Erlent

Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmti­staðar féll

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Björgunarstarf stendur enn yfir og standa vonir til að fólk finnist enn á lífi í rústunum.
Björgunarstarf stendur enn yfir og standa vonir til að fólk finnist enn á lífi í rústunum. EPA

Að minnsta kosti níutíu og átta eru látnir eftir að þak á vinsælum skemmtistað hrundi í borginni Santo Domingo, höfuðborg Dómíníska lýðveldisins. Fleiri en hundrað og fimmtíu eru sárir.

Staðurinn sem um ræðir var afar vinsæll hjá efri stétt landsins og á meðal þeirra sem létust var héraðsstjórinn Octavio Dotel sem einnig er þekktur fyrir feril sinn í hafnarbolta í Bandaríkjunum áður en hann sneri sér að pólitík.

Vinsæll söngvari, Rubby Pérez var að halda tónleika á staðnum Jet Set þegar þakið hrundi. Péréz er á meðal hinna látnu.

Fleiri framámenn í Dóminísku þjóðlífi eru á meðal látinna, þar á meðal héraðsstjórinn í Monte Cristi héraði. Björgunarstarf stendur enn yfir og standa vonir til að fólk finnist enn á lífi í rústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×