Erlent Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. Erlent 14.1.2025 16:55 Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Erlent 14.1.2025 15:50 Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. Erlent 14.1.2025 14:57 Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Erlent 14.1.2025 13:41 Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. Erlent 14.1.2025 12:01 Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25 Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Erlent 14.1.2025 10:52 Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14.1.2025 09:57 Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Erlent 14.1.2025 09:02 Búa sig undir það versta Íbúar í Los Angeles í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að vindurinn fari að blása á ný þannig að gróðureldarnir sem enn brenna sæki í sig veðrið. Erlent 14.1.2025 08:18 Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Stjórnvöld á Spáni hafa í hyggju að leggja allt að 100 prósent skatt á íbúðir keyptar af einstaklingum og fyrirtækjum utan Evrópusambandsins. Erlent 14.1.2025 08:04 Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. Erlent 14.1.2025 07:10 Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Erlent 14.1.2025 00:04 Að minnsta kosti 24 látnir Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. Erlent 13.1.2025 22:07 Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin. Erlent 13.1.2025 16:37 Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu. Erlent 13.1.2025 15:33 Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Erlent 13.1.2025 14:50 Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Erlent 13.1.2025 10:43 Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Erlent 13.1.2025 08:14 Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Erlent 13.1.2025 06:57 Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sporvagnar lentu saman á aðallestarstöðinni í Strassborg í Frakklandi í gær með þeim afleiðingum að 68 slösuðust. Erlent 12.1.2025 17:47 Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Erlent 12.1.2025 10:15 Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Erlent 11.1.2025 23:40 Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Rúta á leið frá Berlín til Póllands fór út af veginum og hafnaði á hliðinni með þeim afleiðingum að tveir létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Erlent 11.1.2025 23:11 Weidel og Scholz kanslaraefni Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. Erlent 11.1.2025 16:46 Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Erlent 11.1.2025 16:03 Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. Erlent 11.1.2025 13:35 Anita Bryant er látin Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Erlent 11.1.2025 12:21 Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Erlent 11.1.2025 11:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. Erlent 11.1.2025 10:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. Erlent 14.1.2025 16:55
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. Erlent 14.1.2025 15:50
Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. Erlent 14.1.2025 14:57
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. Erlent 14.1.2025 13:41
Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar dróna og eldflaugaárásir á skotmörk í nokkrum héruðum Rússlands í nótt. Í sumum tilfellum voru skotmörk Úkraínumanna hundruð kílómetra frá Úkraínu og loga miklir eldar eftir árásirnar. Erlent 14.1.2025 12:01
Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Umbótaflokkur Nigels Farage, eins helsta hvatamanns Brexit, mælist næststærsti stjórnmálaflokkur Bretlands, og fast á hæla Verkamannaflokksins í nýrri skoðanakönnun. Aðeins rétt rúmur helmingur kjósenda Verkamannaflokksins segist myndu kjósa flokkinn aftur ef kosið yrði nú. Erlent 14.1.2025 11:25
Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Ben Gvir, fjar-hægri sinnaður þjóðaröryggisráðherra Ísrael, viðurkenndi á myndbandi að hann hefði ítrekað komið í veg fyrir frið á Gasaströndinni á undanförnu ári. Í myndbandinu sagðist hann ætla að yfirgefa ríkisstjórn Ísraels, ef friðarsamkomulag yrði gert við Hamas-samtökin. Erlent 14.1.2025 10:52
Segir að Trump hefði verið sakfelldur Jack Smith, fyrrverandi sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir teymi sitt hafi safnað nægum vísbendingum til að sakfella Trump vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Ekki væri hins vegar hægt að rétta yfir Trump vegna kosningasigurs hans og væntanlegrar embættistöku. Erlent 14.1.2025 09:57
Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Töluvert betur hefur gengið að finna tónlistarmenn til að troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næstkomandi mánudag en fyrir átta árum. Kántrísöngkonan Carrie Underwood kemur fram á sjálfri athöfninni en Village People hitar upp fyrir hana. Erlent 14.1.2025 09:02
Búa sig undir það versta Íbúar í Los Angeles í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að vindurinn fari að blása á ný þannig að gróðureldarnir sem enn brenna sæki í sig veðrið. Erlent 14.1.2025 08:18
Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Stjórnvöld á Spáni hafa í hyggju að leggja allt að 100 prósent skatt á íbúðir keyptar af einstaklingum og fyrirtækjum utan Evrópusambandsins. Erlent 14.1.2025 08:04
Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Bloomberg News segir embættismenn í Kína hafa átt viðræður um mögulega sölu TikTok til Elon Musk, ef til þess kemur að samskiptamiðillinn verður bannaður í Bandaríkjunum. Erlent 14.1.2025 07:10
Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Sáttasemjarar í Katar kynntu embættismönnum Ísraels og Hamas lokadrög að vopnahléstillögu í kvöld. Tillagan er sögð fela í sér endalok stríðsins á Gasa og Bandaríkjaforseti segir viðræður á lokametrunum. Erlent 14.1.2025 00:04
Að minnsta kosti 24 látnir Búist er við að heiti og þurri vindurinn sem knýr áfram eldana í Los Angeles eigi eftir að magnast aftur á næstu dögum. Danskur fjölskyldufaðir syrgir heimili sitt í borginni líkt og þúsundir annarra. Að minnsta kosti 24 eru látnir. Erlent 13.1.2025 22:07
Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin. Erlent 13.1.2025 16:37
Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Útsendarar finnska ríkisútvarpsins fundu leifar af örvandi fíkniefnum á klósettum í finnska þinghúsinu þegar þingflokkar héldu jólagleði sína í nóvember. Þótt sýnin séu ekki sögð sanna að fíkniefna hefði verið neytt í gleðskapnum segir þingforsetinn það dapurlegt að leifar þeirra hafi fundist í þinghúsinu. Erlent 13.1.2025 15:33
Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Erlent 13.1.2025 14:50
Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Forsetar, forsætisráðherrar og kóngafólk verður meðal viðstaddra þegar þess verður minnst síðar í mánuðinum að 80 ár eru frá því að Sovétmenn frelsuðu Auschwitz-útrýmingarbúðirnar. Erlent 13.1.2025 10:43
Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Svíþjóð er hvorki í stríði né býr það við frið, segir forsætisráðherrann Ulf Kristersson. Hann greindi frá því um helgina að Svíar myndu taka þátt í hertu eftirliti Atlantshafsbandalagsins á Eystrasalti. Erlent 13.1.2025 08:14
Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tala látinna í eldunum í Los Angeles borg í Bandaríkjunum er nú kominn í 24 og er sextán hið minnsta saknað. Erlent 13.1.2025 06:57
Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Sporvagnar lentu saman á aðallestarstöðinni í Strassborg í Frakklandi í gær með þeim afleiðingum að 68 slösuðust. Erlent 12.1.2025 17:47
Alls sextán látin í eldunum Alls eru 16 nú látin vegna gróðureldanna í Los Angeles. Í gær voru þau 11 þannig þeim hefur fjölgað um fimm. Fimm létust í Palisades eldunum og ellefu í Eaton eldunum. Alls er þrettán saknað og er talið líklegt að fjöldi látinna muni hækka þegar viðbragðsaðilar fái tækifæri til að fara yfir eyðilögð hús. Talið er að allt að 12 þúsund hús og byggingar séu eyðilögð. Erlent 12.1.2025 10:15
Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Slökkviliðið í Los Angeles hefur fyrirskipað tæplega 150 þúsund manns að rýma heimili sín vegna gróðurelda. Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Erlent 11.1.2025 23:40
Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Rúta á leið frá Berlín til Póllands fór út af veginum og hafnaði á hliðinni með þeim afleiðingum að tveir létu lífið og fjórir slösuðust alvarlega. Erlent 11.1.2025 23:11
Weidel og Scholz kanslaraefni Mörg þúsund mótmæltu í Riesa í Saxlandi í Þýskalandi í morgun þar sem landsfundur fjarhægriflokksins Valkostur fyrir Þýskaland, eða AfD, fór fram í dag. Mótmælendur stöðvuðu meðal annars umferð að fundarstaðnum. Erlent 11.1.2025 16:46
Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Gróðureldarnir í Los Angeles fara nú í nýja átt sem veldur nýjum hættum. Alls eru ellefu látin í eldunum en er búist við því að sú tala hækki þegar slökkviliðsmenn fá tækifæri til að skoða þau hús betur sem hafa brunnið. Erlent 11.1.2025 16:03
Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir hermenn sína hafa handsamað tvo norður-kóreska hermenn í Kursk-héraði. Erlent 11.1.2025 13:35
Anita Bryant er látin Anita Bryant, söngkona og fyrrverandi Ungfrú Oklahoma sem varð síðar einn ötulasta baráttukona Bandaríkjanna gegn réttindum samkynhneigðra, er látin 84 ára að aldri. Erlent 11.1.2025 12:21
Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Maður sem gekk vopnaður inn á veitingastað í Washington D.C. vegna skáldaðra samsæriskenninga fyrir níu árum síðan var skotinn til bana af lögreglunni í Norður-Karólína á umferðarstoppi. Erlent 11.1.2025 11:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. Erlent 11.1.2025 10:31
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent