Fastir pennar Tækifærið til að breyta er núna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að Árni Páll Árnason viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, sem sagði fyrr í vikunni að hann vildi breyta landinu í eitt kjördæmi, ætti Fastir pennar 27.11.2010 06:00 Leikreglum breytt eftir á Þorsteinn Pálsson skrifar Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrrum forsætisráðherra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráðstafana gegn Landsbankanum á því sama ári. Fastir pennar 27.11.2010 03:00 Allir á kjörstað á morgun Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir nokkra deyfð í aðdraganda stjórnlagaþingskosninga hefur áhuginn góðu heilli tekið verulega við sér, þannig að búast má við góðri þátttöku í kosningunum á morgun. Fastir pennar 26.11.2010 09:40 Er örugglega betrun af vistinni? Óli Kr. Ármannsson skrifar Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum. Fastir pennar 25.11.2010 03:00 Kjördæmapotið - úrelt vinnubrögð sem ekki þola dagsljósið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Meðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af. Fastir pennar 24.11.2010 03:30 Landið og við Jónína Michaelsdóttir skrifar Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu. Fastir pennar 23.11.2010 06:00 Hlustum á Björk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við eigum að hlusta á Björk. Við eigum að hlusta á músíkina hennar og við eigum að hlusta þegar hún talar. Fastir pennar 22.11.2010 09:05 Gjafmildi Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar. Fastir pennar 22.11.2010 06:00 Hagsmunir að halda opnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Fastir pennar 22.11.2010 03:30 Sósíalistar og utanríkisstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB. Fastir pennar 20.11.2010 03:45 Verður barizt við vindmyllur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Fastir pennar 20.11.2010 03:00 Forboðin ást og aðrir smámunir Sigga Dögg skrifar Kæra Sigga Dögg, ég er í algjörum vandræðum! Ég á mjög góðan vin sem ég hangi mikið með og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Við höfum tvisvar sinnum farið heim saman af djamminu og ég er orðin vel skotin í gaurnum. Stundum finnst mér eins og ég finni líka fyrir áhuga frá honum, en aðra daga finnst mér eins og hann hafi alls engan áhuga. Ég er búin að reyna að ráða í allt sem hann segir og gerir í von um vísbendingar en kemst aldrei að neinni niðurstöðu. Hvað get ég gert til að komast að hinu sanna? Fastir pennar 19.11.2010 06:00 Boltaleikurinn Ólafur Stephensen skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi“. Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Fastir pennar 18.11.2010 06:00 Óöryggi einkennir þjóðarsálina Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins. Fastir pennar 17.11.2010 06:00 Hrópað í hornum Sverrir Jakobsson skrifar Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðuhefð sem prúttlýðræði en einkenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósammála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á" (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugsað til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson í Fréttablaðinu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu endurritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinningaþrungnu orðalagi og kallar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009". Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur uppgjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólitískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlanir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður. Fastir pennar 16.11.2010 06:00 Háskólar efli íslenska tungu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Dagur íslenskrar tungu er í dag haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn en fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar hefur verið helgaður íslenskri tungu frá árinu 1996. Vel hefur tekist til að gera þennan dag að hátíðisdegi. Það er ekki síst í skólum og leikskólum þar sem nemendur og kennarar gera sér dagamun með hátíðarhöldum sem eru í senn skemmtileg og til þess fallin að örva eftirtekt og tilfinningu fyrir móðurmálinu. Fastir pennar 16.11.2010 06:00 Eftirlegukindur Guðmundur Andri Thorsson skrifar Tvö mál sem neita að fara. Tvö mál sem hanga yfir okkur eins og eftirlegukindur úr mislukkuðu partíi sem við höfum ekki þrek til að reka heim þótt við komumst ekki til að taka til fyrir þeim. Tvö mál, og ég finn hvernig tvö hár grána við það eitt að skrifa þau: Baugsmálið og Íraksmálið. Fastir pennar 15.11.2010 06:00 Skottulækningar eru bannaðar Óli Kristján Ármannsson