Erlent

Musk gert að fjar­lægja risa­stórt X-skilti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skiltið fékk að standa í um það bil fjóra daga.
Skiltið fékk að standa í um það bil fjóra daga. AP/Noah Berger

Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu.

Skiltinu var komið upp á toppi byggingarinnar á föstudagskvöld sem hluti af breytingunni á vörumerkinu úr Twitter í X. Meira en tuttugu kvartanir bárust vegna skiltisins, sem bar með sér blikkandi ljós. Skiltið var fjarlægt í gær, segir í frétt BBC.

Fyrirtækinu verður nú gert að greiða þann kostnað sem fylgdi að setja upp skiltið og fjarlægja það. Yfirvöld í San Fransisco hafa greint frá því að X Corp, fyrirtækið sem á X, hafði ekki leyfi til þess að setja upp skiltið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×