Erlent Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Erlent 30.12.2023 15:24 Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Erlent 30.12.2023 10:28 Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. Erlent 29.12.2023 22:32 Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Erlent 29.12.2023 20:33 Létust í snjóflóði á skíðum í Ölpunum Bresk kona og sonur hennar eru sögð hafa látist í frönsku Ölpunum þegar snjóflóð féll við Mont Blanc. Erlent 29.12.2023 19:24 Danir senda freigátu í Rauðahafið Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen. Erlent 29.12.2023 18:46 Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. Erlent 29.12.2023 16:56 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. Erlent 29.12.2023 16:00 Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. Erlent 29.12.2023 13:43 Lést þegar vörubíl var ekið inn í hóp fólks Þrjátíu og sjö ára gömul kona er látin og fjórir alvarlega slasaðir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í þýska bænum Passau í suðausturhluta Þýskalands í morgun. Erlent 29.12.2023 13:29 Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Erlent 29.12.2023 11:21 Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Erlent 29.12.2023 09:52 Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. Erlent 29.12.2023 08:24 Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. Erlent 29.12.2023 07:48 Dæmdir í áralangt fangelsi fyrir ljóðlestur gegn átökunum í Úkraínu Dómstóll í Moskvu í Rússlandi hefur dæmt tvo menn fyrir að flytja ljóð og vera viðstaddir upplesturinn en um var að ræða mótmæli gegn átökunum í Úkraínu. Erlent 29.12.2023 07:04 Trump ekki kjörgengur í Maine Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021. Erlent 29.12.2023 06:51 Eldur í toppi turns reyndist vera net Maður hefur verið handtekinn á Englandi eftir að tilkynning um eldsvoða í hinum fræga Blackpool-turni reyndist vera appelsínugult net að blakta í vindinum. Erlent 28.12.2023 22:36 Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Erlent 28.12.2023 21:13 Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. Erlent 28.12.2023 16:32 Beittu sér gegn Apple eftir viðvörun um njósnir Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple. Erlent 28.12.2023 13:00 Masterson kominn í fangelsi Leikarinn og nauðgarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í almennt fangelsi í Kaliforníu, þar sem hann mun sitja inni í minnst tuttugu og fimm ár. Masterson mun afplána tvöfaldan nauðgunardóm sinn í North Kern fangelsinu í Kaliforníu. Erlent 28.12.2023 10:33 Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Erlent 28.12.2023 09:53 Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Erlent 28.12.2023 08:27 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. Erlent 28.12.2023 07:41 Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. Erlent 28.12.2023 07:33 Fjöldamorðinginn játaði í kveðjubréfi að hafa einnig myrt mann og ungabarn Árásarmaðurinn sem skaut fjórtán til bana við Univerzita Karlova í Prag í Tékklandi 21. desember síðastliðinn játaði í kveðjubréfi að hafa myrt mann og unga dóttur hans í nærliggjandi skóglendi 15. desember. Erlent 28.12.2023 07:01 Einn látinn og tveir handteknir eftir að bifreið var ekið á hóp fólks Einn er látinn og tveir hafa verið handteknir í tengslum við átök sem brutust út í Sheffield á Englandi í gær, sem enduðu með því að bifreið var ekið á hóp fólks. Erlent 28.12.2023 06:42 Jacques Delors er látinn Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. Erlent 27.12.2023 18:38 New York Times stefnir OpenAI og Microsoft Stjórnendur bandaríska dagblaðsins New York Times hafa höfðað mál gegn fyrirtækjunum OpenAI og Microsoft fyrir meintan þjófnað á höfundarréttarvörðu efni blaðsins. Erlent 27.12.2023 16:01 YouTube-ari leysti tíu ára gamalt mannshvarfsmál Rannsókn bandaríska YouTube-arans James Hinkle varð til þess að líkamsleifar manns, sem hafði verði týndur í tíu ár, fundust í Missouri-ríki Bandaríkjanna. Erlent 27.12.2023 11:37 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 334 ›
