Button heimsmeistari í Formúlu 1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2009 17:59 Jenson Button fagnar heimsmeistaratitlinum í dag. Nordic Photos / AFP Bretinn Jenson Button tryggði sér í dag í heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1-mótaröðinni er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kappakstrinum. Það var Mark Webber á Red Bull sem fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í dag. Robert Kubica varð annar, Lewis Hamilton þriðji og Sebastian Vettel fjórði. Button var fjórtándi á ráslínu en náði með frábærri frammistöðu að vinna sig upp í fimmta sætið. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn og félagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, lenti í vandræðum seint í keppninni og datt niður í áttunda sætið. Vettel átti einnig mjög góða keppni en hann var enn aftar í rásröðinni en Button. Hann kom sér upp í annað sæti stigakeppni ökuþóra með stigin sem hann hlaut fyrir fjórða sætið. Button er með 89 stig þegar einni keppni er ólokið, Vettel 74 og Barrichello 72. Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button tryggði sér í dag í heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1-mótaröðinni er hann varð í fimmta sæti í brasilíska kappakstrinum. Það var Mark Webber á Red Bull sem fagnaði sínum fyrsta sigri á tímabilinu er hann kom fyrstur í mark í dag. Robert Kubica varð annar, Lewis Hamilton þriðji og Sebastian Vettel fjórði. Button var fjórtándi á ráslínu en náði með frábærri frammistöðu að vinna sig upp í fimmta sætið. Hans helsti keppinautur um heimsmeistaratitilinn og félagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello, lenti í vandræðum seint í keppninni og datt niður í áttunda sætið. Vettel átti einnig mjög góða keppni en hann var enn aftar í rásröðinni en Button. Hann kom sér upp í annað sæti stigakeppni ökuþóra með stigin sem hann hlaut fyrir fjórða sætið. Button er með 89 stig þegar einni keppni er ólokið, Vettel 74 og Barrichello 72.
Formúla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira