Erlent

Kjósa nýjan lögmann Færeyja í fyrramálið

Samkomulag hefur náðst um myndun nýrrar landsstjórnar í Færeyjum undir forystu Aksels V. Johannesen, formanns Jafnaðarflokksins, sem verður á ný lögmaður Færeyja, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 2015 til 2019.

Erlent

Reka mexíkóska sendiherrann úr landi fyrir afskipti

Stjórnvöld í Perú hafa gert mexíkóska sendiherranum að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa eftir að Mexíkó veitti fjölskyldu Pedro Castillo, fyrrverandi forseta, hæli. Castillo er sakaður um að hafa reynt að hefja uppreisn.

Erlent

Formaður Þjóðarflokksins sýknaður

Dómstóll í Danmörku sýknaði Morten Messerschmidt, formann Þjóðarflokksins, af ákæru um misferli með fjármuni Evrópusambandsins í dag. Upphaflega var Messerschmidt sakfelldur en sá dómur var ógiltur og málið tekið fyrir aftur.

Erlent

Sam­þykktu að birta skatt­skýrslur Trumps

Bandarísk þingnefnd samþykkti að birta skattskýrslur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sem hann hefur alla tíð barist gegn að verði opinberar. Hún segir að skatturinn hafi aldrei endurskoðað skattskýrslur Trump þrátt fyrir reglur um það.

Erlent

Fer­il­skrá verð­and­i þing­manns tal­in vera upp­spun­i

George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar.

Erlent

Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn.

Erlent

Einn úr á­höfn taí­lenska her­skipsins fannst á lífi

Björgunarlið fann einn sjóliða úr áhöfn taílensks herskips á lífi í gær, um hálfum sólarhring eftir að það sökk á aðfaranótt mánudags. Á þriðja tug manna er enn saknað en yfirvöld viðurkenna að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti um borð í skipinu.

Erlent

Farþegar flugu í loftið í gríðarlegri ókyrrð

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum rannsakar nú atvik sem varð um borð í flugi Hawaiian Airlines frá Phoenix í til Havaí. Gríðarleg ókyrrð varð til þess að ellefu farþegar vélarinnar slösuðust alvarlega.

Erlent

Mælast til þess að Trump verði á­kærður

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti einróma í kvöld að mælast til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, verði ákærður í fjórum ákæruliðum fyrir þátt hans í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar árið 2020.

Erlent

Heard hættir við áfrýjun eftir samkomulag

Leikkonan Amber Heard hefur tilkynnt að hún hafi gert samkomulag um að hætta við áfrýjun í meiðyrðamál Johnny Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún var í fyrra dæmd til að greiða Depp um tvo milljarða króna í skaðabætur vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist hafa verið fórnarlamb heimilisofbeldis.

Erlent

Erfið vika í vændum hjá Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, stendur frammi fyrir erfiðri viku. Þingnefnd mun mögulega leggja til að hann verði ákærður vegna árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra og skattaskýrslur hans verða mögulega opinberaðar.

Erlent

Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns.

Erlent

Sam­þykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar

Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum.

Erlent

Fimm skotnir í „hrottalegri“ árás í Kanada

Fimm voru skotnir til bana í fjölbýlishúsi í úthverfi Toronto í Kanada í nótt. Árásarmaðurinn særði minnst einn til viðbótar en hann var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan hefur lýst árásinni sem hrottalegri.

Erlent