Hæfðu flóttamannabúðir á Gasa þar sem mannfall nálgast 22 þúsund Herflugvélar á vegum Ísraelshers hæfðu tvær flóttamannabúðir á miðri Gasaströndinni í dag og er lítið útlit fyrir að nokkurt hlé verði gert á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Mannfall þar er nú sagt nálgast 22 þúsund manns. Hátt settur ráðamaður innan Hamas segir samtökin enn standa fast á því að fleiri gíslum verði ekki sleppt úr haldi þeirra fyrr en komið verði á ótímabundnu vopnahléi á svæðinu. Erlent 30.12.2023 15:24
Úkraínsk körfuboltahetja fórst í stórfelldum árásum Rússa Einn fórst og fjórir særðust í loftárásum Úkraínuhers á landamærahéraðið Belgorod í suðurhluta Rússlands í gær. Þetta segir héraðsstjóri Belgorod en Bryansk-hérað varð sömuleiðis fyrir eldflaugaárásum Úkraínumanna. Erlent 30.12.2023 10:28
Minnst þrjátíu látnir í umfangsmestu loftárásum Rússa til þessa Minnst þrjátíu manns létu lífið í umfangsmestu loftárásum Rússa í Úkraínu til þessa. Einnig særðust meira en 160 þegar sprengjum ringdi yfir Kænugarð, Ódessu, Dnípropetrovsk, Karkív og Lvív í morgun. Erlent 29.12.2023 22:32
Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Erlent 29.12.2023 20:33
Létust í snjóflóði á skíðum í Ölpunum Bresk kona og sonur hennar eru sögð hafa látist í frönsku Ölpunum þegar snjóflóð féll við Mont Blanc. Erlent 29.12.2023 19:24
Danir senda freigátu í Rauðahafið Danir ætla að senda freigátu í Rauðahafið og Adenflóa sem öryggisráðstöfun í kjölfar fjöldamargra árása Húta á svæðinu. Þetta segja utanríkisráðherra Lars Løkke Rasmussen og varnamálaráðherra Troels Lund Poulsen. Erlent 29.12.2023 18:46
Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. Erlent 29.12.2023 16:56
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. Erlent 29.12.2023 16:00
Kínverjar að verða vinalausir í Taívan Þegar styttist í að haldnar verða forsetakosningar í Taívan standa ráðamenn í Peking frammi fyrir því í fyrsta sinn í nokkurn tíma að eiga fáa vini á eyjunni. Viðhorf Taívana til meginlandsins og tilkalls ráðamanna þar til eyríkisins hefur breyst töluvert á undanförnum árum og það sama á við forsetaframbjóðendur. Erlent 29.12.2023 13:43
Lést þegar vörubíl var ekið inn í hóp fólks Þrjátíu og sjö ára gömul kona er látin og fjórir alvarlega slasaðir eftir að vörubíl var ekið inn í hóp fólks í þýska bænum Passau í suðausturhluta Þýskalands í morgun. Erlent 29.12.2023 13:29
Fimmtán ára drengur lést í hákarlaárás Fimmtán ára drengur lést eftir að hann var bitinn af hákarli undan ströndum Suður-Ástralíu í gær. Drengurinn var að æfa sig á brimbretti á Ethel Beach þegar hákarl beit hann en þetta er í þriðja sinn sem hákarl banar manni undan ströndum fylkisins á undanförnum mánuðum. Erlent 29.12.2023 11:21
Leynilegt geimfar á hærri sporbraut en áður Starfsmenn geimfyrirtækisins SpaceX skutu í nótt leynilegu geimfari bandaríska hersins út í geim. Geimfarið X-37B er talið eiga að vera á braut um jörðu í að minnsta kosti tvö ár. Enginn er um borð en eins og áður ber geimfarið leynilegar tilraunir bandarískra vísindamanna. Erlent 29.12.2023 09:52
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. Erlent 29.12.2023 08:24
Tugþúsundir flýja miðhluta Gasa Um 150 þúsund Palestínumenn hafa nú verið neyddir til að flýja miðhluta Gasasvæðisins undan Ísraelsher sem gerir nú atlögu að flóttamannabúðum á svæðinu. Erlent 29.12.2023 07:48
