttar í samkeppni sinni við bandaríska markaði undanfarin ár.

Umræðan

Gervi­greind eða dauði?

Eyþór Jónsson skrifar

David R. Beatty, einn helsti sérfræðingur Kanadamanna um góða stjórnarhætti, hélt fyrirlestur hjá Akademias í vikunni. Hann var að ræða um mikilvægi þess að stjórnir fylgist með tækni og nýsköpun og nefndi þá sérstaklega sem dæmi gervigreind og tæki eins og chatGPT. David var ekkert að skafa utan af því frekar en fyrri daginn þegar hann sagði að annaðhvort myndu íslensk fyrirtæki tileinka sér þessa nýju tækni eða deyja!

Umræðan

Fara til­nefningar­nefndir með at­kvæðis­réttinn?

Harpa Jónsdóttir skrifar

Núverandi fyrirkomulag á starfi tilnefningarnefnda er til þess fallið að draga úr gagnsæi. Hluthafar fá ekki að vita hverjir bjóða sig fram og þess vegna er möguleiki hluthafa á að nýta atkvæðisréttinn og velja milli margra hæfra umsækjenda ekki lengur til staðar. Ég tel einsýnt að þetta fyrirkomulag þurfi að endurskoða.

Umræðan

Er við­snúningur á hús­næðis­markaði í kortunum?

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Um mitt ár 2022 hækkaði peningastefnunefnd vexti kröftuglega og þrengdi lánþegaskilyrði og óhætt er að segja að aðgerðirnar hafi slakað verulega á yfirspenntum húsnæðismarkaðnum. Árstaktur húsnæðisverðs að raunvirðir hrapaði úr 17% hækkun niður í 6% lækkun núna í haust. Undir lok síðasta árs komu hins vegar fram vísbendingar um viðsnúning og nýbirtar verðbólgutölur benda sterklega til að í janúar hafi raunverðslækkanakaflanum lokið, að minnsta kosti um stundar sakir.

Umræðan

Ríkið niður­greiðir starf­semi banda­rísks stór­fyrir­tækis

Erlendur Magnússon skrifar

Menningar- og viðskiptaráðherra ritar grein í Morgunblaðið 27. janúar þar sem hún fjallar um aðkomu ríkissjóðs að fjármögnun sjónvarpsþáttanna True Detective sem framleiddir eru af amerísku sjónvarpsstöðinni HBO max. Ef skilja má ráðherrann rétt þá var heildarkostnaður við gerð þessara sjónvarpsþátta 11.500 milljónir króna; það er reyndar ekki skýrt hvort það sé kostnaður sem féll til um heim allan eða sá kostnaður sem féll til á Íslandi. Samkvæmt lögum mun ríkissjóður Íslands endurgreiða 35 prósent af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á Íslandi.

Umræðan