Erlent

Fjöldi mót­mælir við sögu­legt á­varp Netanjahú

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC.

Erlent

Frakk­lands­for­seti blandar sér í mál hvalavinarins

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur hvatt dönsk yfirvöld til þess að framselja ekki hinn bandarísk-kanadíska umhverfis- og aðgerðarsinna Paul Watson í hendur Japönum. Paul sætir gæsluvarðhaldi á Grænlandi eftir að hafa verið handtekinn við höfnina í Nuuk á sunnudaginn síðasta.

Erlent

Heims­hita­met slegið tvisvar á jafn­mörgum dögum

Methiti sem mælist nú á jörðinni hélt áfram á mánudag. Þá var dagsgamalt hitamet sem talið er að hafi verið sett á sunnudag slegið um brot úr gráðu. Ekki hefur verið hlýrra á jörðinni í að minnsta kosti 125 þúsund ár.

Erlent

Á­tján fórust í flug­slysi í Nepal

Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi.

Erlent

Skákar Trump í skoðana­könnun

Kamala Harris mælist með tveggja prósenta forskot á Donald Trump í skoðanakönnun sem framkvæmd var eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann myndi draga framboð sitt til forseta til baka.

Erlent

Á­varpar þjóðina á morgun

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ávarpa Bandaríkjamenn frá Hvíta húsinu annað kvöld klukkan átta að staðartíma, á miðnætti á íslenskum. Forsetinn hefur ekki sést síðan greint var frá því 17. júlí að hann hefði greinst með Covid-19.

Erlent

Trump hafi „misst kúlið“ í kjöl­far á­kvörðunar Bidens

Sagan mun fara mjúkum höndum um Joe Biden og ákvörðun hans um að hætta við að sækjast eftir endurkjöri, að mati sérfræðinga um bandarísk stjórnmál. Kamala Harris varaforseti er langlíklegust til að taka við keflinu af forsetanum, en hún mun eiga á brattann að sækja gegn Trump.

Erlent