Fótbolti

Ronaldinho er stórkostlegur

Ronaldinho var að margra mati maður leiksins um helgina þrátt fyrir tap AC Milan
Ronaldinho var að margra mati maður leiksins um helgina þrátt fyrir tap AC Milan AFP

Forráðamenn AC Milan héldu ekki vatni yfir frumraun Brasilíumannsins Ronaldinho með liðinu um helgina þrátt fyrir að Milan tapaði opnunarleik sínum í A-deildinni.

Brasilíumaðurinn þótti leika mjög vel og vill Silvio Berlusconi forseti meina að Ronaldinho hafi fundið sitt gamla form með Milan.

"Við sáum stórkostlegan Ronaldinho eins og allir bjuggust við. Við vorum óheppnir að tapa þessum leik en ég er viss um að liðið mun rétta úr kútnum. Milan er eina liðið í heiminum sem getur teflt fram þremur leikmönnum sem hafa verið kjörnir knattspyrnumenn ársins í heiminum. Þeir Ronaldinho, Shevchenko og Kaka munu gleðja stuðningsmenn Milan og alla áhugamenn um fallega knattspyrnu," sagði Berlusconi ánægður.

Milan tapaði 2-1 fyrir Bologna í fyrsta leik sínum í deildinni um helgina, en þar var liðið reyndar án miðjumannsins Kaka sem vonast er til að verði klár í slaginn gegn Genoa í næstu umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×