

Stefano Domenicali , framkvæmdarstjóri Ferrari staðfesti í dag að Fernando Alonso hefur veirð ráðinn til þriggja ára til Ferrari.
Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins.
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton segir að þungu fargi sé af sér llétt eftir sigurinn í Singapúr á sunnudaginn. Hann féll úr leik í tveimur mótum sem voru á undan og er ekki inn í myndinni í titilslagnum þetta árið.
Toyota liðið náði sínum besta árangri á þessu ári í Singapúr um helgina þegar Timo Glock kom annar í endamark á eftir Lewis Hamilton á McLaren.
Allt bendir til þess að Finninn Kimi Raikkönen yfirgefi herbúðir Ferrari í lok þessa tímabils og gangi til liðs við McLaren að nýju. Hann ók hjá liðinu í fimm ár. Að sama skapi verður Fernando Alonso hjá Ferrari á næsta ári.
Jenson Button færðist skrefi nær meistaratitlinum í Formúluu 1 um helgina, þó langt sé síðan hann vann mót. Hann vann sex af sjö fyrstu mótum ársins á Brawn bílnum, en varð fimmti í Singapúr í keppni sem landi hans Lewis Hamilton vann.
Lewis Hamilton, ökuþór McLaren og núverandi heimsmeistari, fagnaði góðum sigri í Formúlu 1-keppninni í Singapúr í dag.
Ross Brawn, eigandi Brawn liðsins segir að titilslagurinn á milli Jenson Button og Rubens Barrichello verði opinn og heiðarlegur og engar liðsskipanir verði gefnar til að hygla að öðrum ökumanninum.
Formúlu 1 mótið í Singapúr fer fram í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á McLaren.
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren ræsir fremstur af stað á ráslínu í Singapúr kappakstrinum á morgun. Við hlið hans Sebastian Vettel á Red Bull, en forystumaður stigamótsins, Jenson Button er aðeins tólfti á ráslínu.
Bretinn Lewis Hamilton var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Singapúr í dag, en tímakan fer fram eftir hádegi. Fremstur þeirra sem er í titilslagnum varð Sebastian Vettel sem náði öðrum besta tíma og varð 0.277 sekúndum á eftir Hamilton.
Einvígið um meistaratitilinn í Formúlu 1 er framundan á flóðlýstri braut í Singapúr í dag, en fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum. Sýnu mesta þeir Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn, en einnig Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull.
Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull ætlar ekki að lláta sitt eftir liggja í titilbaráttunni við Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn. Vettel náði besta tíma á seinni æfingu keppnisliða í Singapúr í fyrra, en Fernando Alonso á Renault varð annar.
Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello á Brawn var fyrstur á fyrstu æfingu keppnisliða fyrir Singapúr kappaksturinn á sunnudaginn. Hann náði besta tíma í náttmyrkrinu, en ekið er á flóðlýstri braut. Barrichello var 0.177 sekúndu á undan helsta keppinaut sínum um titilinn, en Jenson Button var næstur honum.
Fernando Alonso hjá Renault vann mótið í Singapúr í fyrra og var hreinsaður af öllum áburði um að hafa tekið þátt í samsæri um að svindla eins og Renault lið hans var dæmt fyrir.
Tveir stórir styrktaraðilar hafa sagt upp auglýsingasamningum við Formúlu 1 lið Renault í dag vegna dóms í svindlmálinu í Singapúr í fyrra. Hollenski ING bankinn sendi tilkynningu frá sér, skömmu eftir að spænska tryggingarfyrirtækið Mutua Madilena dró sig í hlé frá liðinu.
Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða gangi mála í Formúlu 1 segir að dómur FIA yfir Flavio Briatore hafi verið alltof harður. Hann var dæmdur í ótímabundið bann frá Formúlu 1 vegna svindlmáls í Singapúr í fyrra.
Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore.
Carlos Gracia, forseti spænska akstursíþróttasambandsins segir dómur yfir Flavio Briatore vegna Formúlu 1 svindlsins í Singapúr í fyrra sé alltof harður. Briatore má ekki koma nálægt neinu mótshaldi í einni eða annarri mynd á mótum á vegum FIA og bannið er ótímabundið. Á meðan fékk Renault 2 ára skilorðsbundið bann og slapp þannig með skrekkinn.
FIA hefur gefið út mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og fjölgar mótum í nítján. Nýtt mótssvæði í Kóreu verður tekið í notkun, en það eykur fjölda móta í Asíu í fjögur. Keppt er um næstu helgi í Singapúr.
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet slapp við refsingu í samsæri Renault í Singapúr í fyrra, þar sem hann samþykkti að keyra á vegg til að auka möguleika Fernando Alonso í mótinu. Hann var fríaður ábyrgð í málinu og Alonso ekki talinn eiga hlut að máli.
FIA dæmdi Renault í tveggja ára skilorðsbundið keppnisbann í Formúlu 1 fyrir að brjóta af sér í Singapúr í fyrra.
Nelson Piquet og Fernando Alonso eru báðir mættir í yfirheyrslu útaf svindlmáli sem tengist kappakstrinum í Singapúr í fyrra. Þeir voru kallaðir á fund FIA í París, þar sem málið er tekið fyrir í dag.
Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrr til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna.
Kristján Einar Kristjánsson keppti í tveimur umferðum í opnu evrópsku mótaröðinni í Formúlu 3 um helgina. Hann náði þó ekki að setja mark sitt á mót á Magny Cours í Frakklandi.
Stjórnendur mótshaldsins í Singapúr um aðra helgi hafa litlar áhyggjur af Renault svikamálinu frá í fyrra sem er mikið í umræðinni, en hafa meiri áhyggjur af mengunarskýi vegna skógarelda í nágrannahéruðum sem liggur yfir borginni og gæti stöðvað framgang mótsins.
Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu.
Flavio Briatore hefur verið rekinn frá Formúlu 1 liði Renault ásamt tæknistjóra liðsins, Pat Symonds. Renault sendi tilkynningu þess efnis í dag, en báðir hafa verið yfirmenn keppnisliðsins í fjölda ára og Briatore er góður vinur Fernando Alonso, sem er aðalökumaður liðsins.
Fyrirtæki sem spáði lengi í að kaupa Notts County knattspyrnufélagið hefur söðlað um og keypti í dag búnað Formúlu 1 liðs BMW, sem hefur verið til sölu síðustu vikurnar.
FIA er að kanna hvort leyft verði að 28 ökumenn keppi í Formúlu 1 árið 2010, en nýtt lið var samþykkt af sambandinu í dag á formlegan hátt. Það er lið sem ekur undir merkjum Lotus, sem er frægur bílaframleiðandi sem vann 13 meistaratitla í Formúlu 1 á síðustu öld.