Fótbolti

Brady mætti á pöbbinn í Birmingham

NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum.

Enski boltinn

Brjálaður yfir því að fá ekki verðlaun

Cristiano Ronaldo var hetja Al-Nassr er liðið vann Meistaradeild Arabíuliða með ótrúlegum hætti, leikmanni færri eftir framlengdan úrslitaleik við annað sádískt lið, Al-Hilal. Hann var verðlaunaður eftir leik en vildi fleiri gripi í safnið.

Fótbolti

Snýr baki við Bayern og ætlar til Real

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni.

Fótbolti

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Fótbolti

Kane enn titlalaus vegna ótrúlegs Olmo

Dani Olmo stal fyrirsögnunum í fyrsta leik Harry Kane fyrir Bayern München í kvöld. Hann skoraði öll þrjú mörk RB Leipzig í 3-0 sigri sem tryggði liðinu í leiðinni þýska ofurbikarinn.

Fótbolti

Draumabyrjun hjá Newcastle

Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað.

Enski boltinn

Þrjú víti er Jón Dagur skoraði í tapi

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum í liði OH Leuven sem tapaði 5-1 fyrir toppliði Union St. Gilloise í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leuven leitar enn fyrsta sigurs leiktíðarinnar.

Fótbolti

Russo skaut Englandi í undanúrslit

England er komið í undanúrslit heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Kólumbíu í dag. Alessia Russo var hetja Englendinga en hún skoraði sigurmarkið á 63. mínútu.

Fótbolti

„Vonandi bara hanga þeir uppi“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir það best fyrir alla aðila að hann stígi frá borði sem þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild karla. Sigurður samdi um starfslok við félagið í gær.

Fótbolti