Innlent Björgvin Páll eyðir óvissunni Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Innlent 2.2.2024 10:23 Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. Innlent 2.2.2024 10:09 Saurmengað vatn á Seyðisfirði Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. Innlent 2.2.2024 09:53 Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Innlent 2.2.2024 09:11 Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum. Innlent 2.2.2024 09:10 Skjálftar við Djúpavatn í nótt Í nótt urðu tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, sá fyrri klukkan rétt rúmlega fjögur sem var 3,3 stig og sá seinni upp á 2,6 stig klukkan hálf fimm. Innlent 2.2.2024 07:52 Gagnrýndu viðmót Veðurstofunnar og sögðu sparkað í þá sem kvörtuðu Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ríkið verja töluverðum fjármunum til veðurmála en þeir fari nánast allir til Veðurstofu Íslands. Við þær aðstæður sé eðlilegt að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar, um að hún sinni því sem hún á að sinna. Innlent 2.2.2024 07:24 Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. Innlent 2.2.2024 07:03 „Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“ Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. Innlent 1.2.2024 22:51 Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Innlent 1.2.2024 20:01 Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. Innlent 1.2.2024 19:53 Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Innlent 1.2.2024 19:40 Funda áfram á morgun en gefa ekkert upp Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA. Innlent 1.2.2024 19:38 Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Innlent 1.2.2024 18:50 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.2.2024 18:00 Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. Innlent 1.2.2024 17:26 Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. Innlent 1.2.2024 17:13 LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Innlent 1.2.2024 17:08 Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00 Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13 Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29 Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18 Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42 Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24 „Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19 Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15 Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00 Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59 Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56 Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51 « ‹ 285 286 287 288 289 290 291 292 293 … 334 ›
Björgvin Páll eyðir óvissunni Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Innlent 2.2.2024 10:23
Samfylkingin yfir þrjátíu prósenta múrinn Samfylkingin er enn í sókn í nýjum þjóðarpúlsi Gallup og bætir flokkurinn við sig 2,3 prósentum í fylgi. Hann mælist nú með tæplega 31 prósent fylgi. Innlent 2.2.2024 10:09
Saurmengað vatn á Seyðisfirði Íbúar á Seyðisfirði þurfa að sjóða neysluvatn tímabundið. Ástæðan er sú að upp kom bilun í gegnumlýsingu og leiddi sýnataka í ljós að saurkólí og e.coli-gerla mengun er í vatninu. Innlent 2.2.2024 09:53
Ný mislæg gatnamót í hrauninu fyrir framtíðar byggingarsvæði Gerð nýrra mislægra gatnamóta í hrauninu milli Straumsvíkur og Hvassahrauns fylgir breikkun Reykjanesbrautar, sem hófst fyrr í vetur. Gatnamótunum er ætlað að greiða leið að nýjum framtíðar byggingarsvæðum Hafnarfjarðar, að því er fram kom í fréttatilkynningu Vegagerðarinnar. Innlent 2.2.2024 09:11
Vafasamt að dómari meti hvenær barn gefi samþykki fyrir kynmökum Umboðsmaður barna hefur sent Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra bréf varðandi kynferðisbrot gegn börnum. Þar er því haldið fram að vafasamt sé að dómari leggi mat á það hvenær barn veiti samþykki fyrir kynmökum. Innlent 2.2.2024 09:10
Skjálftar við Djúpavatn í nótt Í nótt urðu tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, sá fyrri klukkan rétt rúmlega fjögur sem var 3,3 stig og sá seinni upp á 2,6 stig klukkan hálf fimm. Innlent 2.2.2024 07:52
Gagnrýndu viðmót Veðurstofunnar og sögðu sparkað í þá sem kvörtuðu Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ríkið verja töluverðum fjármunum til veðurmála en þeir fari nánast allir til Veðurstofu Íslands. Við þær aðstæður sé eðlilegt að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar, um að hún sinni því sem hún á að sinna. Innlent 2.2.2024 07:24
Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. Innlent 2.2.2024 07:03
„Sumir myndu bara kalla þetta pjúra spillingu“ Bæjarfulltrúar Viðreisnar, Garðabæjarlistans og Framsóknar í Garðabæ gera alvarlegar athugasemdir við ráðningu Lúðvíks Arnar Steinarssonar lögmanns í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í Garðabæ. Þær segja ekki gætt að óhlutdrægni og segja Lúðvík flokksbundinn. Sá sem gegni stöðunni þurfi að vera hlutlaus. Innlent 1.2.2024 22:51
Mikilvægt að undirbúa sig vel fyrir stóra skjálftann Búast má við jarðskjálftum að stærðinni um eða yfir sex á höfuðborgarsvæðinu. Fagstjóri náttúruvár segir mikilvægt að vera vel undirbúinn þegar að því kemur. Innlent 1.2.2024 20:01
Segja fyrirvara á næsta gosi við Grindavík geta orðið stuttan Jarðvísindamenn Veðurstofu og Háskóla Íslands segja að líkurnar á nýju eldgosi norðan Grindavíkur teljist núna verulegar og vara við að fyrirvarinn geti orðið stuttur. Þeir segja líklegt að á næstu tveimur vikum eða jafnvel dögum nái kvikumagnið í kvikuhólfinu undir Svartsengi svipuðu rúmmáli og var fyrir síðasta eldgos þann 14. janúar. Innlent 1.2.2024 19:53
Skoðunarferð með Sigmundi um nýtt og umdeilt húsnæði þingsins Smiðja, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis hefur verið í umræðunni þessa vikuna eftir að þingmenn stigu fram og gagnrýndu aðstöðuna. Við skelltum okkur í túr um húsið í fylgd með miðflokksmanninum Sigmundi Davíð sem er líklega ósáttastur með framkvæmdina. Innlent 1.2.2024 19:40
Funda áfram á morgun en gefa ekkert upp Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA. Innlent 1.2.2024 19:38
Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Innlent 1.2.2024 18:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 1.2.2024 18:00
Hætta vegna hraunflæðis meiri í nýju hættumatskorti Hætta vegna hraunflæðis í Grindavík hefur verið fært upp í mikla hættu á nýju hættumatskorti Veðurstofunnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að heildarhættumatið sé það sama hafi fyrir Grindavík hafi þetta breyst. Einnig er hætta vegna jarðfalls ofan í sprungu metin mjög mikil. Innlent 1.2.2024 17:26
Borin út á börum eftir kynlíf en maðurinn sýknaður Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun og stórfellda líkamsárás, eftir að kona hlaut lífshættulega áverka eftir samfarir við manninn. Sonur konunnar gekk í skrokk á manninum síðar um nóttina í félagi við annan mann. Innlent 1.2.2024 17:13
LV varar saksóknara við Helga Magnúsi Saksóknara hefur borist ábending frá Landsambandi Veiðifélaga þar sem vakin er athygli á mögulegu vanhæfi Helga Magnúsar Gunnarssonar varasaksóknara. Innlent 1.2.2024 17:08
Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Innlent 1.2.2024 17:00
Innantómir fagurgalar og Dagur augljóslega mjög áhrifamikill Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins. Innlent 1.2.2024 16:13
Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Innlent 1.2.2024 15:29
Mikilvægt að ala ekki á ótta um möguleg eldgos Jarðvísindamenn og bæjarstjóri Hafnarfjarðar segja fjölmiðla bera einhverja ábyrgð á umræðu um jarðhræringar og eldvirkni. Mikilvægt að sé að ala ekki á ótta. Innlent 1.2.2024 15:18
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1.2.2024 13:42
Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1.2.2024 13:24
„Ríkisstjórnin eyðir eins og drukkinn sjómaður“ Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn sótti mjög að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármálaráðherra á þingi í morgun. Innlent 1.2.2024 13:19
Pallborðið á Vísi í dag: Er ógn eldgosa að færast nær höfuðborgarsvæðinu? Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands. Innlent 1.2.2024 12:15
Fyrirkomulagið við verðmætabjörgun sé ómögulegt Formaður bæjarráðs Grindavíkur segir skipulag verðmætabjörgunar fyrir íbúa vera ómögulegt. Margir geti ekki nýtt sér úrræðið vegna erfiðra akstursskilyrða og annarra skuldbindinga. Innlent 1.2.2024 12:00
Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Innlent 1.2.2024 11:59
Kona í gæsluvarðhaldi vegna andláts barnsins Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun. Innlent 1.2.2024 11:56
Búast við eldgosi á næstu dögum Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi. Magn kviku er orðið svipað og það var fyrir síðasta gos. Jarðvísindamenn búast við nýjum atburði, kvikuhlaupi, sem gæti leitt til eldgoss á næstu dögum eða rúmri viku. Innlent 1.2.2024 11:51