Innlent Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Innlent 27.5.2024 14:07 Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Innlent 27.5.2024 14:01 Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52 Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42 Ástþór eyðir langmestu Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Innlent 27.5.2024 12:14 Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Innlent 27.5.2024 11:42 Þyrlulæknar ósáttir og Ísfirðingar fagna heitavatnsfundi Í hádegisfréttum verður rætt við þyrlulækni hjá Landhelgisgæslunni en þar á bæ eru menn afar ósáttir við að ekki skuli gert ráð fyrir þyrlupalli við Nýja Landspítalann. Innlent 27.5.2024 11:39 Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Innlent 27.5.2024 11:07 Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17 Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00 Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54 Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11 Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01 Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33 Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14 Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56 Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16 Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29 Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02 Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01 Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19 Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30 Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01 Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01 Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13 Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59 Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37 Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42 « ‹ 155 156 157 158 159 160 161 162 163 … 334 ›
Andrea Kristín enn dæmd í fangelsi Andrea Kristín Unnarsdóttir, kona á fimmtugsaldri sem ítrekað hefur hlotið refsidóma, hefur verið dæmd til 25 mánaða fangelsisvistar fyrir skjala- og umferðarlagabrot. Innlent 27.5.2024 14:07
Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. Innlent 27.5.2024 14:01
Brosandi þótt aftur sé ekið á flugvél Verzlinga Útskriftarferð nýstúdenta frá Verzlunarskóla Íslands hófst með þeim pirrandi hætti að ekið var á ítalska leiguflugvél þeirra á Keflavíkurflugvelli í morgunsárið. Vonandi reynist fall fararheill. Innan við tvö ár eru síðan ekið var á flugvél Verzlinga á ferðalagi. Innlent 27.5.2024 12:52
Aðalmeðferð í Bátavogsmálinu fer fram í sumar Aðalmeðferð í máli Dagbjartar Rúnarsdóttur, sem er ákærð fyrir að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í september í september, fer fram 26. til 28. júní. Dagbjört neitar sök í málinu en á meðal rannsóknargagna eru tveggja tíma mynd- og hljóðupptökur sem lögregla segir sýna hana pynta þann látna. Innlent 27.5.2024 12:42
Ástþór eyðir langmestu Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook. Innlent 27.5.2024 12:14
Kosningaúrslit yfirleitt nálægt niðurstöðum kannana Mikill munur er á nýjustu könnun Prósents sem birt var í dag annars vegar og Maskínu og Gallups hins vegar sem birtar voru fyrir helgi. Framkvæmdastjóri Maskínu segir úrslit kosninga yfirleitt mjög nálægt niðurstöðum kannana. Innlent 27.5.2024 12:02
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. Innlent 27.5.2024 11:42
Þyrlulæknar ósáttir og Ísfirðingar fagna heitavatnsfundi Í hádegisfréttum verður rætt við þyrlulækni hjá Landhelgisgæslunni en þar á bæ eru menn afar ósáttir við að ekki skuli gert ráð fyrir þyrlupalli við Nýja Landspítalann. Innlent 27.5.2024 11:39
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Innlent 27.5.2024 11:07
Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Innlent 27.5.2024 10:17
Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Innlent 27.5.2024 10:00
Fluttur með þyrlu vegna vinnuslyss á bóndabæ Karlmaður á áttræðisaldri sem var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi slasaðist í vinnuslysi á bóndabæ. Meiðsli hans eru ekki sögð lífshættuleg. Innlent 27.5.2024 09:54
Flugferð aflýst eftir að þjónustubíll rakst í flugvél Aflýsa þurfti flugferð útskriftarhóps til Króatíu eftir að þjónustubíll rakst utan í ítalska leiguflugvél í morgun. Ferðaskristofan Indigo segir að útlit sé fyrir að önnur flugvél fáist til þess að flytja hópinn út í dag. Innlent 27.5.2024 09:11
