„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. ágúst 2025 07:39 Það var mikið um að vera í miðborginni í gær vegna Menningarnætur. Vísir/Viktor Freyr Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna. Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá klukka 17 í gær til 5 í morgun. Sjö gistu í fangaklefa í nótt og alls voru 140 mal skráð í kerfið. Stærsta mál gærdagsins var auðvitað Menningarnótt en lögregla var mjög sýnileg í miðbænum og með mikinn mannafla. „Heilt yfir gekk menningarnótt friðsamlega og vel fyrir sig. Að flugeldasýningu lokinni voru leiðir greiðar frá miðbænum er fólk hélt heim á leið. Mikið mannlíf í miðbæ Reykjavíkur í kringum dagskrá menningarnætur og sýnileg löggæsla víðsvegar um miðbæinn í takt við það,“ segir um Menningarnótt í dagbókinni. Þjófnaður, hnífaburður og menn í annarlegu ástandi Fyrir utan það þurfti lögreglan að sinna ýmsum tilkynningum í miðborginni. Þar á meðal barst tilkynning um þjófnað á veitingastað í miðborginni en málið er í rannsókn. Lögregla hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi sem veittist að vegfarendum með höggum fyrir utan skemmtistað. Viðkomandi var handtekinn, fluttur á lögreglustöð og vistaður í fangaklefa þar til rynni af honum. Lögregla hafði afskipti af öðrum manni sem var í annarlegu ástandi „að angra vegfarendur með köllum og öskrum“. Þegar lögregla hafði afskipti af manninum brást hann illa við og var með ógnandi tilburði í garð lögreglu. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð sökum ástands og vistaður í fangaklefa. Gestir Tónaflóðs á Arnarhóli.Vísir/Viktor Freyr Einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungmenni í annarlegu ástandi í strætóskýli sem brást illa við afskiptum lögreglu og veittist að lögregluþjónum „með höggum og hrákum“. Viðkomandi var fluttur á lögreglustöð þar sem málið var afgreitt með aðkomu forráðamanna. Þá barst lögreglu tilkynning um mann sem var til ama við félagslegt úrræði og reyndist góðkunningi lögreglu þegar hana bara að garði. Við öryggisleit á manninum fundust tveir hnífar í fórum hans svo hann var fluttur á lögreglustöð og tekin skýrsla af honum vegna vopnalagabrots. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að járnröri hefði verið fleygt inn um rúðu Þjóðleikhússins með tilheyrandi glerbrotsregni. Samkvæmt dagbókinni er málið í rannsókn. Maður sem var sofandi í framsæti bifreiðar reyndist hafa mikið magn af meintum vímuefnum og fjármunum í fórum sínum svo hann var vistaður í fangaklefa fyrir rannsókn málsins. Umferðarslys, rásandi bíll og dularfull eldstilkynning Lögreglu barst tilkynning um umferðarslys þar sem bíll endaði utan vegar. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar eymsla en dráttarbíll kallaður til sem flutti bílinn. Þá barst lögreglu tilkynning um rásandi bíl. Lögregla stöðvaði bílinn og reyndist ökumaðurinn vera ölvað ungmenni akandi án réttinda. Málið var leyst með aðkomu forráðamanna og viðkomandi var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni . Í umdæmi lögreglustöðvar 3, sem sinnir Kópavogi og Breiðholti, var tilkynnt um líkamsárás en reyndist ekki ljóst hverjir væru gerendur í máli. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka og er málið í rannsókn. Loks var tilkynnt um eld í bíl við matvöruverslun en þegar lögregla kom á vettvang var engan bíl að sjá sem passaði við lýsinguna.
Menningarnótt Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira