Innlent

Þyrla kölluð út vegna vél­sleða­slyss við Lang­jökul

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Getty

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan 13 í dag vegna vélsleðaslyss sem varð á Skálpnesi suðaustur af Langjökli. 

Þetta staðfestir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í samtali við Vísi. Sjúkrabíll er einnig á leiðinni á vettvang.

Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að þyrlan hafi verið kölluð út eftir að vélsleði valt. Hann tekur fram að enginn sé alvarlega slasaður vegna slyssins en að einn hafi hlotið áverka á fæti. 

Hann segir það ekki liggja fyrir hvort að maðurinn sem slasaðist sé Íslendingur eða erlendur ferðamaður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×