Fastir pennar

Að týna árum ævi sinnar

Teitur Guðmundsson skrifar

Umfjöllun um streitu og vanlíðan hefur verið mjög mikil frá því við hlustuðum á ávarp Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, þar sem hann bað guð að blessa Ísland. Ég verð að viðurkenna að á þeim tíma þegar ég horfði á hann ljúka máli sínu með þessum orðum þá fann ég fyrir einhverri undarlegri tilfinningu sem er erfitt að lýsa en var sennilega sambland af ótta, óvissu og öryggisleysi. En ég fann jafnframt að ég fylltist einhverjum eldmóði og þjóðerniskennd. Þetta voru undarlegir tímar og flestir muna eflaust eftir því hvar þeir voru staddir á þeim tíma sem Geir talaði til þjóðarinnar svona svipað og þegar árásirnar voru gerðar á New York forðum.

Fastir pennar

Strákarnir okkar

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Strákar í að minnsta kosti þremur framhaldsskólum hafa nú með skömmu millibili álpast inn á jarðsprengjusvæði opinberrar umræðu með framgöngu sem fer út yfir öll mörk kvenfyrirlitningar, en var eflaust aldrei "þannig meint“, heldur bara "grín sem fór úr böndunum“.

Fastir pennar

Fossdsráðhirra

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?“ spurði elskuleg búðarkona fjögurra ára viðskiptavin sem var að verzla með pabba sínum. "Fossdsráðhirra“, svaraði sú stutta. "Já þú ætlar að verða fóstra, elskan,“ sagði afgreiðslukonan. "Ég sagði foss-ædis-ráð-hirra!“ hvæsti hin á móti.

Fastir pennar

Þeir tapa sem segja satt

Þorsteinn Pálsson skrifar

Eftirspurn kjósenda beinist í ríkari mæli að myndum í björtum litum en dökkum. Af sjálfu leiðir að á markaðstorgi stjórnmálanna er jafnan meira framboð af slíkum myndum.

Fastir pennar

Góð stefna verði ekki vond kredda

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkjandi stefna menntamálayfirvalda um skóla án aðgreiningar er enn á ný í brennidepli, að þessu sinni vegna staðfestingar menntamálaráðuneytisins á ákvörðun skólastjórnenda í Klettaskóla í Reykjavík um að synja þroskahömluðum dreng úr Kópavogi um skólavist.

Fastir pennar

„Þessi svokallaða sprengja“

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég sit með fartölvuna úti í glugga og hvessi augun á óstýriláta Lundúnaunglinga sem hanga í portinu fyrir utan og leika sér með rakettur. Um alla borg ómar sprengjugnýr eins og slagverk undir stórborgarsinfóníunni. Ástæðan fyrir látunum er ekki snemmbúinn nýársfögnuður heldur fjögurra alda gamalt sprengjutilræði.

Fastir pennar

Bragðlaukar barna

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Kennarar í Hafnarfirði eru ósáttir við að þurfa að gera sér að góðu sama mat og borinn er á borð fyrir nemendur þeirra. Ósætti kennaranna byggir á því að bæjarstarfsmönnum sé mismunað vegna þess að aðrir starfsmenn bæjarins fái annan og betri mat en kennararnir. Maturinn sem boðinn sé í skólunum sé hins vegar "eldaður með smekk og bragðlauka barna í huga“.

Fastir pennar

Skjólið á Höfðatorgi

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Hluti af arfleifð góðærisins í aldarbyrjun er gler- og stálturnar hingað og þangað um höfuðborgina. Þetta eru misljót minnismerki um tímann þegar öll umsvif fóru út úr eðlilegum skala, hvort sem það voru heimsveldisbyggingar í viðskiptum, stíflu- eða húsbyggingar.

Fastir pennar

Vöknuð, en heldur seint

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skýrsla óháðrar rannsóknarnefndar kaþólsku kirkjunnar á Íslandi um viðbrögð hennar við ásökunum um kynferðisbrot og annað ofbeldi innan kirkjunnar er á köflum skelfileg lesning.

Fastir pennar

Hlutir sem skipta máli

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég heyrði byrjunina á uppgjöri vikunnar í útvarpsþætti nú fyrir helgi. Einn var spurður að því hvað honum hefði nú fundist eftirtektarverðast í nýliðinni viku og svaraði eitthvað á þessa leið: "Það var verið að taka upp tvo nýja kafla í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins…" Smá þögn og maður sá fyrir sér furðu lostin andlit viðmælenda þar til hann losaði um spennuna á hárréttu augnabliki: "Djók!" Fór svo að tala um hluti sem skipta máli: landsleikinn og veðrið.

