Erlent

Minnsta reikistjarnan fannst á braut um nágranna okkar

Stjörnufræðingar hafa fundið þriðju reikistjörnuna á braut um einn af okkar nálægustu grönnum. Reikistjarnan fannst á braut um rauða dverginn Proxima Centauri, sem er einnig þekkt sem Alpha Centauri C, og tilheyrir þriggja stjörnu sólkerfi sem er það næsta okkar eigin sólkerfi.

Erlent

Annar mannanna í gæslu­varð­hald en hinum sleppt

Dómari í Álaborg hefur úrskurðað 36 ára karlmann í fjögurra vikna gæsluvarðhalds vegna hvarfs hinnar 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Lögregla handtók tvo karlmenn, báða 36 ára, vegna málsins í gær og hefur hinn nú verið látinn laus. Saksóknarar hafa hins vegar áfrýjað þeirri ákvörðun dómsins.

Erlent

Báðu um rannsókn á gagnameðferð Trumps

Forsvarsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna eru sagðir hafa beðið dómsmálaráðuneytið um að opna rannsókn á meðhöndlun Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og starfsmanna hans á opinberum gögnum í Hvíta húsinu. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að Trump hafði tekið fimmtán kassa af gögnum og skjölum með sér til Flórída er hann steig úr embætti.

Erlent

Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi

Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu.  

Erlent

Tekist á um horfna síma, ó­nýta tölvu og fræga af­hjúpun í máli Var­dy gegn Roon­ey

Gögn í meiðyrðamáli knattspyrnueiginkonunnar Rebekah Vardy gegn Coleen Rooney gefa til kynna að Vardy hafi sagt að hún myndi „elska það“ að leka sögum um Rooney til breska slúðurblaðsins The Sun. Skilaboð á milli Vardy og umboðsmanns hennar benda til þess að þær hafi ítrekað rætt um að leka sögum til The Sun. Síma- og tölvugögn í málinu virðast að einhverju leyti hafa horfið á undarlegan hátt.

Erlent

Tveir hand­teknir vegna gruns um að tengjast hvarfi á 22 ára konu í Ála­borg

Lögregla í Danmörku hefur handtekið tvo 36 ára karlmenn vegna gruns um að tengjast hvarfinu á hinni 22 ára Mia Skadhauge Stevn. Ekkert hefur spurst til konunnar frá því að sást til hennar á öryggismyndavélum stíga upp í bíl í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma á sunnudagsmorgun, en málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku.

Erlent

Sam­fé­lagið opnar á ný í Sví­þjóð

Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi.

Erlent

Gagnrýnir landsnefndina fyrir að beita sér gegn andstæðingum Trumps

Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjanna, gagnrýndi í kvöld landsnefnd flokksins fyrir að ávíta tvo þingmenn flokksins. Það gerði landsnefndin vegna þess að þingmennirnir tveir taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á rannsókninni á þinghúsið í fyrra.

Erlent

Krókódíl bjargað úr dekki

Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið.

Erlent

Áttræð nunna dæmd í árs fangelsi fyrir þjófnað

Mary Margaret Kreuper, áttræð nunna frá Los Angeles í Bandaríkjunum, hefur verið dæmd í árs fangelsi. Í sumar játaði hún að hafa stolið rúmlega átta hundrað þúsund dölum frá skólanum St. James en hún var skólastjóri þar í 28 ár.

Erlent

Ósammála um hvað Pútín sagði

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðast ósammála um hvað kom fram á rúmlega fimm klukkustunda fundi þeirra í Moskvu í gær. Macron segir Pútín hafa sagt sér að Rússar myndu ekki bæta á spennuna í kringum Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir það þó ekki rétt,

Erlent

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður fluttur úr Þelamerkurfangelsinu og í Hringaríkisfangelsið innan skamms.

Erlent