Fastir pennar Ástæðulaus ótti Ólafur Þ. Stephensen skrifar Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum Fastir pennar 13.7.2011 06:00 Varnarlínur gegn skynsemi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Fastir pennar 12.7.2011 06:00 Stöðugleika beðið Óli Kristján Ármannsson skrifar Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða. Fastir pennar 11.7.2011 09:00 „Látum þá alla svelgja okkur“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Fastir pennar 11.7.2011 06:00 Ekki tefja nýtt fangelsi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Fastir pennar 9.7.2011 09:00 Öfugsnúin staða Þorsteinn Pálsson skrifar Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru. Fastir pennar 9.7.2011 08:30 Múgurinn spurður Pawel Bartoszek skrifar Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“. Fastir pennar 8.7.2011 07:30 Skref í átt að sæmilegri sátt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Fastir pennar 8.7.2011 07:15 Rökin fyrir fækkun þingmanna Þorvaldur Gylfason skrifar Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa. Fastir pennar 7.7.2011 09:30 Ógagnleg upphlaup Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Fastir pennar 7.7.2011 07:30 Ber að neðan Sigga Dögg skrifar Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta. Fastir pennar 6.7.2011 20:00 „Mjög sláandi“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Fastir pennar 6.7.2011 08:00 Tæknileg fitubrennsla Bergþór Bjarnason skrifar Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu. Fastir pennar 5.7.2011 21:00 Það sem við vitum ekki Jónína Michaelsdóttir skrifar Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Fastir pennar 5.7.2011 09:00 Hagsmunir fórnarlambanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni. Fastir pennar 5.7.2011 07:00 Uppáhaldssynir og olnbogabörn Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. "Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka,“ sagði bæjarstjórinn stoltur. "Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum.“ Fastir pennar 4.7.2011 09:30 Íþróttasjálfurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Fastir pennar 4.7.2011 08:00 Deilan um „óreiðumannastefnuna“ Þorsteinn Pálsson skrifar Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið. Fastir pennar 2.7.2011 07:00 Ráðherrann og fyrirspyrjandinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli. Fastir pennar 2.7.2011 07:00 Gervihnattapólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Fastir pennar 1.7.2011 07:00 Dómskerfi nr. 2 Pawel Bartoszek skrifar Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö. Fastir pennar 1.7.2011 07:00 Forsetaþingræði á Íslandi Þorvaldur Gylfason skrifar Eins og prófessorarnir Sigurður Líndal og Svanur Kristjánsson hafa lýst öðrum betur í ræðu og riti, hafa margir haft rangar hugmyndir um stjórnarskrárbreytinguna, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Sumir hafa haldið því fram, og margir virðast enn halda, að stjórnarskrárbreytingin 1944 hafi verið gerð í skyndingu og án vandlegrar umræðu; að fyrir og eftir breytinguna hafi landið í megindráttum haft sömu stjórnskipun, þingræðisstjórn; og að forseti Íslands væri valdalítill þjóðhöfðingi samkvæmt stjórnarskránni og einnig í reynd. Ekkert af þessu er þó rétt. Fastir pennar 30.6.2011 07:00 Hvað er áróður? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Fastir pennar 30.6.2011 07:00 Sjálfsfróun og kynhneigð Sigga Dögg skrifar Hæ Sigga, mig langar að vita hvað er að vera bi-curious og hversu mörgum líður þannig? Er þetta algeng tilfinning og fylgir fólk henni eftir? Fastir pennar 29.6.2011 11:10 Vandinn í raun Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, spurði í grein hér í blaðinu í gær: "Hver er í raun vandi Grikkja?