Fastir pennar

Er allt smjör gæðasmjör?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Samkvæmt þeirri siðferðisreglu sem mótar lífsafstöðu þjóðlíf og löggjöf á Íslandi, þá er skylt annaðhvort að láta afskiftalaust ellegar hæla uppí hástert sérhverju verki sem unnið er lakar en í meðallagi. Sé unnið betur, er verið að brjóta grundvallarboðorð þjóðfélagsins um lýðræðislegt meðallag og þar með vakin upp lýðræðisleg öfund; og opinberir aðiljar verða að skerast í leikinn og úrskurða alt smjör gæðasmjör."

Fastir pennar

Bannað en þó ekki

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að áfengisauglýsingar frá íslenzkum áfengisframleiðendum og -birgjum færðust í vaxandi mæli inn á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Ólíkt því sem tíðkast í blaða- og sjónvarpsauglýsingum fyrir léttöl frá sömu framleiðendum og innflytjendum er ekki endilega tekið fram í þessum auglýsingum að verið sé að auglýsa léttöl.

Fastir pennar

Lítið skref, stór ákvörðun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrir ekki svo löngu, á tíma kalda stríðsins, voru varnar- og öryggismál bannorð á þingum Norðurlandaráðs. Þess vegna eru yfirlýsingar stjórnvalda í Svíþjóð og Finnlandi um að ríkin muni taka þátt í loftrýmisgæzlu Atlantshafsbandalagsins (NATO) við Ísland stórmerkileg tíðindi.

Fastir pennar

Happdrættiseftirlit ríkisins

Pawel Bartoszek skrifar

Stundum eru nafngiftir opinberra stofnana þannig að halda mætti að einhver hefði lesið bókina 1984, séð þar nöfnin „Sannleiksráðuneyti" og „Friðarráðuneyti" og hugsað með sér: „Þetta er sniðugt. Gerum eins."

Fastir pennar

Framtíðarrifrildi á kaffistofum

Magnús Halldórsson skrifar

Eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 hefur einn geiri atvinnulífsins skipt sköpum fyrir íslenskan efnahag. Makríllinn kom syndandi inn í lögsöguna í kringum 2006, svo að segja, og síðan hafa veiðar á honum breyst í arðbærastu atvinnugrein landsins, held ég að sé óhætt að segja.

Fastir pennar

Æfingin skapar meistarann

Sigga Dögg skrifar

Ég er kona á fertugsaldri og langar mikið til þess að finna leiðir til þess að fá sterkari fullnægingu og á margvíslegan hátt.

Fastir pennar

Þjóðarsáttarskuld

Þórður snær júlíusson skrifar

Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey&Company um leið Íslands til aukins hagvaxtar kemur á gríðarlega góðum tíma inn í íslenska þjóðfélagsumræðu. Menn geta endalaust deilt um gæði þeirra greininga sem fyrirtækið setur fram í skýrslunni en ekki um þann farveg sem höfundar hennar eru að reyna að beina íslenskum stjórnmálamönnum, aðilum vinnumarkaðarins og öðrum hagsmunaaðilum í. Skýrslan leggur nefnilega til nýja þjóðarsátt um hvernig íslenskt efnahagslíf eigi að skapa velsæld til framtíðar fyrir þá sem í því búa.

Fastir pennar

Lifi prentsmiðjudanskan!

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Á þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóðlegu samstarfi.

Fastir pennar

Hollusta eða bara plat?

Teitur Guðmundsson skrifar

Nýlegar rannsóknir vísindamanna við Stanford-háskóla í Bandaríkjunum velta því upp að lífræn ræktun sé ekki hollari en önnur ræktun ef undanskilið er að vera útsettur fyrir skordýraeitri sem víða er notað, en er minna tengt lífrænum afurðum. Þá er einnig bannað að nota sýklalyf, bætiefni eða hormóna við lífrænar afurðir ólíkt því sem getur gerst við venjubundna ræktun.

Fastir pennar

Forvarnir þarf að nota víðar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Snarlega hefur dregið úr reykingum og áfengisdrykkju 10. bekkinga á hálfum öðrum áratug. Auk þess hefur þeim fækkað jafnt og þétt á sama tíma sem hafa prófað að reykja hass. Þessi þróun er afleiðing markvissra forvarna sem beinst hafa að börnum og er ætlað að koma í veg fyrir að þau byrji að reykja, drekka og reykja hass.