Meðhöndlarinn farinn að nudda á Kvíabryggju Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem var sakfelldur í Landsrétti fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, er farinn að taka á móti og meðhöndla fólk á Kvíabryggju gegn gjaldi. Jóhannes afplánar þar sjö ára uppsafnaðan fangelsisdóm. Innlent 27.5.2024 07:01
Höllurnar taka forystuna en aðeins hársbreidd á milli þeirra og Katrínar Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents á fylgi forsetaframbjóðenda en afar litlu munar á henni og næstu tveimur. Innlent 27.5.2024 06:33
Höfðu afskipti af manni sem var að „bera sig og hrista“ Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108. Innlent 27.5.2024 06:14
Fluttur slasaður frá Selfossi með þyrlu Landhelgisgæslunnar Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Selfossi að Landspítalanum í Fossvogi í kvöld. Ekki er um að ræða umferðarslys og ekkert er vitað um líðan mannsins. Innlent 26.5.2024 23:19
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. Innlent 26.5.2024 19:56
Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Innlent 26.5.2024 19:16
Tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir að tveir bílar skullu saman á Reykjanesbraut á sjötta tímanum í dag. Reykjanesbrautin er lokuð á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi. Innlent 26.5.2024 18:29
Þakka að ekki fór verr í rútuslysi og hafnfirsk börn þora varla út Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 26.5.2024 18:02
Ágreiningur um túlkun sem nái inn á borð ríkisstjórnarinnar Hanna Katrín Friðriksson alþingismaður segir ágreining um túlkun laga sem gilda um netverslun áfengis á Íslandi. Sá ágreiningur nái allt upp í ríkisstjórnina þar sem þrír ráðherrar sem hafa tjáð sig um málið hafa ekki sömu skoðun. Innlent 26.5.2024 17:01
Segir veginn ekki hafa gefið sig Starfsmenn Vegagerðarinnar á vettvangi rútuslyssins á Rangárvallavegi í gær segja ekki hafa séð þess merki að vegurinn hafi gefið sig undan rútunni. Innlent 26.5.2024 16:19
Vilja nýtt hjúkrunarheimili í Vík í Mýrdal Mikil þörf er á byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Vík í Mýrdal og því hefur sveitarstjóra verið falið að vinna að málinu með heilbrigðisráðuneytinu. Lagt er til að fasteignafélögum verið gefið tækifæri til að standa að byggingu og rekstri húsnæðisins. Innlent 26.5.2024 15:30
Yazan bíður enn svara Algjör óvissa er enn í máli tólf ára palestínsks drengs, með hrörnunarsjúkdóm, sem senda á úr landi. Tæpar þrjár vikur eru síðan stoðdeild ríkislögreglustjóra heimsótti drenginn og foreldra hans til að undirbúa brottflutning en óskað hefur verið eftir endurupptöku málsins. Innlent 26.5.2024 15:01
Segir róðurinn vera að þyngjast fyrir Ísraelsmenn Þórdís Ingadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í alþjóðamálum segir róður Ísraelsmanna þyngjast. Ísraelsk stjórnvöld séu að einangrast á alþjóðavettvangi og nýútgefin beiðni um handtökuskipun af hálfu aðalsaksóknara alþjóðasakamáladómstólsins geri þeim ekki hægar um vik. Innlent 26.5.2024 15:01
Íslendingurinn enn á sjúkrahúsi í Bangkok Íslendingurinn sem slasaðist í flugvél Singapore Airlines á leiðinni frá London til Singapúr í vikunni er enn á Samitivej-sjúkrahúsinu í Bangkok. Innlent 26.5.2024 14:13
Segja þrjá hafa kastast út úr rútunni Hjón sem lentu í rútuslysi, ásamt 25 öðrum, í Rangárvallasýslu í gær segja ótrúlegt að ekki hafi farið verr. Þrír úr hópnum köstuðust út úr rútunni þegar hún valt en allir eru á batavegi. Þau segja þakklæti til viðbragðsaðila efst í huga. Innlent 26.5.2024 13:59
Öruggast að sjóða neysluvatn á Flateyri Öruggast er að sjóða neysluvatn í dag og á morgun á Flateyri eftir að loka þurfti fyrir vatnið í bænum vegna aurskriðu í gær. Vatnið úr vatnsbólinu hafi verið mjög brúnt og þrátt fyrir að brunahanar hafi verið látnir ganga til að reyna að hreinsa lagnirnar hafi það ekki dugað til. Innlent 26.5.2024 13:37
Fólk sem ætlar að kjósa gegn Katrínu gæti lent í vandræðum Álitsgjafar segja spennandi kosningabaráttu fram undan nú þegar ein vika er eftir. Frambjóðendur muni þurfa hafa fyrir því að vinna Katrínu. Höllurnar séu að skipta um hlutverk. Þórhallur Gunnarsson, Viktor Orri Valgarðsson og Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir fóru yfir forsetakosningarnar og spáðu í spilin á Sprengisandi í dag. Innlent 26.5.2024 12:42