Erlent Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum. Erlent 1.12.2022 15:33 Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Erlent 1.12.2022 11:53 Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. Erlent 1.12.2022 11:49 Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Erlent 1.12.2022 08:55 Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35 Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. Erlent 1.12.2022 07:25 Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. Erlent 1.12.2022 07:00 Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Erlent 30.11.2022 23:31 Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Erlent 30.11.2022 17:19 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. Erlent 30.11.2022 17:03 Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Erlent 30.11.2022 16:00 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Erlent 30.11.2022 15:40 Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. Erlent 30.11.2022 13:54 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hétu því í gær að Úkraína fengi á endanum inngöngu í bandalagið og að frekari hernaðaraðstoð yrði send til Úkraínumanna. Því var einnig lofað að bandalagið myndi aðstoða Úkraínumenn við uppbyggingu að stríðinu loknu. Erlent 30.11.2022 11:01 Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Erlent 30.11.2022 11:00 Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Erlent 30.11.2022 09:43 Fyrrverandi forseti Kína látinn Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Erlent 30.11.2022 09:30 Leiðtogi öfgasamtaka fundinn sekur um uppreisnaráróður Stewart Rhodes stofnandi öfgasamtakanna bandarísku Oath Keepers hefur verið fundinn sekur um uppreisn gegn ríkinu þegar hann og hans menn reyndu að koma í veg fyrir að Joe Biden forseti gæti tekið við völdum í Hvíta húsinu þann 6. janúar 2021. Erlent 30.11.2022 07:26 Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Erlent 30.11.2022 07:09 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. Erlent 29.11.2022 23:00 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Erlent 29.11.2022 15:01 Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00 Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Erlent 29.11.2022 13:49 Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. Erlent 29.11.2022 13:12 Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Erlent 29.11.2022 11:53 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56 Fella niður 33 þúsund Covid-sektir í kjölfar dómsmála Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hafa fellt niður yfir 33 þúsund sektir sem gefnar voru út vegna brota á sóttvarnareglum í kórónuveirufaraldrinum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að dómsmál voru höfðuð á hendur yfirvöldum, sem gengust við því að sektirnar hefðu verið óljósar. Erlent 29.11.2022 08:38 Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim. Erlent 29.11.2022 08:31 „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. Erlent 29.11.2022 07:45 Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Erlent 28.11.2022 20:50 « ‹ 212 213 214 215 216 217 218 219 220 … 334 ›
Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum. Erlent 1.12.2022 15:33
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. Erlent 1.12.2022 11:53
Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. Erlent 1.12.2022 11:49
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. Erlent 1.12.2022 08:55
Dómari ógildir réttarhöldin yfir Masterson Dómari ógilti réttarhöld yfir leikaranum Danny Masterson í gær, þar sem kviðdómurinn gat ekki náð saman um niðurstöðu. Masterson var ákærður fyrir þrjár nauðganir og hefur notið stuðnings Vísindakirkjunnar í baráttu sinni gegn ásökununum. Erlent 1.12.2022 07:35
Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. Erlent 1.12.2022 07:25
Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. Erlent 1.12.2022 07:00
Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Erlent 30.11.2022 23:31
Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Erlent 30.11.2022 17:19
Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. Erlent 30.11.2022 17:03
Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Erlent 30.11.2022 16:00
Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Erlent 30.11.2022 15:40
Starfsmaður sendiráðs Úkraínu særður eftir bréfsprengju Einn starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid, höfuðborg Spánar, er sagður særður eftir bréfsprengja sprakk þar um miðjan dag. Lögreglan virkjaði viðbúnað vegna hryðjuverka og sprengjusérfræðingar voru sendir á staðinn. Erlent 30.11.2022 13:54
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Hart barist í hakkavélinni við Bakhmut Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins hétu því í gær að Úkraína fengi á endanum inngöngu í bandalagið og að frekari hernaðaraðstoð yrði send til Úkraínumanna. Því var einnig lofað að bandalagið myndi aðstoða Úkraínumenn við uppbyggingu að stríðinu loknu. Erlent 30.11.2022 11:01
Margir spenntir en aðrir varkárir eftir að Mauna Loa vaknaði Mikið sjónarspil blasir við á Hawaii þar sem hraun streymir úr stærsta virka eldfjalli heims. Gos hófst í Mauna Loa eldfjallinu aðfaranótt mánudags í fyrsta sinn í fjörutíu ár og Íslendingar kannast eflaust vel við appelsínugula bjarmann og bjarta hraunsprunguna í líkingu við það sem þar má nú sjá. Erlent 30.11.2022 11:00
Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Erlent 30.11.2022 09:43
Fyrrverandi forseti Kína látinn Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Erlent 30.11.2022 09:30
Leiðtogi öfgasamtaka fundinn sekur um uppreisnaráróður Stewart Rhodes stofnandi öfgasamtakanna bandarísku Oath Keepers hefur verið fundinn sekur um uppreisn gegn ríkinu þegar hann og hans menn reyndu að koma í veg fyrir að Joe Biden forseti gæti tekið við völdum í Hvíta húsinu þann 6. janúar 2021. Erlent 30.11.2022 07:26
Nýtt lyf við alzheimers-sjúkdómnum lofar góðu Rannsóknir hafa leitt í ljós að mótefnalyfið lecanemab hjálpar líkamanum við að hreinsa burtu uppsöfnuð niðurbrotsefni prótínsins APP (e. amyloid beta A4 precursor protein) úr heilavef. Erlent 30.11.2022 07:09
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. Erlent 29.11.2022 23:00
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Erlent 29.11.2022 15:01
Fjölskylda borgarstjóra ákærð fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl Áttræður eiginmaður borgarstjórans í Marbella á Spáni og stjúpsonur hennar, hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikið eiturlyfjasmygl frá Spáni til Norðurlanda, peningaþvætti og skattsvik. Þá er borgarstjórinn sökuð um að hafa viðað að sér umtalsverðum auðæfum með vafasömum hætti í krafti embættisins. Erlent 29.11.2022 15:00
Mótmæla því að Kóralrifið verði sett á hættulista Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær. Erlent 29.11.2022 13:49
Falsa ásakanir gegn eigin njósnara Þegar 36 ára gamall maður undir nafninu Victor Muller Ferreira lenti á flugvelli í Sao Paulo í apríl var hann fljótt handtekinn. Yfirvöld í Brasilíu höfðu verið vöruð við því að maðurinn héti í raun Sergey Cherkasov og væri rússneskur njósnari sem hefði skömmu áður reynt að verða starfsnemi hjá Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Hag. Erlent 29.11.2022 13:12
Rjúfa þögnina um rasistafund Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, og hópur þingmanna Repúblikanaflokksins rufu þögnina og gagnrýndu Donald Trump, fyrrverandi forseta, fyrir fund sem hann átti með Kanye West og þekktum kynþáttahatara. Pence hvatti Trump til þess að biðjast afsökunar. Erlent 29.11.2022 11:53
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56
Fella niður 33 þúsund Covid-sektir í kjölfar dómsmála Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hafa fellt niður yfir 33 þúsund sektir sem gefnar voru út vegna brota á sóttvarnareglum í kórónuveirufaraldrinum. Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að dómsmál voru höfðuð á hendur yfirvöldum, sem gengust við því að sektirnar hefðu verið óljósar. Erlent 29.11.2022 08:38
Mótmælin í Kína kæfð í fæðingu Mikill viðbúnaður lögreglu var í nokkrum stórum borgum Kína og svo virðist sem að mótmæli sem brutust út víða um helgina hafi nú fjarað út. Stjórnvöld eru sögð byrjuð að leita uppi fólk sem tók þátt í þeim. Erlent 29.11.2022 08:31
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. Erlent 29.11.2022 07:45
Fjölskyldum leikmanna Írans hótað pyndingum Fjölskyldum leikmanna karlalandsliðs Írans í knattspyrnu hefur verið hótað pyndingum og fangelsisvist ef leikmennirnir haga sér ekki á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Erlent 28.11.2022 20:50