“ Greininni lauk hann reyndar án þess að svara spurningunni, en helzt var á honum að skilja að vandinn væri í því fólginn að hið vonda Evrópusamband skipaði nú Grikkjum að skera niður ríkisútgjöld og einkavæða ríkisfyrirtæki. Fastir pennar 29.6.2011 06:00 Skylda að ná góðum samningi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Fastir pennar 28.6.2011 07:00 Nauðsynlegt að börnin segi frá Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Fréttaflutningur af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar hefur vakið sérlega mikinn óhug meðal fólks undanfarnar tvær vikur. Í kjölfar góðrar umfjöllunar Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum hefur opnast flóðgátt og tugir fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla hafa greint frá ofbeldisverkum fólksins sem þar stjórnaði, þó fæstir þeirra hafi lent í kynferðislegu ofbeldi. Fólkið sem um ræðir er á öllum aldri og var í skólanum allt fram á þessa öld. Fastir pennar 27.6.2011 09:30 Alræðisríkið í Landakoti Guðmundur Andri Thorsson skrifar Þeir voru með ýmsu móti kennararnir mínir í Vogaskóla. Einn grét í tímum. Annar var stundum kenndur og fór einu sinni að segja okkur frá alveg pottþéttri aðferð sem hann kynni við að sigra alltaf í fjárhættuspili en til allrar hamingju var ég of lélegur í reikningi til að ná að tileinka mér fræðin; annar stærðfræðikennari niðurlægði valda nemendur jafnan uppi við Fastir pennar 27.6.2011 06:00 Sjávarútvegsstefnan útilokar ESB-aðild Þorsteinn Pálsson skrifar Álit hagfræðinganefndarinnar um áhrif sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Enginn ágreiningur er um þá niðurstöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. Fastir pennar 25.6.2011 08:00 Kjötkatli lokað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Fastir pennar 24.6.2011 09:00 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 245 ›
Ástæðulaus ótti Ólafur Þ. Stephensen skrifar Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum Fastir pennar 13.7.2011 06:00
Varnarlínur gegn skynsemi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er að sumu leyti eins og himnasending fyrir þá sem vilja sem allra minnstar breytingar á íslenzka landbúnaðarkerfinu. Andstæðingar breytinga geta nú sett þær allar í einn pakka merktan ESB og barizt svo gegn þeim á þeim forsendum að við ætlum nú ekki að láta útlendinga segja okkur hvernig eigi að reka íslenzkan landbúnað. Fastir pennar 12.7.2011 06:00
Stöðugleika beðið Óli Kristján Ármannsson skrifar Óvissa um framtíðina setur víða mark sitt á þjóðfélagið. Fyrirtæki og fjárfestar halda að sér höndum og merki um að almenningur geri það líka. Leiðarahöfundur hitti nýverið mann í leit að leiguhúsnæði. Án þess að vera í nokkrum kröggum kvaðst maðurinn alls ekki fremur leita sér að húsnæði til eignar. Slíkt léti hann ekki koma sér í hug fyrr en við værum hér laus við verðtryggingu og komin í eðlilegt vaxtaumhverfi, líkt og þekktist í nágrannalöndunum. Stendur þá bara eftir spurningin um hversu lengi í viðbót hann muni þurfa að bíða. Fastir pennar 11.7.2011 09:00
„Látum þá alla svelgja okkur“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Andstæðingar þess að niðurstaða fáist í aðildarviðræður Íslands að ESB skiptast í þrennt. Í fyrsta flokknum eru þeir sem andstæðir eru viðskiptafrelsi og frjálsri samkeppni í viðskiptum almennt og yfirleitt en aðhyllast fremur áætlunarbúskap í einhverri mynd. Fastir pennar 11.7.2011 06:00
Ekki tefja nýtt fangelsi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ófremdarástandið í fangelsismálum er að verða óbærilegt. Öll fangelsi landsins eru yfirfull og yfir 300 manns á boðunarlista Fangelsismálastofnunar, þ.e. búnir að fá fangelsisdóm en komast ekki í afplánun. Fastir pennar 9.7.2011 09:00
