Erlent

Fær­eyingar kjósa nýja þing­menn sína á danska þinginu

Þingkosningar fara fram í Danmörku á morgun. Færeyingar munu þó kjósa um sína tvo fulltrúa á danska þinginu þegar í dag. Stjórnvöld í Færeyjum óskuðu eftir að kjósa sína fulltrúa á danska þinginu á öðrum degi en 1. nóvember þar sem um sé að ræða dag þar sem Færeyingar minnast látinna sjómanna.

Erlent

Úkraínumenn vakna við loftvarnaflautur og sprengingar

Loftvarnaflautur ómuðu víða í Úkraínu í morgun og sprengingar hafa heyrst í Kænugarði. Fregnir herma að um hafi verið að ræða sjö til átta sprengingar en að sögn Anton Gerashchenko, ráðgjafa Úkraínuforseta, skutu Rússar um það bil 40 eldflaugum á hin ýmsu skotmörk í morgun.

Erlent

Lula kjörinn for­seti Brasilíu

Vinstrimaðurinn Luiz Inacio „Lula“ da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hefur borið sigur úr býtum í brasilísku forsetakosningunum og mun hann því tala við embætti forseti Brasilíu á ný frá og með fyrsta janúar 2023. Hann sigraði mótherja sinn, hægrimanninn og núverandi forsetann Jair Bolsonaro, með 50,83 prósent atkvæða.

Erlent

Rússar sagðir hafa hakkað síma Truss

Ríkisstjórn Bretlands stendur frammi fyrir háværum köllum eftir því að fregnir varðandi mögulega tölvuáárás á síma Liz Truss, þegar hún var utanríkisráðherra, verði rannsakaðar. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt frá því að rússneskir útsendarar hafi brotið sér leið inn í síma Truss í sumar.

Erlent

Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp

Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar.

Erlent

Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu

Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Erlent

Fjöldi látinna í Seúl heldur á­fram að hækka

Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 

Erlent

Skemmdu nýja flaggskip Rússa í drónaárás

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á rússneska flotann í Svartahafi við Krímskaga. Notast var við dróna við árásina og þá bæði fljúgandi og siglandi dróna en Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa.

Erlent

Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna

Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna.

Erlent

Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki.

Erlent

Minnst 45 látnir vegna óveðurs á Filippseyjum

Minnst 45 eru látnir og sextíu er saknað eftir skyndiflóð og aurskriður sunnanverðum á Filippseyjum í kjölfar gífurlegrar rigningar. Yfirvöld sögðu í fyrstu að minnst 72 hefðu látið lífið en lækkuðu töluna fljótt.

Erlent

Segist ekki hafa beitt sér fyrir endur­komu Ye

Elon Musk, sem varð í gær eini eigandi samfélagsmiðilsins Twitter, segist ekki hafa beitt sér fyrir því að tónlistarmaðurinn Ye, áður Kanye West, hafi fengið að koma aftur á miðilinn eftir að hafa verið úthýst þaðan fyrr í mánuðinum vegna hatursorðræðu hans í garð gyðinga.

Erlent

Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“

Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 

Erlent

Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU

Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins.

Erlent

Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar

Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu.

Erlent

Mars­skjálfta­mælir nam stóran loft­steina­á­rekstur

Tvíeyki bandarískra geimkönnunarfara náðu í sameiningu að verða vitni að því þegar stór loftsteinagígur myndaðist á yfirborði Mars í fyrra. Það sem árekturinn leiddi í ljós gætti haft þýðingu fyrir mannaða leiðangra til reikistjörnunnar í framtíðinni.

Erlent