Erlent Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. Erlent 9.5.2023 13:31 Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. Erlent 9.5.2023 10:26 Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. Erlent 9.5.2023 09:17 Keppast við að finna dreng sem týndist í helli áður en flóð verða of mikil Viðbragðsaðilar á norðureyju Nýja-Sjálands leituðu langt fram á kvöld í gær að barni, sem týndist í helli. Gríðarlegar rigningar og flóð hafa verið á svæðinu og liggur því mikið á að finna barnið. Erlent 9.5.2023 08:12 Drápu tólf í loftárásum á Gaza Að minnsta kosti tólf Palestínumenn eru látnir, þar á meðal þrír háttsettir liðsmenn í samtökunum Heilagt stríð, í árásum Ísraelshers á Gaza-ströndinni. Erlent 9.5.2023 07:00 Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 9.5.2023 06:30 Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Erlent 8.5.2023 23:09 „Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Erlent 8.5.2023 22:46 Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Erlent 8.5.2023 22:01 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. Erlent 8.5.2023 20:44 Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Erlent 8.5.2023 12:48 Stálu tvö hundruð skóm en geta ólíklega notað þá Óprúttnir þjófar hlupu á sig er þeir stálu rúmlega tvö hundruð skóm í borginni Huancayo í Perú á dögunum. Tjónið er sagt vera mikið en það er þó ólíklegt að þjófarnir græði mikið á skónum sem þeir stálu. Erlent 8.5.2023 11:33 Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. Erlent 8.5.2023 10:03 Á þriðja tug látnir eftir að bát hvolfdi á Indlandi Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að ferðamannabát hvolfdi skammt frá landi í Kerala-héraði á Indlandi í gærkvöldi. Erlent 8.5.2023 08:16 Notuðu rafbyssu á mann og skutu hundana hans Yfirmenn Lundúnarlögreglunnar hafa gripið til varna fyrir lögreglumenn sem skutu mann með rafbyssu og skutu hundana hans tvo til bana fyrir framan öskrandi vitni. Erlent 8.5.2023 07:59 Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. Erlent 8.5.2023 07:47 Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. Erlent 8.5.2023 07:19 Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. Erlent 7.5.2023 23:51 Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. Erlent 7.5.2023 20:54 Tugir látnir eftir eld í gullnámu í Perú Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í gullnámu í Perú í gær. Um er að ræða mannskæðasta námuslysið í landinu í um tvo áratugi. Erlent 7.5.2023 19:05 Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. Erlent 7.5.2023 17:29 Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Erlent 7.5.2023 15:01 Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Erlent 7.5.2023 14:58 Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Erlent 7.5.2023 13:01 Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Erlent 7.5.2023 12:20 Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. Erlent 7.5.2023 10:51 Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39 Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45 Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04 Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Erlent 6.5.2023 23:05 « ‹ 165 166 167 168 169 170 171 172 173 … 334 ›
Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. Erlent 9.5.2023 13:31
Imran Khan handtekinn í dómsal Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur verið handtekinn. Lengi hefur staðið til að handtaka Khan þar sem hann er grunaður um spillingu og var það gert er hann mætti í dómsal í Islamabad í morgun. Erlent 9.5.2023 10:26
Segir Rússa berjast fyrir fullveldi Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hélt því fram í ræðu í Moskvu í morgun, þar sem Rússar minntust sigurs í seinni heimsstyrjöldinni, að innrás Rússa í Úkraínu væri í rauninni barátta um tilvist Rússlands og rússnesk gildi. Erlent 9.5.2023 09:17
Keppast við að finna dreng sem týndist í helli áður en flóð verða of mikil Viðbragðsaðilar á norðureyju Nýja-Sjálands leituðu langt fram á kvöld í gær að barni, sem týndist í helli. Gríðarlegar rigningar og flóð hafa verið á svæðinu og liggur því mikið á að finna barnið. Erlent 9.5.2023 08:12
Drápu tólf í loftárásum á Gaza Að minnsta kosti tólf Palestínumenn eru látnir, þar á meðal þrír háttsettir liðsmenn í samtökunum Heilagt stríð, í árásum Ísraelshers á Gaza-ströndinni. Erlent 9.5.2023 07:00
Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 9.5.2023 06:30
Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Erlent 8.5.2023 23:09
„Absúrd“ að Karl sé kóngur í Karíbahafi Forsætisráðherra eyjaríkisins Sankti Vinsent og Grenadína í Karíbahafi segir það „absúrd“ að Karl Bretakonungur sé þjóðhöfðingi ríkisins. Hann segist myndu vilja sjá valdatíma Karls á eyjunum líða undir lok á sinni lífstíð. Erlent 8.5.2023 22:46
Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Erlent 8.5.2023 22:01
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. Erlent 8.5.2023 20:44
Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Erlent 8.5.2023 12:48
Stálu tvö hundruð skóm en geta ólíklega notað þá Óprúttnir þjófar hlupu á sig er þeir stálu rúmlega tvö hundruð skóm í borginni Huancayo í Perú á dögunum. Tjónið er sagt vera mikið en það er þó ólíklegt að þjófarnir græði mikið á skónum sem þeir stálu. Erlent 8.5.2023 11:33
Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. Erlent 8.5.2023 10:03
Á þriðja tug látnir eftir að bát hvolfdi á Indlandi Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að ferðamannabát hvolfdi skammt frá landi í Kerala-héraði á Indlandi í gærkvöldi. Erlent 8.5.2023 08:16
Notuðu rafbyssu á mann og skutu hundana hans Yfirmenn Lundúnarlögreglunnar hafa gripið til varna fyrir lögreglumenn sem skutu mann með rafbyssu og skutu hundana hans tvo til bana fyrir framan öskrandi vitni. Erlent 8.5.2023 07:59
Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. Erlent 8.5.2023 07:47
Rússar láta sprengjum rigna í Úkraínu Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa skotið niður þrjátíu og fimm íranska Shahed dróna í morgun en Rússar sendu þá á skotmörk víðsvegar um landið. Erlent 8.5.2023 07:19
Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. Erlent 7.5.2023 23:51
Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. Erlent 7.5.2023 20:54
Tugir látnir eftir eld í gullnámu í Perú Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í gullnámu í Perú í gær. Um er að ræða mannskæðasta námuslysið í landinu í um tvo áratugi. Erlent 7.5.2023 19:05
Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. Erlent 7.5.2023 17:29
Laun venjulega fólksins lækka en laun hinna efnuðu hækka Raunlaun vinnandi fólks á Spáni lækkuðu um fimm og hálft prósent í fyrra og á heimsvísu lækkuðu laun vinnandi fólks. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda í fyrirtækjum um tæplega 10 prósent. Erlent 7.5.2023 15:01
Auknar áhyggjur af öryggi kjarnorkuversins eftir að nærliggjandi svæði var rýmt Forstöðumaður kjarnorkumálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur vaxandi áhyggjur af öryggi Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðausturhluta Úkraínu. Fylkisstjóri svæðisins sem er á valdi Rússa hefur fyrirskipað að nærliggjandi hverfi verði rýmd en langvarandi átök hafa staðið yfir við kjarnorkuverið sem er það stærsta í Evrópu. Erlent 7.5.2023 14:58
Álka sem fannst á Spáni talin vera frá Íslandi Lögreglan í Mazagon á Spáni fangaði á dögunum álkufugl sem fundist hafði við stendur bæjarins. Talið er líklegt að fuglinn hafi flogið suður um höf frá Íslandi, enda finnst meirihluti allra álka í heiminum hérlendis. Erlent 7.5.2023 13:01
Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Erlent 7.5.2023 12:20
Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum. Erlent 7.5.2023 10:51
Vond lykt á hótelherbergi reyndist vera af líki undir rúmi Ferðamaður í Tíbet þurfti að skipta um herbergi á hóteli vegna vondrar lyktar sem angaði um allt herbergið sem honum var úthlutað. Nokkrum dögum síðar kom í ljós að lyktin var af rotnandi líki undir rúminu sem maðurinn átti að gista í. Erlent 7.5.2023 09:39
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45
Þrjár stunguárásir í austurhluta Lundúna í gær Þrír voru stungnir til bana í austurhluta Lundúna á föstudag, á aðeins átta klukkustundum. Um var að ræða þrjú aðskilin mál en búið er að handtaka grunaða gerendur í tveimur þeirra. Erlent 7.5.2023 00:04
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. Erlent 6.5.2023 23:05