Innlent

Um­tals­verðar breytingar á skipu­lagi Kefla­víkur­flug­vallar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/vilhelm

Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Keflavíkurflugvallar. Um er að ræða umtalsverða breytingu á gildandi skipulagi en meginbreytingin felst í að aðlaga núverandi deiliskipulagsáætlun í „átt að nýrri þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar eins og eðlilegt þykir“.

Þetta kemur fram á vef Skipulagsgáttar. 

Helstu breytingar felsast í fjölgun bílastæðahúsa úr einu í tvö, fækkun almennra bílastæða á yfirborði, breyting á legu Reykjanesbrautar og hringtengingu innan svæðis. Þá stækkun athafnasvæðis og að niðurfelling lóða. 

„Lóðir fyrir nýtt flugvallarhótel og bílastæðahús eru nánar skilgreindar og lóðamörk færð til þar sem þarf í samræmi við nýtt og aðlagað gatnakerfi.“

Jafnframt eru byggingarreitir við flugstöðina stækkaðir, heimild er veitt fyrir byggingu tveggja spennistöðva á nýjum lóðum og staðsettur er reitur fyrir nýtt auglýsingaskilti. 

„Ásamt því er heimild veitt til haugsetningar/ geymslu jarðefna og staðsetning sýnd vestast á skipulagssvæðinu þar sem skipulagssvæðið er jafnframt stækkað um nokkra ha.“

Tillagan er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, sem og á vef Isavia frá 22. maí 2024 til og með 3. júlí 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×