Öfugsnúin staða Þorsteinn Pálsson skrifar Sennilega hefur engin ríkisstjórn önnur en sú sem nú situr lagt úr vör með jafn sterkan meðbyr. Nú er hún heillum horfin. Fáir meðhaldsmenn verja hana. Takmarkaður stuðningur þeirra sem næst standa forystumönnum stjórnarflokkanna byggist ekki á skírskotun til árangurs heldur þeirri afsökun að ekki sé kostur á öðru. Fastir pennar 9.7.2011 08:30
Múgurinn spurður Pawel Bartoszek skrifar Í þeim fræðum sem snúa að beinni þátttöku almennings í töku ákvarðana er stundum gerður greinarmunur á þeim þjóðaratkvæðagreiðslum sem stofnað er til að kröfu kjósenda, eða vegna þess að þeirra er krafist samkvæmt lögum, og svo þeim sem stjórnmálamennirnir sjálfir setja í gang. Á ensku kalla sumir fræðimenn þær fyrrnefndu „referendum“ en nefna þær síðarnefndu „plebiscite“. „Referendum“ er gjarnan þýtt sem þjóðaratkvæði. „Plebiscite“ mætti þýða sem „múgspurningu“. Fastir pennar 8.7.2011 07:30
Skref í átt að sæmilegri sátt Ólafur Þ. Stephensen skrifar Mikilvægt skref er stigið í átt til sáttar um hvar má virkja á landinu og hvar ekki með skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Verkefnisstjórnin skilaði af sér í fyrradag og hefur raðað í forgangsröð 66 virkjunarmöguleikum af alls 84 sem voru til umfjöllunar. Um afganginn skorti vísindaleg gögn, þannig að þeir virkjunarkostir verða metnir síðar. Fastir pennar 8.7.2011 07:15
Rökin fyrir fækkun þingmanna Þorvaldur Gylfason skrifar Ég tel, að hægt sé að fækka alþingismönnum. Fjöldi þeirra nú er 63 og er bundinn í stjórnarskrá. Þannig standa rösklega fimm þúsund manns að baki hverjum alþingismanni að meðaltali. Til samanburðar standa 27 þúsund manns að baki hverjum þingmanni í Finnlandi og Svíþjóð, 29 þúsund í Noregi og 31 þúsund í Danmörku. Eistar hafa 13 þúsund manns að baki hverjum þingmanni. Í eyríkinu Barbados í Karíbahafi, þar sem búa 300 þúsund manns í samlyndu og sólríku lýðræðisríki, eru 30 þingmenn, einn á hverja tíu þúsund íbúa. Fastir pennar 7.7.2011 09:30
Ógagnleg upphlaup Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur farið fram á skyndifund í utanríkismálanefnd Alþingis til að ræða ummæli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra við upphaf formlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið í Brussel. Össur sagðist þar ekki telja að Ísland þyrfti undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta telur Sigmundur Davíð ekki samrýmast samningsviðmiðum um sjávarútvegsmál í áliti meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn Íslands. Fastir pennar 7.7.2011 07:30
Ber að neðan Sigga Dögg skrifar Mér barst fyrirspurn um umfjöllun um líkamshárvöxt karla og kvenna. Í dag virðist hárleysi hins vegar vera hinn nýi staðall. Taminn hárvöxtur er tískubóla sem hefur líklega ekki farið framhjá neinum, sérstaklega ekki sundlaugargestum sem súpa hveljur yfir hárleysi annarra baðgesta. Fastir pennar 6.7.2011 20:00
„Mjög sláandi“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkistjórnin væri tæplega hálfnuð með áform sín um að fækka ríkisstofnunum um 30 til 40 prósent. Þegar hefur þeim fækkað um 30, sem samsvarar um 15 prósentum, en ríkisstofnanirnar voru 200. Fyrir lok næsta árs á að vera búið að fækka þeim um 30-50 í viðbót. Fastir pennar 6.7.2011 08:00
Tæknileg fitubrennsla Bergþór Bjarnason skrifar Hrukkur eru gullnáma lýtalækna en í samfélagi bótoxins og silíkonbrjóstanna hér á frönsku Ríveríunni eru sömuleiðis næg verkefni í fitubrennslu. Rétt fyrir sumarfrí bjóða kvennablöðin að vanda ýmsar aðferðir til þess að missa 3-5 kíló áður en halda skal á ströndina og nú boða sérfræðingar byltingu í fitubrennslu. Fastir pennar 5.7.2011 21:00
