Umræðan

Fréttamynd

Væntingar fjár­festa um mikinn framtíðar­vöxt?

Brynjar Örn Ólafsson skrifar

Á árinu 2024 lækkaði raunhagnaður félaga í Úrvalsvísitölunni stöðugt fram á haust og náði lágmarki í september en sótti svo á fram til loka árs. Á sama tíma lækkaði Seðlabanki Íslands meginvexti sína um 75 punkta samhliða hjöðnun verðbólga í 4,8%.

Umræðan

Fréttamynd

Leyfum okkur að hugsa stærra

Sigurður Hannesson skrifar

Tækifærin eru sannarlega víða og stjórnendur fyrirtækja vinna hörðum höndum að því alla daga ásamt tugþúsundum starfsmanna að sækja þau. Heimatilbúnum hindrunum þarf að ryðja úr vegi til þess að samfélagið geti blómstrað. Lausnirnar eru sannarlega til en stjórnvöld verða að sýna vilja í verki og vinna að umbótum til þess að auka stöðugleika en fyrst og fremst til þess að bæta lífskjör landsmanna til lengri tíma.

Umræðan
Fréttamynd

Far­sæl fram­tíð í ferða­þjónustu – ef rétt er spilað úr stöðunni

Pétur Óskarsson skrifar

Það kom mörgum á óvart að ný ríkisstjórn kynnti til sögunnar komugjöld og auðlindagjöld á ferðaþjónustuna til þess að standa undir kosningaloforðum á kjörtímabilinu. Í stað þess að gefa greininni svigrúm til að vaxa og styrkjast og stækka skattspor sitt með eðlilegum hætti á að grípa til sértækra skatta til þess að reyna að auka tekjurnar af greininni.

Umræðan
Fréttamynd

Hluta­bréfa­markaður í sókn

Magnús Harðarson skrifar

Það eru horfur á áframhaldandi vexti íslenska hlutabréfamarkaðarins á næsta ári og raunar á næstu árum, sé vel haldið á spilunum. Þetta er mikilvægt, ekki vegna þess að vöxtur hlutabréfamarkaðar sé markmið í sjálfu sér, heldur vegna þeirrar þýðingar sem öflugur innlendur hlutabréfamarkaður hefur fyrir fjármögnun í atvinnulífinu langt út fyrir hin skráðu félög og þar með möguleika íslensks atvinnulífs til nýsköpunar og vaxtar.

Umræðan
Fréttamynd

Árið sem hófst og lauk

Benedikt S. Benediktsson skrifar

Verslunin er blómleg um þessar mundir. Sparnaður heimila virðist hafa farið vaxandi, væntanlega á kostnað einkaneyslu, en íslenski neytandinn er þó þrautseigur. Gera verður ráð fyrir að rekstrarhagræðing hafi verið mörgum atvinnurekandanum ofarlega í huga á árinu.

Umræðan
Fréttamynd

Lær­dómar ársins og leiðin fram á við í orku­málum

Finnur Beck skrifar

Ljóst varð að þjóðin er að mestu leyti sammála um stöðuna í orkumálum. Að auka þurfi orkuframleiðslu er ekki umdeilt á meðal almennings og engir stórir pólitískir sigrar voru þangað að sækja. Sást vilji þjóðarinnar skýrast í því að flokkar sem settu aukna orkuframleiðslu ofarlega á sínar stefnuskrár enduðu á þingi á meðan þau sem létu málefnið mæta afgangi gerðu það ekki.

Umræðan
Fréttamynd

Viðburðarríkt ár hjá fjár­mála­fyrir­tækjum að baki

Heiðrún Jónsdóttir skrifar

150 ár eru síðan fyrstu innlendu reglurnar um fyrirtæki í fjármálaþjónustu voru settar hér á landi með tilskipun Kristjáns IX. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en umfang innleiðingar Evrópureglna sem tengjast fjármálamörkuðum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum.

Umræðan
Fréttamynd

Nýjar reglur á verðbréfa­markaði

Stefán Orri Ólafsson skrifar

Síðastliðinn áratug eða svo hafa evrópskir verðbréfamarkaðir átt undir högg að sækja, sérstaklega samanborið við þann bandaríska. Þannig hefur nýskráningum félaga fækkað, ávöxtun hlutabréfa hefur verið slök og er nú svo komið að evrópskir útgefendur eru í síauknum mæli farnir að horfa til bandaríska verðbréfamarkaðarins í stað þess evrópska þegar kemur að því að afla fjármagns.

Umræðan
Fréttamynd

Lágt raf­orku­verð á Ís­landi er ekki lög­mál

Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar

Við getum kosið að halda í þau gildi sem upphaflega var lagt upp með við uppbyggingu raforkukerfis á Íslandi. Að byggja upp hagkvæmt sterkt kerfi sem tryggir öllum Íslendingum aðgengi að raforku á hagstæðu verði.

Umræðan
Fréttamynd

At­hafnir ekki auð­lindir

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Saga Argentínu, saga Noregs, saga Íslands og meira að segja Nóbelsverðlaunin í hagfræði í ár minna okkur á að það skiptir ekki máli hvað þú hefur heldur einfaldlega hvað þú gerir. Það er ekki bara Argentína sem hefur villst af leið eftir auðlindadrifið velsældartímabil. Svo eru önnur lönd sem hafa verið ömurleg alla tíð alveg óháð stórkostlegum auðlindum.

Umræðan
Fréttamynd

Kannski, kannski ekki

Björgvin Ingi Ólafsson skrifar

Verður máltæknin aðeins tæki til að skapa steiktar myndir í greinunum mínum og kynningum eða til að leyfa forseta að kalla fram íslenskan hest við foss á tveimur sekúndum? Í gegnum tíðina höfum við oft látið tækifæri renna úr greipum okkar. Gervigreindin, og sérstaklega máltæknin, gæti skipt sköpum fyrir íslenskuna en það gerist ekki af sjálfu sér.

Umræðan
Fréttamynd

Eftir­litið staldrar við

Sigríður Andersen skrifar

Við höfum um árabil fylgst með stríðum straumi reglna frá Evrópusambandinu sem Íslandi er gert að innleiða með einum eða öðrum hætti vegna EES samstarfsins. Sumar reglnanna falla ágætlega að íslenskum veruleika. Aðrar síður og sumar eru beinlínis fráleitar í íslenskum aðstæðum.

Umræðan
Fréttamynd

Auknar kröfur til at­vinnu­rek­enda með nýrri til­skipun ESB

Hrafnhildur Kristinsdóttir skrifar

Eldri tilskipunin sem nú fellur úr gildi var á sínum tíma innleidd með kjarasamningum milli aðila vinnumarkaðarins. Enn á eftir að koma í ljós hvaða leið verður farin við innleiðingu á þessari nýju tilskipun ESB. Hins vegar hlýtur innleiðingin að kalla á breytingar á kjarasamningum, á bæði almennum og opinberum vinnumarkaði.

Umræðan
Fréttamynd

Loksins al­vöru skaða­bætur?

Erla S. Árnadóttir skrifar

Það hefur lengi verið svo að þær bætur sem dómstólar hafa dæmt í málum sem höfðuð hafa verið vegna brota á  hugverkaréttindum hafa verið lágar. Oft og tíðum það lágar að setja hefur mátt spurningamerki við það hvort þau varnaðaráhrif sem þessu réttarúrræði er ætlað að ná hafi í raun verið virk.

Umræðan
Fréttamynd

Hver á hvað og hve­nær?

Harpa Jónsdóttir skrifar

Fyrir dómstólum er nú tekist á um leiðir til að leiðrétta áunnin réttindi vegna hækkandi lífaldurs. Að mörgu er að hyggja í þeim efnum en mikið er rætt um jafnræði og eignarréttinn. Jafnræði hlýtur að felast í því að leiðréttingin sé sanngjörn og mín skoðun er að kerfisbundin tilfærsla á fjármunum á milli kynslóða geti seint talist sanngjörn.

Umræðan
Fréttamynd

Bitcoin, gull og hrá­vörur fá aukna at­hygli fjár­festa

Guðlaugur Steinarr Gíslason skrifar

Á undanförnum vikum hafa nokkrir af virtustu fjárfestum heims lýst áhyggjum sínum af óstöðugu efnahagsumhverfi í Bandaríkjunum. Sérstaklega hafa þeir áhyggjur af bandarískum ríkisskuldabréfum sem þeir telja ekki lengur bjóða upp á jafn örugga ávöxtun og þau hafa gert síðustu áratugina.

Umræðan
Fréttamynd

Rúin trausti!

Eyþór Ívar Jónsson skrifar

Ríkisstjórnin sprakk! Að mörgu leyti er það áhugaverð saga þegar traust skapast þvert á allar spár og breytist svo í vantraust með nýju fólki og áherslum. Það er í sjálfu sér stutt á milli trausts og vantrausts. Fólk, fyrirtæki, stofnanir og heilu ríkisstjórnirnar geta tapað trausti á stuttum tíma en það er hins vegar erfiðara og lengra ferli að vinna sig upp úr vantrausti.

Umræðan
Fréttamynd

Hvað er jafn­ræði?

Harpa Jónsdóttir skrifar

Þegar rætt er um lífeyrissjóði og lífeyrisréttindi, eignarrétt sjóðfélaga og jafnræði, til dæmis milli kynslóða, vindur flækjustig umræðunnar fljótt upp á sig og auðvelt er að missa sjónar á grundvallaratriðum. Nú, þegar fyrir dómstólum er fjallað um umfangsmikil mál sem snúast um þessi hugtök, er vel við hæfi að leita eftir skýrum fókus í umræðunni og velta upp grundvallarspurningunni um hvað sé raunverulegt jafnræði í lífeyrissjóðakerfinu.

Umræðan
Fréttamynd

Endur­tekin til­boðs­skylda – brýn minni­hluta­vernd eða ó­þarfa hömlur?

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Reglur um yfirtökur á hlutabréfamörkuðum hafa það hlutverk að meginstefnu til að vernda hagsmuni minnihlutahluthafa við þær aðstæður þegar fjárfestir, einn eða í samstarfi við aðra, öðlast ráðandi hlut í félagi. Reglurnar gefa slíkum hluthöfum kost á því að losa sig út úr félagi á fyrir fram ákveðnu og sanngjörnu verði kjósi þeir svo. Allur gangur er hins vegar á því með hvaða hætti ríki útfæra þessar reglur og hve strangar þær eru.

Umræðan
Fréttamynd

Bankar og heimili

Ingvar Haraldsson skrifar

Á sama tíma og vaxtastig er hátt eru ýmsar vísbendingar um að vaxtamunur sem snýr að neytendum, þ.e. mismunur á inn- og útlánsvöxtum, hafi farið lækkandi. Umfjöllun því til stuðnings má bæði finna í skýrslu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana frá því á síðasta ári og nýlegri skýrslu Evrópska bankaeftirlitsins.

Umræðan
Fréttamynd

Aug­ljós tæki­færi Ocu­lis

Halldór Kristmannsson skrifar

Takmörkuð þekking er meðal markaðsaðila hér á landi á sérhæfðum líftæknifyrirtækjum eins og Oculis. Það hefur því verið krefjandi verkefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að miðla skýrri fjárfestasögu hér á landi. Það eru líklega fáir sem átta sig á því að markaðsvirði Oculis er um þrisvar sinnum hærra en Símans, ríflega þriðjungi meira en Eimskips og sambærilegt virði Kviku banka.

Umræðan
Fréttamynd

Hús­næðis­verð og þyngdar­afl launa

Halldór Kári Sigurðarson skrifar

Grindavíkuráhrifin eru að fjara út, sölutími eigna er að byrjaður að lengjast aftur og eignum til sölu fjölgar. Útlit er því fyrir að hægja taki á húsnæðisverðshækkunum og framundan séu mjög hóflegar nafnverðshækkanir, að mati hagfræðings.

Umræðan
Fréttamynd

Þegar normið blekkir

Eyþór Jónsson skrifar

Það er mikilvægt fyrir stjórnir að vera meðvitaðar um það norm sem þær starfa eftir en jafnframt að vera opnar fyrir breytingum þegar aðstæður krefjast þess. Normið má ekki verða bergmálshellir. Við megum ekki gleypa normið hrátt án gagnrýni, heldur þurfum við að skoða það í samhengi við innri og ytri aðstæður fyrirtækja og samfélagsins í heild.

Umræðan
Fréttamynd

Hengd á klafa hnignandi markaðar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ísland er í vaxandi mæli í þeirri stöðu að þurfa að aðlaga hagsmuni sína og aðstæður að regluverki sem er hugsað fyrir hagsmuni milljóna og tugmilljóna þjóða. Við erum í raun í verstu mögulegu stöðu í þessum efnum fyrir utan inngöngu í Evrópusambandið.

Umræðan
Fréttamynd

Um bann við mis­notkun á markaðs­ráðandi stöðu og ný­sköpunar­fyrir­tæki

Gunnar Sturluson skrifar

Staða fyrirtækja á markaði fyrir hvers konar kerfi og internetþjónustur kann að breytast hratt eftir því sem tækni vindur fram og því geta nýsköpunarfyrirtæki eða fyrirtæki sem bjóða upp á snjallar lausnir fyrir notendur, hæglega komist í þá stöðu að vera markaðsráðandi jafnvel þótt þau séu ekki stór, eða sérstaklega fjársterk.

Umræðan
Fréttamynd

Úkraína er í erfiðri og á­hættu­samri stöðu

Albert Jónsson skrifar

Úkraínustríðið hefur leitt í ljós að Rússland er ekki burðugt herveldi – og í grunninn ekki stórveldi. Má telja líklegt eftir hrakför rússneska hersins í Úkraínu að Rússland geti haft í té við NATO og ógnað öðrum ríkjum í Evrópu hernaðarlega? Svarið virðist vera klárt nei, en breytir því ekki að Úkraína er í afar þröngri stöðu í stríðinu.

Umræðan
Fréttamynd

Endur­kaup á eigin bréfum – skiptir til­gangurinn máli?

Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Þegar rökin að baki reglum um bann við innherjasvikum og markaðsmisnotkun eru höfð í huga fæst ekki séð að það skipti nokkru máli hvort endurkaup skráðra félaga hafi einn sérstakan tilgang umfram annan, segir lögfræðingur hjá LEX.

Umræðan