Gefur lítið fyrir útskýringar fréttastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2024 17:53 María Sigrún Hilmarsdóttir er fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira
Í gær var greint frá því að María Sigrún hafi verið látin fara úr ritstjórnarteymi fréttaþáttarins Kveiks. Innslag sem hún hafði unnið að átti að fara í loftið síðasta þriðjudag en ekkert varð úr því. Í samtali við Vísi sagði María Sigrún að ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, hafi tjáð henni að hæfileikar hennar lægju ekki á sviði rannsóknarblaðamennsku. Í dag birti svo Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins, færslu á Facebook þar sem hann segir engin annarleg sjónarmið vera á bak við ákvörðunina um að innslagið færi ekki í loftið. Innslagið hafi ekki verið tilbúið til sýningar á þriðjudaginn þegar síðasti Kveiksþáttur vetrarins fór í loftið. „Því buðu stjórnendur fréttastofu RÚV að málinu yrði fundinn farvegur í Kastljósi, næðist að klára að vinna það. Að öðru leyti mun ég ekki tjá mig um þetta starfsmannamál eða vitna í trúnaðarsamtöl,“ skrifaði Heiðar og um tuttugu mínútum síðar var Ingólfur Bjarni búinn að deila færslunni á sinni Facebook-síðu líka. María Sigrún virðist ekki vera sátt með þessar skýringar Heiðars og í færslu sem hún birti í dag segir að hún hafi skilað fyrsta uppkasti af handriti innslagsins tólf dögum fyrir áætlaða sýningu. „Þá stóð til að klippa efnið og leggja það á tímalínu til frekari vinnslu. Um hádegi á sunnudag 14. apríl spyr ég hvernig gangi. Þá fékk ég þau svör frá ritstjóra þáttarins að hann hefði tekið fyrstu „klippuna” og sýnt hana fréttastjóra og ritstjóra fréttatengdra þátta. Þeim var sumsé sýnt efnið áður en ég hafði séð það sjálf og án minnar vitundar og samþykkis,“ segir María Sigrún. Hún segir slík vinnubrögð framandi fyrir sér og að henni hafi þótt þetta miður. „Mat fréttastjóra og ritstjóra Kveiks var að ekki næðist að fullvinna efnið í tæka tíð og ef ég sæi það ekki sjálf ætti ég ekki erindi í rannsóknarblaðamennsku,“ segir María Sigrún. Hún segir að ef vilji hafi verið til staðar til þess að fullvinna innslagið og koma því í loftið hefði það náðst. Fimm af níu starfsmönnum Kveiks hafi verið að undirbúa efni fyrir næstu þáttaröð sem hefst í september og því hefði verið auðvelt að hjálpast að ef tímaþröng var vandamálið. Hvergi hefur komið fram um hvað innslagið er í raun og veru en samkvæmt heimildum fréttastofu fjallaði það um viðskipti Reykjavíkurborgar og olíufélaganna með bensínstöðvalóðir í borginni. Fjallað var um viðskiptin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júní árið 2021. Klippa: Bensínstöðvum fækkar um þriðjung
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Sjá meira