Innlent

„Við viljum þetta ekki“

Mótmælendur á Hverfisgötu segja kröfu sína einfalda. Að Yazan og fjölskylda hans fái að vera á Íslandi. Það verði rof á þjónustu með brottflutningi til Spánar sem geti stytt ævi hans. Mótmælt hefur verið fyrir utan ríkisstjórnarinnar frá því klukkan átta í morgun.

Innlent

Hundruð mót­mæla brott­vísun Yazan

Um tvö hundrað manns mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi Yazan Tamini, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, við Hverfisgötu. Ríkisstjórnin fundar þar núna í morgunsárið á sínum reglulega þriðjudagsfundi og er mál Yazans eitt þeirra sem er á dagskrá fundarins. Búið er að loka Hverfisgötunni við Lækjargötu vegna mótmælanna. 

Innlent

Sig­ríður á­fram ríkislögreglustjóri

Staða ríkislögreglustjóra verður ekki auglýst, samkvæmt svörum dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins en í gær voru sex mánuðir þar til skipunartími Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur rennur út.

Innlent

Viður­kennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ekki hafa haft lagaheimild til þess að stíga inn í mál Yazans Tamimi, ellefu ára langveiks drengs frá Palestínu, sem til stóð að vísa úr landi í morgun. Frá því var horfið þegar Guðrún fyrirskipaði að brottvísun hans yrði frestað, að ósk Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra.

Innlent

Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík

Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 

Innlent

Leita manns við Vík í Mýr­dal

Björgunarsveitir eru að hefja leit að manni við Vík í Mýrdal. Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu.

Innlent

„Við berum ekki þeirra sorg“

Þegar þjóðarsálin upplifir hvert áfallið á fætur öðru á það til að gerast að sumir dofni og sýni sinnuleysi en aðrir upplifa rosalega sterkar tilfinningar.

Innlent

Hefur verið með kindur í Reykja­vík í 67 ár

Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun.

Innlent

Furða sig á harka­legum að­gerðum yfir­valda

Faðir langveiks drengs frá Palestínu sem var vísað af landi brott í gærkvöldi segir fjölskylduna skelfingu lostna eftir harkalegar aðgerðir lögreglu. Sonur hans hafi ásamt móður verið handtekinn á sjúkrabeði. Þá hafi hann meiðst þegar menn með lambúshettur brutust inn til hans í nótt og handtóku.

Innlent

Faðirinn hafi beint lög­reglu að stúlkunni

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana hefur verið samvinnufús að mati Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeildar lögreglu.

Innlent

Faðirinn hand­tekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni

Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá.

Innlent

Hand­tóku konu á Sæ­braut

Lögregluþjónar voru í dag kallaðir til vegna konu sem truflaði umferð á Sæbrautinni. Fjölmargir urðu vitni að því þegar konan var handtekin og voru margir lögregluþjónar á vettvangi.

Innlent

Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum of­beldis­manni

Móðir drengs í 2. bekk í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ segir sárt að vita til þess að sonur hennar eigi enga vini í upphafi skólaárs, þar sem hann hefði nánast verið tekinn úr umferð í 1. bekk. Drengurinn mætti með hníf í skólann í vor, en móðir hans segir ekki alla söguna sagða. Skólastjórinn segir sárt að vita af vanlíðan nemanda og stefnt sé að því að finna farsællega lausn sem henti öllum. 

Innlent

Funda með Vega­gerðinni um Vest­fjarða­göng

Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. 

Innlent