skrifar Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Fastir pennar 15.11.2010 06:00 Misvísandi viðbrögð Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaálitinu um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, vinstriarmur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætisráðherra og dómsmálaráðherra frá því í október. Fastir pennar 14.11.2010 11:24 Mikil ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda getur haldizt í hendur við hagvöxt og bætt lífsgæði. Fastir pennar 13.11.2010 06:00 Misvísandi viðbrögð Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaáliti um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylking, Framsóknarflokkur, vinstri armur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætis- og dómsmálaráðherra frá í október. Fastir pennar 13.11.2010 06:00 Ákvarðanir fljótt Ólafur Stephensen skrifar Skýrsla sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar, sem reiknaði út kostnað og gagnsemi ýmissa leiða til að koma til móts við fólk í skuldavanda, er góður grunnur fyrir ákvarðanir í málinu. Meira liggur nú fyrir en áður, jafnt um umfang alvarlegs skuldavanda og um kostnað við að mæta honum. Hópurinn telur að um 10.700 heimili af tæplega 100.000 séu í greiðsluvanda. Það eru tæplega 15% þeirra heimila, sem skulda fé vegna fasteignakaupa. Yfir 80% af þeim, sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum, keyptu fasteign á bóluárunum, 2004-2008. Fastir pennar 12.11.2010 06:30 Úrelt tvískipting Ólafur Þ. Stephensen skrifar Könnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkisendurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Fastir pennar 11.11.2010 06:00 Staðreyndirnar eða óttinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í skýrslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins, sem kynnt var í gær, kemur fátt á óvart. Ísland uppfyllir öðrum ríkjum betur pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur hins vegar að Ísland þurfi að laga margt í regluverki sínu og stjórnsýslu, áður en það geti orðið aðildarríki sambandsins. Fastir pennar 10.11.2010 06:00 Við eigum öll heima hérna Jónína Michaelsdóttir skrifar Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap. Fastir pennar 9.11.2010 09:36 Ólíkar hugmyndir kynja um framtíðina Steinunn Stefánsdóttir skrifar Samkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafnrétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ungmenna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rannsóknum og greiningu. Fastir pennar 9.11.2010 06:00 Þjóðkjörin prúðmenni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir fulltrúar settu saman nokkur leiðarljós handa komandi stjórnlagaþingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina sína. Þarna – en einkum þó á komandi Stjórnlagaþingi – eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu um Alþing hið nýja: „snarorðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingsteinum á.“ Fastir pennar 8.11.2010 06:00 Hvernig eða hvað... Ólafur Stephensen skrifar Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merkileg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markvissum hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki. Fastir pennar 8.11.2010 06:00 Ólíkar skýringar á fylgisfalli Þorsteinn Pálsson skrifar Viðbrögð við viðhorfskönnunum segja stundum meir en tölurnar. Könnun sem birt var í vikunni hafði þau áhrif að forsætisráðherra lýsti því yfir að endursemja yrði við AGS um stefnuna í ríkisfjármálum. Fastir pennar 6.11.2010 11:54 Kreppan þéttir raðirnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þingi Norðurlandaráðs er nýlokið hér í Reykjavík. Það er ánægjulegt að sjá að svo virðist sem nú sé áhugi á norrænu samstarfi að aukast meðal Norðurlandabúa eftir nokkurt áhugaleysi undanfarinna ára. Fastir pennar 6.11.2010 06:00 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 245 ›
Tækifærið til að breyta er núna Ólafur Þ. Stephensen skrifar Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær að Árni Páll Árnason viðskipta- og efnahagsmálaráðherra, sem sagði fyrr í vikunni að hann vildi breyta landinu í eitt kjördæmi, ætti Fastir pennar 27.11.2010 06:00
Leikreglum breytt eftir á Þorsteinn Pálsson skrifar Hópur þingmanna hefur lagt fram tillögu um málshöfðun gegn fyrrum forsætisráðherra Breta vegna aðgerða hans gegn Landsbankanum haustið 2008. Meirihluti flutningsmanna greiddi fyrir tveimur mánuðum atkvæði með ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra Íslands fyrir að hafa ekki gripið til ráðstafana gegn Landsbankanum á því sama ári. Fastir pennar 27.11.2010 03:00
