Fótbolti

Xisco til Newcastle

Sóknarmaðurinn Francisco Jiménez Tejada, betur þekktur sem Xisco, hefur skrifað undir fimm ára samning við Newcastle. Xisco er 22 ára en hann er fyrrum U21 landsliðsmaður Spánar.

Enski boltinn

Eyjólfur með sigurmark

Eyjólfur Héðinsson skoraði sigurmark sænska liðsins GAIS sem vann Gautaborg 1-0 í sænska boltanum í kvöld. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn með Gautaborg en Hjálmar Jónsson var á bekknum.

Fótbolti

Higginbotham til Stoke

Varnarmaðurinn Danny Higginbotham er genginn í raðir Stoke City frá Sunderland. Þessi 29 ára leikmaður kom til Sunderland frá Stoke fyrir síðasta tímabil en gerði þar stutt stopp.

Enski boltinn

Kerlon til liðs við Chievo

Ein athyglisverðustu leikmannakaup dagsins eru kaup ítalska liðsins Chievo á hinum brasilíska Kerlon. Þessi tvítugi sóknarmaður er frægur fyrir boltatækni sína og þá sérstaklega fyrir hæfileika sinn í að hlaupa með boltann á hausnum.

Fótbolti

Riera kominn til Liverpool

Albert Riera er formlega orðinn leikmaður Liverpool en þessi vinstri kantmaður hefur skrifað undir samning til fjögurra ára. Kaupverðið er talið um átta milljónir punda en Riera kemur frá Espanyol.

Enski boltinn

Ryan Donk til WBA

West Bromwich Albion hefur fengið hollenska varnarmanninn Ryan Donk lánaðan frá AZ Alkmaar út tímabilið. Donk er 22 ára og hefur honum oft verið líkt við Jaap Stam sem gerði garðinn frægan hjá Manchester United.

Enski boltinn

Steve Finnan til Espanyol

Írski bakvörðurinn Steve Finnan er farinn frá Liverpool en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við Espanyol. Finnan er 32 ára en hann hefur leikið með Liverpool síðan 2003.

Fótbolti

Viktor Unnar í utandeildina

Sóknarmaðurinn Viktor Unnar Illugason hefur verið lánaður frá Reading til enska utandeildarliðsins Eastbourne Borough í einn mánuð. Viktor er 18 ára gamall.

Enski boltinn

Drogba spilar í kvöld

Framherjinn Didier Drogba mun í kvöld spila sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar hann verður í varaliði Chelsea sem mætir Arsenal í kvöld.

Enski boltinn

Ronaldinho er stórkostlegur

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Fótbolti

Saha til Everton

Everton hefur gengið frá tveggja ára samningi við franska framherjann Louis Saha hjá Manchester United. Saha hefur aldrei náð sér almennilega á strik síðan hann gekk í raðir United árið 2004, en hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða.

Enski boltinn

Portsmouth fær varnarmann

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth hefur gengið frá lánssamningi við varnarmanninn Nadir Belhadj frá franska liðinu Lens. Hann er 26 ára gamall og kemur frá Alsír.

Enski boltinn

Sir Alex tippar á Skota

Sir Alex Ferguson segist hafa góða trú á því að skoska landsliðið komist upp úr riðli sínum í undankeppni HM 2010 þar sem liðið leikur með íslenska landsliðinu.

Fótbolti

Liverpool semur við ungan Brassa

Liverpool hefur gengið frá samningi við framherjann Vitor Flora sem er 18 ára gamall og kemur frá Brasilíu. Hann var með lausa samninga hjá liði Botafogo en er með ítalskt vegabréf og þarf því ekki að verða sér út um atvinnuleyfi.

Enski boltinn

Ferreira í viðræðum við West Ham

Bakvörðurinn Paulo Ferreira hjá Chelsea er í viðræðum við West Ham með möguleg félagaskipti í huga samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar. Ferreira er 29 ára og hefur ekki átt fast sæti í liði Chelsea að undanförnu.

Enski boltinn

City með tilboð í Berbatov?

Nú er farið að hitna í kolunum á leikmannamarkaðnum á Englandi, en félagaskiptaglugginn lokar um miðnætti í kvöld. Heimildir Sky fréttastofunnar herma að Manchester City hafi óvænt gert yfir 30 milljón punda kauptilboð í Dimitar Berbatov hjá Tottenham, en hann hefur verið orðaður við Manchester United í margar vikur.

Enski boltinn

Real hefur ekki unnið á Riazor síðan 1991

Segja má að leiktíðin á Spáni hafi byrjað hörmulega fyrir stórveldin Barcelona og Real Madrid. Barcelona tapaði opnunarleik sínum í deildinni gegn Numancia á útivelli í gær 1-0 og ekki gekk betur hjá erkifjendum þeirra, meisturum Real Madrid.

Fótbolti

Torres fer í myndatöku í dag

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool fer í myndatöku í dag þar sem lagt verður mat á meiðslin sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Aston Villa í gær.

Enski boltinn

Corluka til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham gekk nú rétt í þessu frá kaupum á króatíska landsliðsmanninum Vedran Corluka frá Manchester City. Corluka er bakvörður, en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Enski boltinn