Fótbolti

„Haf á milli okkar og við sjáumst allt­of sjaldan“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK.

Fótbolti

Ísak Berg­mann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veik­leika

„Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld.

Fótbolti