Dæmdir í áralangt fangelsi fyrir ljóðlestur gegn átökunum í Úkraínu Dómstóll í Moskvu í Rússlandi hefur dæmt tvo menn fyrir að flytja ljóð og vera viðstaddir upplesturinn en um var að ræða mótmæli gegn átökunum í Úkraínu. Erlent 29.12.2023 07:04
Trump ekki kjörgengur í Maine Innanríkisráðherra Maine í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur umsjón með framkvæmd kosninga í ríkinu, hefur ákveðið að Donald Trump sé ekki kjörgengur vegna framgöngu hans þegar ráðist var inn í þinghúsið í Washington árið 2021. Erlent 29.12.2023 06:51
Eldur í toppi turns reyndist vera net Maður hefur verið handtekinn á Englandi eftir að tilkynning um eldsvoða í hinum fræga Blackpool-turni reyndist vera appelsínugult net að blakta í vindinum. Erlent 28.12.2023 22:36
Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Erlent 28.12.2023 21:13
Segja rangar sprengjur hafa leitt til mikils mannfalls Yfirmaður í ísraelska hernum segir að notkun rangrar tegundar skotfæra í mannskæðum loftárásum á Gasaströndinni á aðfangadag hafi leitt til umfangsmikils mannfalls, sem hægt hefði verið að komast hjá. Umræddar árásir voru gerðar í Maghazi-flóttamannabúðunum en að minnsta kosti 86 eru sagðir hafa fallið í þeim. Erlent 28.12.2023 16:32
Beittu sér gegn Apple eftir viðvörun um njósnir Margir af þekktustu blaðamönnum Indlands og stjórnmálamenn lýstu því yfir í október að tæknifyrirtækið Apple hefði varað þá við því að tölvuþrjótar á vegum ríkis hefðu gert árás á síma þeirra og tæki. Ríkisstjórn Nardendra Modi, forsætisráðherra Indlands, brást hratt við með því að beina spjótum sínum að Apple. Erlent 28.12.2023 13:00
Masterson kominn í fangelsi Leikarinn og nauðgarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í almennt fangelsi í Kaliforníu, þar sem hann mun sitja inni í minnst tuttugu og fimm ár. Masterson mun afplána tvöfaldan nauðgunardóm sinn í North Kern fangelsinu í Kaliforníu. Erlent 28.12.2023 10:33
Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. Erlent 28.12.2023 09:53
Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Erlent 28.12.2023 08:27
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. Erlent 28.12.2023 07:41
Gantz hótar átökum við Hezbollah Benny Ganz, ráðherra í ríkisstjórn Ísraels, segir að ísraelski herinn muni ráðast gegn hersveitum Hezbollah samtakanna í Líbanon ef árásir á Ísrael frá landamærunum halda áfram. Erlent 28.12.2023 07:33
Fjöldamorðinginn játaði í kveðjubréfi að hafa einnig myrt mann og ungabarn Árásarmaðurinn sem skaut fjórtán til bana við Univerzita Karlova í Prag í Tékklandi 21. desember síðastliðinn játaði í kveðjubréfi að hafa myrt mann og unga dóttur hans í nærliggjandi skóglendi 15. desember. Erlent 28.12.2023 07:01
Einn látinn og tveir handteknir eftir að bifreið var ekið á hóp fólks Einn er látinn og tveir hafa verið handteknir í tengslum við átök sem brutust út í Sheffield á Englandi í gær, sem enduðu með því að bifreið var ekið á hóp fólks. Erlent 28.12.2023 06:42
Jacques Delors er látinn Franski stjórnmálamaðurinn Jacques Delors, sem gegndi embætti formanns framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á níunda og tíunda áratugnum, er látinn. Hann var 98 ára gamall. Erlent 27.12.2023 18:38
New York Times stefnir OpenAI og Microsoft Stjórnendur bandaríska dagblaðsins New York Times hafa höfðað mál gegn fyrirtækjunum OpenAI og Microsoft fyrir meintan þjófnað á höfundarréttarvörðu efni blaðsins. Erlent 27.12.2023 16:01
YouTube-ari leysti tíu ára gamalt mannshvarfsmál Rannsókn bandaríska YouTube-arans James Hinkle varð til þess að líkamsleifar manns, sem hafði verði týndur í tíu ár, fundust í Missouri-ríki Bandaríkjanna. Erlent 27.12.2023 11:37