Það sem við vitum ekki Jónína Michaelsdóttir skrifar Í kvikmyndum sem gerðar voru um og eftir síðari heimstyrjöld var nánast regla að aðalleikararnir væru annað hvort með sígarettu í hægri hendi milli vísifingurs og löngutangar, eða í munnvikinu. Þetta var hluti af kúlinu. Reykingar breiddust hratt út hér á landi eins og annars staðar, sumir reyktu út af tóbaksnautn, en aðrir út af því hvað það var heimsborgaralegt að halda á sígarettu. Að vanda var nafnið á þessu fyrirbæri íslenskað og kallað vindlingur, en það orð festi ekki rætur hjá almenningi. Hitt var smartara. Mér er minnisstætt þegar glæsileg frænka mín sat heima í stofu með sígarettu í hendi og litla systir mín horfði hrifin á og spurði hvort hún mætti prófa að halda svona á sígarettunni. Frænka taldi það nú ekki við hæfi, og þá sagði systir mín í ákveðin: Ég ætla sko að reykja þegar ég er orðin stór!“ Það gerði hún reyndar ekki, en þetta rifjar upp hvað reykingastellingin er elegant og kvenleg þegar best lætur. Fastir pennar 5.7.2011 09:00
Hagsmunir fórnarlambanna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Tillaga Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, um að skoðað verði hvort ástæða sé til að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verði látin sjá um að rannsaka alvarleg kynferðisbrot um allt land, hefur vakið hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum víða á landsbyggðinni. Fastir pennar 5.7.2011 07:00
Uppáhaldssynir og olnbogabörn Bergsteinn Sigurðsson skrifar Fjölmiðlar ræddu við Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, af tveimur ólíkum tilefnum fyrir helgi. Annars vegar ræddi Pressan við hann vegna árlegs golfmóts knattspyrnumannsins Hermanns Hreiðarssonar. "Það er gaman að sjá menn sem eru mótaðir af samfélaginu í Eyjum koma og gefa til baka,“ sagði bæjarstjórinn stoltur. "Hermann er einn af okkar uppáhaldssonum.“ Fastir pennar 4.7.2011 09:30
Íþróttasjálfurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Gamlar færslur af netsíðu halda áfram að elta persónuna sem kallar sig Gillzenegger. Þær hafa dúkkað upp á ný og hneykslað fólk. Hjálmar Sveinsson hefur til dæmis krafist afsökunarbeiðni frá Símanum fyrir að hafa slíkan mann sem andlit – eða kannski öllu heldur brjóstkassa – starfsemi sinnar. Síðast þegar ég gáði voru áttatíu og eitthvað athugasemdir við grein Hjálmars á netinu, flestar á þá leið að hann væri vinstrisinnaður leiðindapúki og ætti því ekki erindi upp á dekk. Fastir pennar 4.7.2011 08:00
Deilan um „óreiðumannastefnuna“ Þorsteinn Pálsson skrifar Lítið jafnvægi er í Evrópusambandsumræðunni. Aðildarandstaðan hefur skýrt markmið og lýtur sterkri pólitískri forystu sem hefur verið miklu fyrirferðarmeiri en ríkisstjórnin. Aðild er á hinn bóginn ekki markmið ríkisstjórnarinnar. Hún ber aðeins embættislega ábyrgð á að framkvæma ákvörðun Alþingis um aðildarviðræður sem samþykkt var án sameiginlegs skilnings um markmið. Fastir pennar 2.7.2011 07:00
Ráðherrann og fyrirspyrjandinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fyrirspurnir alþingismanna til ráðherra eru mikilvægur þáttur í aðhaldi þingsins með framkvæmdarvaldinu. Þessi réttur þingmanna er þó stundum misnotaður; stundum liggja svörin þegar fyrir og stundum spyrja þeir spurninga sem leiða af sér mikla vinnu fyrir ráðuneytin án þess að við blasi að upplýsingarnar skipti miklu máli. Fastir pennar 2.7.2011 07:00
Gervihnattapólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þeir sem vilja flýta vegaframkvæmdum og fjármagna þær með veggjöldum virðast ekki hafa hugsað málið til enda. Fastir pennar 1.7.2011 07:00
Dómskerfi nr. 2 Pawel Bartoszek skrifar Það fyrirkomulag sem viðhaft er við ákærur og dómsmál á hendur ráðherrum hérlendis og í nokkrum nágrannalanda virkar hvorki sérlega rökrétt né raunar sérlega geðslegt. Hvorki ákæruferlið né dómsferlið samræmast hugmyndum um hvernig best skuli staðið að slíkum málum innan réttarkerfisins. Betra væri að hafa eitt dómskerfi í landinu en tvö. Fastir pennar 1.7.2011 07:00