Allir á kjörstað á morgun Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir nokkra deyfð í aðdraganda stjórnlagaþingskosninga hefur áhuginn góðu heilli tekið verulega við sér, þannig að búast má við góðri þátttöku í kosningunum á morgun. Fastir pennar 26.11.2010 09:40
Er örugglega betrun af vistinni? Óli Kr. Ármannsson skrifar Reglulega rata í fréttir frásagnir af misyndismönnum og margvíslegu ofbeldi þeirra. Við fregnir af ítrekuðum ofbeldisverkum manna, sem jafnvel virðast hafa atvinnu af hrottaskap sínum með innheimtu skulda, kalla á spurninguna um hvort ekki sé einhver brotalöm í því hvernig tekið er á þessum málum. Fastir pennar 25.11.2010 03:00
Kjördæmapotið - úrelt vinnubrögð sem ekki þola dagsljósið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Meðferð Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi félagsmálaráðherra, á málefnum vistheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undanfarna daga, gefur innsýn í vinnubrögð sem sumir héldu kannski að heyrðu sögunni til en eimir þó enn eftir af. Fastir pennar 24.11.2010 03:30
Landið og við Jónína Michaelsdóttir skrifar Oft er það svo að við erum uppteknari af því sem okkur langar í og sækjumst eftir, en því sem við eigum og höfum. Gleðin er kannski ósvikin þegar óskin rætist, en innan skamms verðum við heimablind. Það sem fengið er verður smám saman sjálfsagður hlutur, og áherslan flyst yfir á annað. Þetta á ekki aðeins við um dauða hluti, heldur einnig umhverfi og aðstæður, heilsu, góða vini og fjölskyldu. Fastir pennar 23.11.2010 06:00
Hlustum á Björk Guðmundur Andri Thorsson skrifar Við eigum að hlusta á Björk. Við eigum að hlusta á músíkina hennar og við eigum að hlusta þegar hún talar. Fastir pennar 22.11.2010 09:05
Gjafmildi Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar. Fastir pennar 22.11.2010 06:00
Hagsmunir að halda opnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Fastir pennar 22.11.2010 03:30
Sósíalistar og utanríkisstefnan Þorsteinn Pálsson skrifar VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB. Fastir pennar 20.11.2010 03:45
Verður barizt við vindmyllur? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Fastir pennar 20.11.2010 03:00
Forboðin ást og aðrir smámunir Sigga Dögg skrifar Kæra Sigga Dögg, ég er í algjörum vandræðum! Ég á mjög góðan vin sem ég hangi mikið með og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Við höfum tvisvar sinnum farið heim saman af djamminu og ég er orðin vel skotin í gaurnum. Stundum finnst mér eins og ég finni líka fyrir áhuga frá honum, en aðra daga finnst mér eins og hann hafi alls engan áhuga. Ég er búin að reyna að ráða í allt sem hann segir og gerir í von um vísbendingar en kemst aldrei að neinni niðurstöðu. Hvað get ég gert til að komast að hinu sanna? Fastir pennar 19.11.2010 06:00
Boltaleikurinn Ólafur Stephensen skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi“. Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Fastir pennar 18.11.2010 06:00
Óöryggi einkennir þjóðarsálina Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins. Fastir pennar 17.11.2010 06:00
Hrópað í hornum Sverrir Jakobsson skrifar Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðuhefð sem prúttlýðræði en einkenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósammála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á" (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugsað til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson í Fréttablaðinu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu endurritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinningaþrungnu orðalagi og kallar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009". Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur uppgjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólitískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlanir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður. Fastir pennar 16.11.2010 06:00
Háskólar efli íslenska tungu Steinunn Stefánsdóttir skrifar Dagur íslenskrar tungu er í dag haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn en fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar hefur verið helgaður íslenskri tungu frá árinu 1996. Vel hefur tekist til að gera þennan dag að hátíðisdegi. Það er ekki síst í skólum og leikskólum þar sem nemendur og kennarar gera sér dagamun með hátíðarhöldum sem eru í senn skemmtileg og til þess fallin að örva eftirtekt og tilfinningu fyrir móðurmálinu. Fastir pennar 16.11.2010 06:00
Eftirlegukindur Guðmundur Andri Thorsson skrifar Tvö mál sem neita að fara. Tvö mál sem hanga yfir okkur eins og eftirlegukindur úr mislukkuðu partíi sem við höfum ekki þrek til að reka heim þótt við komumst ekki til að taka til fyrir þeim. Tvö mál, og ég finn hvernig tvö hár grána við það eitt að skrifa þau: Baugsmálið og Íraksmálið. Fastir pennar 15.11.2010 06:00
