Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vilja breyta fyrir­komu­lagi við út­hlutun plássa

Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um.

Innlent
Fréttamynd

Hótaði lög­reglu­þjónum og fjöl­skyldum þeirra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu handtóku í gær mann sem reyndi sparka í þá. Við handtökuna hótaði hann einnig lögregluþjónunum og fjölskyldum þeirra lífláti. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi verið vistaður í fangaklefa „þar til rennur af honum víman“ og hægt verður að taka af honum skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

Gætu verið ein­hverjar vikur í næsta gos

Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi.

Innlent
Fréttamynd

Var beðinn um upp­lýsingar um unga leik­menn vegna veð­máls

Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 

Innlent
Fréttamynd

Senda á tólf ára palestínskan dreng með hrörnunarsjúkdóm úr landi

Vísa á tólf ára gömlum palestínskum dreng, sem er með ágengan hrörnunarsjúkdóm, og foreldrum hans úr landi. Búið er að synja umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi en nauðsynlegum gögn um heilsu drengsins var ekki framvísað við málsmeðferðina. Drengurinn segist hræðast mjög að vera sendur úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Auknar líkur á nýju eld­gosi á næstu dögum

Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í tveggja turna tal

Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga.

Innlent
Fréttamynd

Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykja­vík

Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars.

Innlent
Fréttamynd

„Þegar hann loksins náði að bjóða mér út missti ég hnén“

Makar þriggja forsetaframbjóðenda voru gestir Pallborðsins sem lauk fyrir stundu. Í myndverið mættu þau Felix Bergsson eiginmaður Baldurs Þórhallssonar, Jóga Gnarr eiginkona Jóns Gnarr og Kristján Freyr Kristjánsson eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur og fór sérlega vel á með þeim.

Innlent
Fréttamynd

Við­horf breytist ekki við það bara að klæða sig í lög­reglu­búning

Sérfræðingar frá UN Women vinna nú að því að taka út lögreglufræðikennslu á Íslandi og inntökuprófið í til dæmis sérsveitina út frá kynjajafnrétti. Verkefninu stýra þau Jane Townsley og Gerry Campbell sem bæði störfuðu áður sem lögreglumenn en vinna nú að samþættingu kynjajafnréttis innan lögreglu um allan heim. Bæði voru þau á landinu í vikunni.

Innlent
Fréttamynd

Ó­happ í fyrsta sinn í 25 ára sögu

Samherji fiskeldi segir að óverulegt magn seiða hafi sloppið úr landeldisstöð þess í Núpsmýri í Öxarfirði. Félagið hafi stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þetta eigi sér stað.

Innlent