Innlent

Jarð­skjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. 

Innlent

Tekur bjart­sýn en raun­sæ við nýjum verk­efnum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segist spennt taka við nýjum verkefnum. Hún muni leggja sig allan fram í þau. Verkefnin séu þung, en augljós. Hún segir það í forgangi að halda áfram með sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 

Innlent

„Fyrst og fremst stóla­skipti“ án þess að axla á­byrgð

Formaður Samfylkingarinnar óskar nýjum fjármálaráðherra velfarnaðar í nýju hlutverki, en á ekki von á mikilli stefnubreytingu í efnahagsmálum frá ríkisstjórninni. Hún segir Bjarna ekki hafa viðurkennt misbresti í sölunni á Íslandsbanka, sem sé liður í því að axla ábyrgð.

Innlent

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag

Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bjarni Benediktsson verður áfram í ríkisstjórn Íslands, nú sem utanríkisráðherra. Hann og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir skipta um ráðherrastóla og tekur hún við embætti fjármálaráðherra. Við fjöllum ítarlega um blaðamannafund ríkissstjórnarinnar í fréttatímanum.

Innlent

Vaktin: Lykla­skipti á mánu­dag

Bjarni Benediktsson verður utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, verður fjármálaráðherra. Þetta kom fram á blaðamannafundi for­sætis­ráð­herra, fráfarandi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í Eddu, húsi íslenskunnar. Lyklaskipti verða á mánudag.

Innlent

Bjarni og Þór­dís muni skiptast á stólum

Bjarni Bene­dikts­son, frá­farandi fjár­mála-og efna­hags­ráð­herra verður utan­ríkis­ráð­herra og mun Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, nú­verandi utan­ríkis­ráð­herra, taka við fjár­mála­ráðu­neytinu.

Innlent

Smá­lægð úr vestri

Í dag nálgast smálægð úr vestri landið með breytilega vindátt en vindhraði yfirleitt lítill. Vestlæg eða breytileg átt 3-10 og él, en minnkandin norðvestanátt austast, að sögn Veðurstofu Íslands.

Innlent

Margir ó­við­ræðu­hæfir

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu stöðvaði ölvaðan öku­mann í Háa­leitis­hverfi í Reykjavík í gær­kvöldi. Öku­maðurinn reyndi að villa um fyrir lög­reglu með því að skipta um sæti.

Innlent

Umferðarslys á bæði Þela­merkur­vegi og Hörg­ár­dals­vegi

Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Innlent

„Mest þakk­látur fyrir að dóttir mín hafi sloppið“

Oddur Þórir Þórarinsson lenti í bílslysi á Hellisheiðinni síðastliðinn mánudag. Með honum í bílnum var dóttir hans, sem er á öðru ári. Þau hafa fundið fyrir minni háttar áverkum og segist Oddur þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Hann veltir þó fyrir sér hvort stjórnvöld geti ekki gripið til aðgerða sem myndu fækka slysum sem þessum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Við förum yfir stöðuna á stjórnarheimilinu í fréttatímanum. Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa fundað á Þingvöllum í dag en ekki viljað gefa upp um hver verður næsti fjármálaráðherra. Berghildur Erla, fréttamaður hefur fylgt hópnum í dag og við heyrum í henni í beinni útsendingu.

Innlent

Boða til blaða­manna­fundar

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Innlent