Innlent

Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vos­búð

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 

Innlent

Kanna­bis en ekki kjólar í kassanum

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði.

Innlent

Halla Hrund á­fram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Innlent

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent

Leki kom að bát út af Barða

Leki kom að strandveiðibát sem var við veiðar út af Barða á Vestfjörðum. Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu en annar bátur í nágrenninu tók strandveiðibátinn í tog.

Innlent

For­seta­efni tókust á um forsetavaldið

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal.

Innlent

Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð

Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess.

Innlent

Neyðast ó­vænt til að tæma laugina

Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið.

Innlent

Fyrsta flugið til Ís­lands var hluti heimsviðburðar

Ljósmyndasafn Reykjavíkur minntist þess í dag að eitthundrað ár verða liðin í sumar frá því flugvélar flugu í fyrsta sinn yfir hafið til Íslands. Þessa dagana standa alþjóðasamtök flugfélaga fyrir ráðstefnu í Reykjavík um hvernig bæta megi þjónustu á flugvöllum á heimsvísu.

Innlent

Skelfi­legt að þurfa grípa til hópuppsagna

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar.

Innlent

Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram

Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni.

Innlent

Sam­þykktu til­lögu Sjálf­stæðis­flokksins

Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019.

Innlent

Júró­visíon í skugga stríðs­reksturs og sárs­auka­fullar upp­sagnir

Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon.

Innlent

Undir­búa hóp­upp­sögn hjá Grinda­víkur­bæ

Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi sínum í morgun að laga starfsmannahald bæjarins að gjörbreyttum aðstæðum og fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Bæjarstjóra hefur verið falið að hefja undirbúning og samráð við hagaðila í samræmi við lög um hópuppsagnir. 

Innlent