Skottulækningar eru bannaðar Óli Kristján Ármannsson skrifar Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Fastir pennar 15.11.2010 06:00
Misvísandi viðbrögð Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaálitinu um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, vinstriarmur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætisráðherra og dómsmálaráðherra frá því í október. Fastir pennar 14.11.2010 11:24
Mikil ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda getur haldizt í hendur við hagvöxt og bætt lífsgæði. Fastir pennar 13.11.2010 06:00
Misvísandi viðbrögð Þorsteinn Pálsson skrifar Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaáliti um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylking, Framsóknarflokkur, vinstri armur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætis- og dómsmálaráðherra frá í október. Fastir pennar 13.11.2010 06:00
Ákvarðanir fljótt Ólafur Stephensen skrifar Skýrsla sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar, sem reiknaði út kostnað og gagnsemi ýmissa leiða til að koma til móts við fólk í skuldavanda, er góður grunnur fyrir ákvarðanir í málinu. Meira liggur nú fyrir en áður, jafnt um umfang alvarlegs skuldavanda og um kostnað við að mæta honum. Hópurinn telur að um 10.700 heimili af tæplega 100.000 séu í greiðsluvanda. Það eru tæplega 15% þeirra heimila, sem skulda fé vegna fasteignakaupa. Yfir 80% af þeim, sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum, keyptu fasteign á bóluárunum, 2004-2008. Fastir pennar 12.11.2010 06:30
Úrelt tvískipting Ólafur Þ. Stephensen skrifar Könnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkisendurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Fastir pennar 11.11.2010 06:00
Staðreyndirnar eða óttinn Ólafur Þ. Stephensen skrifar Í skýrslu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins, sem kynnt var í gær, kemur fátt á óvart. Ísland uppfyllir öðrum ríkjum betur pólitísk og efnahagsleg skilyrði fyrir aðild að sambandinu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur hins vegar að Ísland þurfi að laga margt í regluverki sínu og stjórnsýslu, áður en það geti orðið aðildarríki sambandsins. Fastir pennar 10.11.2010 06:00
Við eigum öll heima hérna Jónína Michaelsdóttir skrifar Árið 1974 birtist í Andvara grein um Bjarna Benediktsson eftir Jóhann Hafstein. Bjarni var merkur stjórnmálamaður og leiðtogi. Var sjálfum sér samkvæmur og gjörsamlega laus við lýðskrum og leikaraskap. Fastir pennar 9.11.2010 09:36
Ólíkar hugmyndir kynja um framtíðina Steinunn Stefánsdóttir skrifar Samkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafnrétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ungmenna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rannsóknum og greiningu. Fastir pennar 9.11.2010 06:00
Þjóðkjörin prúðmenni Guðmundur Andri Thorsson skrifar Hátíðlegt … Fallegt … Mikil stemmning … Þannig eru orðin sem maður hefur séð um Þjóðfundinn þar sem valdir fulltrúar settu saman nokkur leiðarljós handa komandi stjórnlagaþingi. Og hátíðlegt hefur þetta verið: fólk hefur klætt sig í betri fötin og vandað orð sitt og æði því að nú var það að sinna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina sína. Þarna – en einkum þó á komandi Stjórnlagaþingi – eiga loksins við orð Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu um Alþing hið nýja: „snarorðir snillingar / að stefnu sitja; / þjóðkjörin prúðmenni / þingsteinum á.“ Fastir pennar 8.11.2010 06:00
Hvernig eða hvað... Ólafur Stephensen skrifar Þjóðfundurinn sem haldinn var á laugardag var merkileg tilraun. Aldrei áður hefur þannig með markvissum hætti verið leitað eftir sjónarmiðum almennings í aðdraganda endurskoðunar stjórnlaga ríkis. Aðferðin er einstök og á sér aðeins eina fyrirmynd, þjóðfundinn sem haldinn var í fyrra á vegum sjálfboðaliða. Þar voru kallaðir saman yfir þúsund Íslendingar, sem valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Aldrei áður hafði slíkt úrtak heillar þjóðar verið saman komið undir sama þaki. Fastir pennar 8.11.2010 06:00
Ólíkar skýringar á fylgisfalli Þorsteinn Pálsson skrifar Viðbrögð við viðhorfskönnunum segja stundum meir en tölurnar. Könnun sem birt var í vikunni hafði þau áhrif að forsætisráðherra lýsti því yfir að endursemja yrði við AGS um stefnuna í ríkisfjármálum. Fastir pennar 6.11.2010 11:54
Kreppan þéttir raðirnar Steinunn Stefánsdóttir skrifar Þingi Norðurlandaráðs er nýlokið hér í Reykjavík. Það er ánægjulegt að sjá að svo virðist sem nú sé áhugi á norrænu samstarfi að aukast meðal Norðurlandabúa eftir nokkurt áhugaleysi undanfarinna ára. Fastir pennar 6.11.2010 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun