Erlent

Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi

Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana.

Erlent

Um­fangs­mikill gagna­leki veldur titringi í Was­hington

Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær.

Erlent

Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur

Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar.

Erlent

Á­rásar­maðurinn fyrr­verandi starfs­maður bankans

Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni.

Erlent

Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna

Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna.

Erlent

Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn

Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum.

Erlent

Slapp úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn

Suður-afrískur karlmaður, sem sakfelldur var fyrir nauðgun og morð árið 2012, var handtekinn á föstudag, ári eftir að hann var úrskurðaður látinn. Hann er talinn hafa sloppið úr fangelsi með því að sviðsetja dauða sinn. 

Erlent

Greindi ekki frá lúxusferðum sem hann þáði frá Repúblíkana

Clarence Thomas, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, hefur á síðustu árum þegið margra milljóna króna lúxusferðir frá þekktum bakhjarli Repúblikanaflokksins. Thomas, sem er jafnan talinn íhaldssamasti dómarinn við réttinn, greindi aldrei frá þessum gjöfum, eins og honum bar að gera lögum samkvæmt.

Erlent

Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso

Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli.

Erlent

Ítalskur túr­isti og breskar systur létust í hryðju­verka­á­rásum

Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast.

Erlent

Dómari aftur­kallar leyfi FDA fyrir þungunar­rofslyfi

Dómari í Texas í Bandaríkjunum hefur ógilt samþykki Matvæla- og lyfjastofnunar (FDA) Bandaríkjanna um markaðsleyfi fyrir þungunarrofslyfið mifepristone. Um er að ræða fyrsta skiptið sem dómstóll hlutast til um leyfisveitingu stofnunarinnar.

Erlent

Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára

Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna.

Erlent

Stroku­kengúra hoppar laus um Jót­land

Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins.

Erlent

„Konungnum hefur verið steypt af stóli“

Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis.

Erlent