Fastir pennar

Engin ofurmenni

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kaupréttir sex stjórnenda Eimskips settu hlutafjárútboð í félaginu í uppnám í síðustu viku. Samtals áttu þeir að fá 4,38 prósent af heildarhlutafé með tugprósenta afslætti. Heildarvirði þess hlutar miðað við útboðsgengi í Eimskip er um 1,8 milljarður króna.

Fastir pennar

Og allir komu þeir aftur …

Guðmundur Andri Thorsson og skrifa

Auglýsingar eru leiðbeiningar. Þær eru vitnisburður um tíðaranda hverju sinni og fólkið sem semur auglýsingarnar og flytur okkur þær er í senn sporrekjendur og lóðsarnir okkar í lífinu. Það er í auglýsingunum sem við heyrum hvert stefnir og hvaðan vindurinn blæs – hvert hann blæs okkur – ekki hjá pistlahöfundunum eða á kjaftaklöppinni Facebook.

Fastir pennar

Svörin og þögnin opna tvær leiðir

Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir. Hvernig er réttast að halda á málinu í framhaldinu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða.

Fastir pennar

Þrællinn í næsta húsi

Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um rannsókn lögreglu á grun um mansal tengt rekstri nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu. Kínversk kona sem starfaði þar segist um fjögurra ára skeið hafa verið látin vinna í 12-14 klukkustundir á dag fyrir um 6.500 króna mánaðarlaun, meðal annars við blaðburð og viðhald fasteigna eigandans. Hún sakar eigandann sömuleiðis um að hafa tekið vegabréfið af öðrum útlendum starfsmanni, bannað honum að hafa samband við umheiminn og ekki greitt honum laun.

Fastir pennar

Bindandi bindandi

Þegar Alþingi samþykkti, fyrir rúmum fimm mánuðum, að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs ályktaði meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins með eftirfarandi hætti um framhald málsins:

Fastir pennar

Leið að einangrun

þórður snær júlíusson skrifar

Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hann lýsir efasemdum um virkni innstæðutryggingakerfis. Þar segir hann að "til framtíðar væri því rétt að festa í lög forgang sparifjáreigenda í þrotabú fallinna fjármálastofnana og leggja niður Tryggingarsjóð innstæðueigenda“.

Fastir pennar

Hvað er svona merkilegt við að vera frumkvöðull?

Þórunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri FAFU skrifar

Ég er frumkvöðull og byrjaði fyrst á minni vegferð fyrir tíu árum eða svo. Ég hef flutt inn skartgripi frá Kína, selt fasteignatækifæri í Dubai og stofnað auglýsingavörufyrirtæki. Á sama tíma hef ég stofnað til fjölskyldu, verið í fjarbúð, lokið háskólanámi og alið upp barn. Sum þessara verkefna hafa gengið vel, önnur verr. Mitt nýjasta verkefni er FAFU, þar sem við sköpum fjölnota leikefni fyrir leikskólabörn. Allt er þegar fernt er, ekki satt?!

Fastir pennar

Yfirgangurinn í Skálholti

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þorláksbúð sem reist hefur verið á gamalli torftótt fáeinum metrum frá Skálholtsdómkirkju er blettur á ásýnd staðarins.

Fastir pennar

Einbýlishús Svarthöfða

Árið er 2003. Abdul, ræstitæknir í bankanum HSBC í London, er mættur á aðalfund fyrirtækisins. Bankinn fagnar kaupum á húsnæðislánasjóðnum Household International og forstjóra hans, William F. Aldinger. Laun Aldingers hljóða upp á 35 milljónir punda og eru þá ekki með taldar sporslur á borð við einkaflugvél og tannlæknameðferðir handa Albertu, eiginkonu hans. Abdul líst ekki á blikuna. Hann kveður sér hljóðs og lýsir vanþóknun á launastefnu fyrirtækisins en sjálfur segist hann ekki fá annað en moppu og fimm pund á tímann. Abdul er hunsaður.

Fastir pennar

Tækifæri til sátta

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sáttatónn var í talsmönnum jafnt stjórnar sem stjórnarandstöðu þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um síðustu helgi voru ræddar á Alþingi í gær, þótt talsverður munur sé á því hvernig menn túlka þær. Báðar fylkingar á þinginu töluðu fyrir vandaðri málsmeðferð og að leitazt yrði við að afgreiða tillögur til breytinga á stjórnarskrá í eins mikilli sátt og unnt væri.

Fastir pennar