Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Bryndís Hekla Sigurðardóttir er 17 ára stúlka frá Selfossi sem greindist með CRPS taugasjúkdóminn fyrir tveimur og hálfu ári. CRPS hefur hefur kallaður sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi – og af góðri ástæðu. Á sársaukaskalanum 0 til 50 mælist CRPS í 46 - sambærilegur sársauki og fólk finnur fyrir við aflimun og fæðingu. Lífið 1.3.2025 09:02
Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar „Það eru þessi mál sem gera vinnuna mína að bestu vinnu í heimi,“ segir Aðalheiður G. Sigrúnardóttir neyðarvörður hjá Neyðarlínunni. Lífið 1.3.2025 08:01
Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo „Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina. Lífið 1.3.2025 07:02
Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið 28.2.2025 11:30
Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sérstök forsýning var á fyrstu tveimur þáttunum af Alheimsdrauminum í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi. Viðtökurnar voru vægast sagt góðar en áhorfendur grétu hreinlega úr hlátri í rúman klukkutíma. Lífið 27.2.2025 20:02
Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Teiknimyndagrísinn Gurra grís á von á systkini í sumar þar sem móðir hennar gengur með grís. Fyrir á Gurra bróðurinn Georg. Lífið 27.2.2025 18:06
Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Brasilísk-ameríska þungarokksveitin Sepultura treður upp í N1-höllinni við Hlíðarenda 4. júní. Tónleikarnir eru hluti af allra síðasta tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hún leggur upp í í tilefni fjörutíu ára afmælis. Lífið 27.2.2025 16:45
Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu World Class-hjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir voru prúðbúin og brosmild þegar þau skáluðu í freyðivíni í glæsihúsi með stórbrotnu sjávarútsýni í bakgrunni. Af myndunum að dæma virðast þau fagna því að flutningar á tilvonandi heimili þeirra við Haukanes séu handan við hornið. Lífið 27.2.2025 16:41
Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Sverrir Þór Sverrisson sýndi liðsfélaga sínum í Alheimsdraumnum Pétri Jóhanni Sigfússyni úr hverju hann var gerður þegar hann tók sig til og hékk út úr bíl hvers ökumaður keyrði á ógnarhraða og „driftaði“ á eins og hann ætti lífið að leysa. Lífið 27.2.2025 16:30
Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. Lífið 27.2.2025 15:26
Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir, eigendur hönnunarverslunarinnar Vest, keyptu fyrir ekki svo löngu fallegt parhús við Túngötu í 101 Reykjavík. Lífið 27.2.2025 14:33
Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Rakel María Hjaltadóttir, hlaupadrottning og ofurskvísa, bakaði girnilegar vatnsdeigsbollur með fyllingu innblásinni af hinu vinsæla Dúbaí-súkkulaði. Bolludagurinn verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 3. mars næstkomandi, og því tilvalið að bjóða í bollukaffi um helgina. Lífið 27.2.2025 13:31
Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Mosfellingurinn Íris Hólm Jónsdóttir var orðin 122 kíló og var hrædd um eigið líf. Hún tók málin í eigin hendur og hvetur fólk sem tekst á við erfiðleika í lífinu að leita sér hjálpar en Sindri Sindrason ræddi við hana í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 27.2.2025 11:31
Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir áhugavert að í hvert einasta skipti sem tekið sé viðtal við einhvern sem segist líða vel á „öfgakenndu“ matarræði eða hafi lagað líkamlega veikleika spretti dagana á eftir upp sérfræðingar sem fullyrði að slíkir hlutir séu stórhættulegir. Sérfræðingar sem hafi ekki reynt hlutina á eigin skinni. Lífið 27.2.2025 10:21
Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Bandaríski leikarinn Gene Hackman og eiginkona hans, píanóleikarinn Betsy Arakawa, fundust látin á heimili sínu í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær. Lífið 27.2.2025 08:36
Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Heimili þarf ekki að vera dýrt til að vera glæsilegt. Með réttu litavali, fallegum húsgögnum og góðu skipulagi getur hvaða heimili sem er litið út fyrir að vera vandað og ríkulegt. Lífið 27.2.2025 07:03
„Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ „Ég hafði húmor fyrir mér og sagði bara að fólk mætti segja það sem það vildi. Þangað til að fólk fór að segja það sem það vildi. Þá fór ég að fá klikkað hatur. Þetta var orðið mjög ýkt, skrýtið og svolítið hættulegt fyrir mig,“ segir Sonja Valdín um reynslu sína af Söngvakeppninni árið 2018. Sonja er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 27.2.2025 07:03
Ása Steinars á von á barni Ása Steinars, áhrifavaldur og ferðaljósmyndari, og eiginmaður hennar, Leo Alsved, eiga von á sínu öðru barni. Lífið 26.2.2025 20:21
Ástin blómstraði í karókí Ofurskvísan Brynja Bjarnadóttir tryllti lýðinn á barnum Nínu síðastliðið fimmtudagskvöld en hún stendur fyrir vikulegum karókíkvöldum þar. Arnar Gauti hennar heittelskaði var á svæðinu og tóku þau nokkur lög saman. Lífið 26.2.2025 20:01
Michelle Trachtenberg er látin Bandaríska leikkonan Michelle Trachtenberg er látin 39 ára að aldri. Hún fór nýlega í lifrarígræðslu og hafði verið heilsuveil eftir hana. Lífið 26.2.2025 18:11
Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Sérkennilegur misskilningur virðist vera að eiga sér stað í Hollywood nú í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Að minnsta kosti tveir meðlimir Akademíunnar, sem er sá hópur sem kýs um það hver hlýtur Óskarsverðlaunin, virðast ekki með á hreinu hverjir hafa hneppt hnossið áður, og mun það hafa haft áhrif á atkvæði þeirra. Lífið 26.2.2025 17:00
Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýverið upp á sjö ára afmæli dóttur sinnar og Kanye West, Chicago West, með glæsilegri veislu í kúrekaþema. Kim deildi áður óséðum myndum frá veislunni með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 26.2.2025 16:01
Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. Lífið 26.2.2025 16:01
Steinhissa en verður Dumbledore Bandaríski leikarinn John Lithgow mun fara með hlutverk Albus Dumbledore í nýjum Harry Potter þáttum sem nú eru í bígerð. Hann segist hafa orðið steinhissa þegar framleiðendur þáttanna heyrðu í honum vegna hlutverksins. Lífið 26.2.2025 15:32
Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum. Lífið 26.2.2025 15:01