Forsetaþingræði á Íslandi Þorvaldur Gylfason skrifar Eins og prófessorarnir Sigurður Líndal og Svanur Kristjánsson hafa lýst öðrum betur í ræðu og riti, hafa margir haft rangar hugmyndir um stjórnarskrárbreytinguna, sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944. Sumir hafa haldið því fram, og margir virðast enn halda, að stjórnarskrárbreytingin 1944 hafi verið gerð í skyndingu og án vandlegrar umræðu; að fyrir og eftir breytinguna hafi landið í megindráttum haft sömu stjórnskipun, þingræðisstjórn; og að forseti Íslands væri valdalítill þjóðhöfðingi samkvæmt stjórnarskránni og einnig í reynd. Ekkert af þessu er þó rétt. Fastir pennar 30.6.2011 07:00
Hvað er áróður? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Deilan um auglýsingar alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW og Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja í Leifsstöð er áhugaverð. Í auglýsingunum voru ferðamenn hvattir til að skoða hvali fremur en að leggja sér þá til munns. Fólk var hvatt til að yfirgefa ekki Ísland með óbragð í munni. Fastir pennar 30.6.2011 07:00
Sjálfsfróun og kynhneigð Sigga Dögg skrifar Hæ Sigga, mig langar að vita hvað er að vera bi-curious og hversu mörgum líður þannig? Er þetta algeng tilfinning og fylgir fólk henni eftir? Fastir pennar 29.6.2011 11:10
Vandinn í raun Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, spurði í grein hér í blaðinu í gær: "Hver er í raun vandi Grikkja?“ Greininni lauk hann reyndar án þess að svara spurningunni, en helzt var á honum að skilja að vandinn væri í því fólginn að hið vonda Evrópusamband skipaði nú Grikkjum að skera niður ríkisútgjöld og einkavæða ríkisfyrirtæki. Fastir pennar 29.6.2011 06:00
Skylda að ná góðum samningi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Fastir pennar 28.6.2011 07:00
Nauðsynlegt að börnin segi frá Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar Fréttaflutningur af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar hefur vakið sérlega mikinn óhug meðal fólks undanfarnar tvær vikur. Í kjölfar góðrar umfjöllunar Þóru Tómasdóttur á Fréttatímanum hefur opnast flóðgátt og tugir fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla hafa greint frá ofbeldisverkum fólksins sem þar stjórnaði, þó fæstir þeirra hafi lent í kynferðislegu ofbeldi. Fólkið sem um ræðir er á öllum aldri og var í skólanum allt fram á þessa öld. Fastir pennar 27.6.2011 09:30
Alræðisríkið í Landakoti Guðmundur Andri Thorsson skrifar Þeir voru með ýmsu móti kennararnir mínir í Vogaskóla. Einn grét í tímum. Annar var stundum kenndur og fór einu sinni að segja okkur frá alveg pottþéttri aðferð sem hann kynni við að sigra alltaf í fjárhættuspili en til allrar hamingju var ég of lélegur í reikningi til að ná að tileinka mér fræðin; annar stærðfræðikennari niðurlægði valda nemendur jafnan uppi við Fastir pennar 27.6.2011 06:00
Sjávarútvegsstefnan útilokar ESB-aðild Þorsteinn Pálsson skrifar Álit hagfræðinganefndarinnar um áhrif sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar á þjóðarhag hefur eðlilega vakið athygli. Það dregur skýrt fram þann skaða sem þjóðarbúið verður fyrir. Enginn ágreiningur er um þá niðurstöðu. En eins og oft áður lítur þó hver sínum augum silfrið. Fastir pennar 25.6.2011 08:00
Kjötkatli lokað Ólafur Þ. Stephensen skrifar Alþingismenn tóku rétta ákvörðun þegar þeir urðu sammála um að hætta að úthluta sjálfir alls konar smástyrkjum til góðra mála, eins og venjan hefur verið lengi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær hefur fjárlaganefnd nú ákveðið að færa þessa úthlutun frá þinginu og í hendur sjóða, sveitarfélaga og ráðuneyta. Fastir pennar 24.6.2011 09:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun