Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vextir á námslánum hækka sífellt og hægt er að fá húsnæðislán á betri kjörum en námslán. Lántakendum hefur fækkað á síðustu árum og forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta kallar eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Hægst hefur á landrisinu í Öskju

Mælingar sýna að hægst hefur á landrisinu í Öskju frá því í byrjun ágúst. Þetta er eitt af því sem var rætt á stöðufundi sérfræðinga Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Almannavörnum sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Á nokkrum GPS-mælum sem staðsettir eru við Öskju hefur ekkert landris mælst frá því í lok ágúst.

Innlent

Ráðu­neytið telur sleipi­efnið vera lækninga­tæki

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur stað­fest á­kvörðun Lyfja­stofnunar um stöðvun á sölu sleipi­efnisins Astrog­li­de Per­sonal Lubricant og inn­köllun þess. Ráðu­neytið telur rétt hjá Lyfja­stofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.

Innlent

Öllum börnum nú boðin HPV-bólusetning óháð kyni

Börnum í sjöunda bekk er nú öllum boðin bólusetning gegn HPV veirunni, óháð kyni. Samhliða hefur verið tekið í notkun nýtt og breiðvirkara bóluefni en áður sem veitir víðtækari vörn gegn krabbameinum af völdum veirunnar.

Innlent

Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra

Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa.

Innlent

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við þingmann Pírata sem er afar gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á lögum um útlendinga. 

Innlent

Gabríel vill líka leiða Upp­reisn

Gabríel Ingimarsson hefur gefið kost á sér til embættis formanns Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, á aðalfundi félagsins sem fer fram laugardaginn 7. október næstkomandi.

Innlent

Lýsir yfir ó­á­nægju við ráð­herra

Bæjar­stjóri Vest­manna­eyja­bæjar hefur lýst yfir ó­á­nægju við dóms­mála­ráð­herra yfir því að sýslu­maður á Suður­landi hefur tíma­bundið verið settur sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Bæjar­stjórn lýsti síðast yfir ó­á­nægju vegna þessa fyrir­komu­lags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.

Innlent

Þrjú mál á hendur Sölva felld niður

Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.

Innlent

Braut gegn lög­reglu­þjónum en sagði þá ætla að drepa hann

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir valdstjórnarbrot fyrir að beita tvo lögregluþjóna ofbeldi. Maðurinn neitaði sök og hélt því fram að annar lögregluþjónninn hafi ætlað að drepa hann, og því sagðist því halda að þeir myndu drepa hann.

Innlent

Leitað að ger­endum í líkams­á­rásar­máli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk símtal rétt fyrir klukkan eitt í nótt þar sem maður sagðist hafa orðið fyrir líkamsárás. Þegar lögregla mætti á vettvang voru meintir gerendurnir farnir af vettvangi í bifreið.

Innlent