Fótbolti

Albert skoraði sigur­markið eftir að De Gea varði tvær víta­spyrnur

Albert Guðmundsson skoraði sigurmark Fiorentina í 2-1 sigri á AC Milan í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Markvörðurinn David De Gea átti stórleik í marki heimaliðsins þar sem hann varði tvær vítaspyrnur og önnur góð færi gestanna. Þá varði Mike Maignan einnig vítaspyrnu en alls fóru þrjár slíkar forgörðum í leiknum.

Fótbolti

Hemp í sögu­bækurnar og Man City á toppinn

Manchester City er komið á topp efstu deildar kvenna í Englandi eftir 2-0 sigur á Dagnýju Brynjarsdóttur og stöllum í West Ham United í dag. Stórleik Chelsea og Manchester United var frestað vegna þátttöku Chelsea í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn

Lewandowski sá um Ala­vés

Framherjinn Robert Lewandowski sá til þess að Barcelona jók forskot sitt á toppi La Liga, spænsku efstu deildar karla í knattspyrnu, þegar hann skoraði þrennu í 3-0 útisigri liðsins á Deportivo Alavés. Mörkin má sjá hér að neðan.

Fótbolti

Juventus fékk loksins á sig mark

Eftir að hafa haldið hreinu í fyrstu sex leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu fékk Juventus loks á sig mark þegar Cagliari kom í heimsókn í dag. Lokatölur 1-1.

Fótbolti

Man Utd hafði sam­band við Inzaghi

Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar.

Fótbolti